Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 19
Svalan októberdag gerðust atburð-
ir, sem vöktu ugg í brjóstum manna
hvarvetna um beimsbyggðina. Það
var óþyrmilega stuggað við okkur
i störfum hversdagsins. Ríkisútvarp-
ið framlengdi dagskrá sína til þess
að bíða frekari fregna, en slíkt kem-
ur sjaldan fyrir i þeirri stofnun.
Menn biðu við útvarpstækin milli
vonar og ótta. Gat átt sér stað, að
þriðja lieimsstyrjöldin brytist út með
öllum þeim ógnum og skelfingum,
sem liún mundi leiða yfir heim-
inn? — Lesendur vita án efa við
livaða atburði hér er átt. Skyndilega
syrti i álinn i bdmsmálunum í sam-
bandi við Ivúbu. Kennedy flutti ræðu
sína klukkan liálf tólf eftir íslenzk-
um tíma þennan dag, og eftir henni
að dæma mátti búast við hinu versta.
Margir voru sannfærðir um, að inn-
rás á Kúbu yrði gerð um nóttina,
og þar með var styrjöld skollin á. —
Hver skyldu viðbrögð almennings
hér á landi hafa orðið við þessum
tíðindum? FÁLKINN brá sér i leið-
angur strax daginn eftir að þessi
válegu tíðindi gerðust, og lagði þess-
ar spurningar fyrir fólk á förnum
vegi: Ilvernig leið þér í nótt? Varstu
gagntekinn striðsótta? Svör átta
manna úr ýmsum starfsgreinum
þjóðfélagsins birtast á næstu tveim-
ur siðum, og er fróðlegt að kynna
sér þau. Þau leiða okkur þann sann-
leika i ljós, að enda þótt við Is-
lendingar þekkjum ekki stríð í þess
orðs fyllstu merkingu nema af kvik-
myndatjaldinu, virðast margir sem
fylgjast með daglegum fréttum hafa
verið órölegir og óttaslegnir. Flestir
virðást hafa vonað, að málið yrði
útkljáð með samningum, og þegar
þessar línur eru hripaðar niður, er
allt útlil fyrir, að svo verði. Þar mcð
er hættan vonandi liðin lijá að sinni.
En hvenær kemur sá dagur, að ótti
við styrjöld er svo fráleitur, að mönn-
um kemur liann ekki til Iiugar?
í VPD
11
24
Hver eru viðbrögð þín við vaxandi striðshættu? — FÁLKINN
spurði félk á förnum vegi um þetta daginn eftir að Kennedy
flutti ræðu sína urn Kúbumálið