Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 27

Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 27
1 HremppAkrrftir Fyrsta mynd: Gott smjörkrem er hægt að nota til margs. Reynið t. d. að nota þetta smjör- krem næst þegar þér ætlið að leggja saman tertu; IV2 dl. mjólk, V2 tsk. vanillu, 1 tsk. hveiti, full 100 g. smjör 50 g. sykur, 2 eggjarauður. Hitið 1 dl. af mjólkinni, búið til hveiti- jafning úr V2 dl. af mjólk'og hveitinu. Hellt út í sjóðandi mjólkina, hrært vel í á meðan, soðið 2—3 mínútur. Jafn- ingurinn kældur. Smjörið hrært lint með sykrinum og eggjarauðunni. Hrær- ið kælda jafninginn út í, teskeið í einu. Hrært vel í á milli. Smjörkrem þannig búið til er ekki of feitt né sætt. Ef vill 2 má bragðbæta það með kakao eða öðru bragði. Önnur mynd: Vanillukrem sem þetta er ágætt að nota í tertu, linsur eða t. d. kossa. 2 eggjarauður, 25 g. sykur, 1 tsk. hveiti, full, 21/2 dl. mjólk, V2 vanillustöng. Eggjarauðurnar hrærðar með sykrinum þar til hættir að snarka í því. 2 dl. af mjólk hituð m. vanillunni, hveitijafning- ur búinn til úr afganginum og hveitinu. Hrært út í sjóðandi mjólkina, soðið í 1—2 mínútur. Hellið sjóðandi jafningn- um út í eggjarauðurnar, þeytið vel í á meðan. Hellt í pottinn á ný. Suðan látin koma upp á ný. Ekki má sleppa hendi af kreminu á meðan. Hellt í skál, kælt fyrir notkun. Athugið að hræra 3 í við og við svo ekki myndist skán. í staðinn fyrir hveiti má nota maisena, einnig vanilludropa í stað vanillu- stangar. Þriðja mynd: Hrákrem er ljúffengt að bera með mörgum ábætisréttum í staðinn fyrir þeyttan rjóma. En það þarf að vera nýtilbúið, ef það stendur þynnist það. Hlutföllin milli rjóma og eggja þurfa líka að vera rétt: 2 eggjarauður, 3 msk. sykur, innan úr % vanillustöng, 2y2 dl. þeyttur rjómi. Eggjarauður, sykur og vanilla hrært létt og ljóst, stífþeytt- um rjómanum blandað varlega saman við eggjahræruna. Hrákremið á að vera létt og loftmikið. Munið að bera það fram strax. Útbúið buffkökur úr nýsöxuðu nautakjöti, stráið pipar á, en ekki salti; það á fyrst að gera, þegar buffkökurnar eru gegnumsteiktar, annars dregur saltið kjötsafann úr buffinu. Steikið buffkökurnar í smjöri við bráðan hita, þær eiga að vera fallega brúnaðar en rauðar og safamiklar þegar skorið er í þær. Stráið salti á og berið buffið fram á heitu fati. Skreytt með: 1. Sítrónusneið og smjörsteiktri steinselju. Steinseljan þvegin, þerruð og steikt í smjöri, öll feiti látin renna af steinseljunni á pappír, svo að hún verði stökk. 2. Smjörbita, sem kryddaður er með piparrót. 3. Laukhringjum, steiktum í smjöri, krydduðum með dálítilli chilisósu, rifnum osti stráð yfir. Berið með þessu franskar kartöflur eða soðnar og svo fulla skál af grænu salati. FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.