Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 35
sonur væru heil á húfi og hann skrif- aði einnig, en seint gekk að koma bréf- um til og frá hinu hernumda landi. Frá Kanada voru bréfin send til Bretlands með skipum en þaðan síðan flugleiðis til Svíþjóðar. í Svíþjóð var skipt um umslög, bréfunum smyglað inn í Noreg og þau póstuð þar svo lítið bar á. Um- slagaskiptin fóru fram til þess að Þjóð- verjar ættu óhægara með að átta sig á hvaðan bréfin kæmu. Njörður tók nú til óspilltra málanna og eftir sex vikna þjálfun í meðferð skotvopna, handsprengja, og æfinga í skotgrafahernaði fékk hann að velja um að ganga í land- eða sjóflugherinn. Njörður valdi þann síðarnefnda, því eins og segir í riti um „Litla Noreg“ hver einasti vildi verða flugmaður því á þann hátt var líklegast að þeir kæm- ust fyrst til Berlínar til þess að þakka þýzkum fyrir heimsóknina. Um þetta leyti var verið að ganga frá stofnun Þrjú hudruð og þrítugustu flugsveitarinnar. Þessi flugsveit átti að hafa þriggja sæta Northrop sjóflugvél- ar til umráða og var reyndar eina flug- sveitin í síðari heimsstyrjöldinni sem notaði þá tegund flugvéla. En áður en þjálfun lauk, voru Njörður og félagar hans sendir norður til Huntsville sem er um 130 km. fyrir norðan Toronto. Að því loknu skiptist sveitin. Sjálfir flugmennirnir fóru til Vancouver í Brezku Columbíu en þeir sem önnuðust sprengjukast, flugleiðsögu og voru að- stoðarflugmenn (einn og sami maður- inn annaðist þessi störf á Northrop) svo og loftskeytamenn, fóru til Moss- bank í Saskatchewan til þess að hljóta þjálfun í fyrrgreindum atriðum. Tæki til sprengjumiðunar voru um þetta leyti ekki eins fullkomin og síðar varð. Helmingi tímans var varið við bókleg fræði því það að hæfa flugvél á flugi frá annarri flugvél, að hæfa ákveðin merki á jörðu niðri svo og sprengju- kast, krefst mikils og nákvæms útreikn- ings, sem menn verða að kunna á fingr- um sér áður en í bardagann er komið. í Mossbank voru Njörður og félagar hans sex vikur. Þarna var góður félags- skapur og menn af ýmsu þjóðerni við nám og kennslu, m. a. einn íslenzk- ur kennari. Þegar Njörður kom aftur til Toronto, var búið að ákveða að Þrjú hundruð og þrítugasta flugdeildin færi til Is- lands. Eins og áður er getið var mjög góður félagsandi ríkjandi í „Litla Noregi“ og á öðrum æfingastöðvum. Allir voru þessir menn komnir að um langan veg til þess að vinna að einu sameiginlegu markmiði, frelsun Noregs undan oki nazismans, og þótt agi væri strangur var gagnkvæmur skilningur og vinátta ríkjandi milli yfirmanna og undir- manna. Flugsveitin var fullskipuð um þrjú hundruð manns og hélt til Halifax þar sem beðið var eftir skipsferð, ásamt fleiri fullþjálfuðum hermönnum, sem Framhald á bls. 38. ALFRED HITCHCOCK'S NORTH BYíNORTHWEST GAMLA BÍÓ sýnir á næstunni bandarísku stór- myndina „NORTH BY NORTHWEST“, sem hinn frægi leikstjóri Alfred Hitchcock hefur gert fyrir M G M kvikmyndafélagið. Mynd þessi segir frá manni, sem veit að setið er um líf hans, en hann hefur ekki hugmynd um hverjir það eru. Hann flýr borg úr borg en getur ekki hrist þessa ókunnu fjendur af sér, og það er sífellt verið að gera til- raunir til þess að myrða hann. En margt er öðru- vísi en það virðist vera í fyrstu, eins og alltaf í myndum Hitchcock er spennan og stígandin mikil, og ekki er ósenni- legt að sumir áhorfendur hafi fengið gæsahúð í lokin. Með aðalhlutverk í myndinni fara þau: Gary Grant, Eva Marie Saint og James Mason. Gary Grant leikur Roger Thornhill, manninn sem er ofsóttur. Gary hefur lengi verið í fremstu röð Hollywood- leikara. Hann byrjaði að leika í Hollywood 1931 eftir að hafa leikið í söng- leikjum á Broadway. Hann er nú 58 ára gamall. Eva Marie Saint leikur Eve Kendall, glysgjarna stúlku sem blandast inn í mál Rogers. Eva Saint er fædd í Newark í Bandaríkjunum þann 4. júlí. Hún á fremur stuttan en þeim mun glæsilegri feril að baki. Hún hlaut Oscarsverðlaun fyrir hlut- verk sitt í „On the Waterfront“. James Mason leikur Phillip Vandamm, njósn- ara sem er að eltast við Roger, en hann hefur heldur betur farið manna- vilt. Mason er 53 ára, fæddur í Huddersfield á Englandi. Hann varð heimsfrægur þegar hann lék í myndinni „Seventh Veil“ 1945. Alfred Hitchcock leik- stjóri er löngu orðinn heimsfrægur fyrir mynd- ir sínar. Tvær af eldri myndum hans, „Kona hverfur“ og „Fréttaritar- inn“ báðar frá því fýrir stríð, voru sýndar í Filmía í hitteðfyrra. Af nýrri myndum hans sem hér hafa verið sýndar má minna á: „Vertigo", „Ég játa“ og „Glugginn á bak- hliðinni“. Gary Grant leikur aðal- hlutverkið í „North By Northwest“. Eva Marie Saint leikur aðal kvenhlutverkið. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.