Fálkinn - 07.11.1962, Side 14
Mf«n WiT^Tff CSWTM
AvACiSi JEM AvK
Æ+ VI Æ"+ V^V w v vn V M VI
wKSwltf ZlITliIiESi
Allir sem búnir eru að slíta barns-
skónum muna „ástandsárin“ þegar her-
menn í mosagrænum búningum þrömm-
uðu um stræti og torg og „landinn“
varð að fá bevís til þess að ferðast til
vissra staða innanlands. Bílar sem óku
fyrir Hvalfjörð voru stöðvaðir til rann-
sóknar efst á Kjalarnesi og hjá Þyrli,
Reykjavíkurflugvöllur var bannsvæði
og þaðan flugu flugvélar seint og
snemma til árása á kafbáta óvinanna
er sátu fyrir skipalestum. Loft var
lævi blandið, árekstrar milli hermanna
og borgaranna og milli hermannanna
innbyrðis. Allt bar vott um hverfulleik
þessa lífs. Hinir ókunnu gestir, sem
flestir dvöldu hér gegn vilja sínum leit-
uðu skemmtana þegar færi gafst; her-
lögreglan hafði í mörgu að snúast svo
maður nú ekki tali um vora eigin lög-
reglumenn en kvöld eftir kvöld fylltu
hermenn danssalinn að Hótel ísland,
Oddfellowhúsið og síðast en ekki sízt.
Hótel Heklu. Þar var dansað og þar var
líka slegist oftar og hraustlegar en á
öðrum danshúsum í miðbænum. Og her-
náminu fylgdi aukin atvinna og pen-
ingar. Hver skussi var yfirborgaður og
gerfimenn í flestum iðngreinum urðu
til. „Sjoppur“ spruttu upp eins og gor-
kúlur. Stríðsgróðinn setti margan mann-
inn svo rækilega út af strikinu, að
sennilega líða enn nokkur ár áður en
þjóðin nær sér að fullu og vinnumórall
og peningar halda innreið sína að nýju.
'k
Árla morguns hinn 1. maí 1941 öslaði
skipalest inn Faxaflóa. Gráir skips-
skrokkar klufu hafflötinn, tveir tundur-
spillar sem sigldu í hringi og kráku-
stigum kringum stór skip með dýr-
mætan farm. Skipin komu sunnan úr
hafi, þar sem stóra skipið hafði orðið
fyrir vélarbilun og orðið af skipalest-
inni.
Úlfgrárri næturþokunni létti þegar
skipin þrjú sigldu inn eftir bugtinni og
akkerum var kastáð á ytri höfninni,
eftir sjóferðina frá Halifax í Kanada.
Stóra skipið var SS. Cireassia, stórt
farþegaskip, sem tekið hafði verið til
herflutninga og hingað flutti það
norska flugsveit, fyrstu norsku her-
mennina sem stigu á land á íslandi
í styrjöldinni, og meðal þeirra þrjú
hundruð hermanna sem skipuðu þrjú
hundruð og þrítugustu flugdeild
norska flotans, var einn íslendingur.
Norska flugdeildin gekk á land í
Reykjavík og flutti í braggahverfi
Nauthólsvíkur, sem brezki herinn
rýmdi þá sömu dagana. Ekki var
aðkoman glæsileg, niðurnýddir her-
mannabraggar, götóttir og skítugir svo
að vindar loftsins léku þar lausum
hala ef hvessti og enginn þurfti að
kvíða þorsta innan dyra í rigningu.
Matarílátin fyrsta kastið voru sundur-
skornir benzíndunkar, því matarílátin
lágu í sokknu birgðaskipi einhvers
staðar í Atlantshafinu. Norðmenn hófu
strax endurbætur á húsakynnum í
Efsta myndin er af Nirði Snæhólm í einkennisbúningi norska hersins. Þar fyr-
ir neðan sést hann ásamt konu sinni, Magnhild Hopen. Og neðst stendur hann
við eina af vélum norska sjóhersins. Til hægri: SS. Cireassia, farþegaskipið,
sem tekið hafði verið til herflutninga og flutti fyrstu norsku hermennina til
íslands, þar á meðal Njörð Snæhólm.
Í smmíjþ.?|
'5, . - 2