Fálkinn - 07.11.1962, Síða 34
Óhæfa
Framhald af bls. 32.
fara til læknis eða neitt, hangir bara
inni og skammast við mig. Svo kom
Lára frænka um daginn og mamma
fór að tala eitthvað voðamikið við hana
frammi í eldhúsi en ég heyrði samt til
þeirra í gegnum hurðina eftir að Lára
opnaði hana. Hún sagði „Þú getur sjálfri
þér um kennt, það var engin hæfa
hvernig þú lést við Tryggva, meðan
hann stjanaði við þig eins og kornabarn.
Það er mesta furða að hann hafi hangið
svona lengi hjá þér, þessi stúlka hefur
komið fyrir hann vitinu“. Svo kvaddi
hún og fór, en mamma sat grátandi eftir
í eldhúsinu. Eg fer oft til pabba þegar
ég er búin í skólanum, ég veit hvar
hann vinnur og líka hvar þau Kristín
eiga heima en þangað hef ég ekki komið
enn. Ég sakna pabba ægifega mikið og
leiðist hræðilega heima síðan hann fór,
en hann segir að kannski fái ég að vera
hjá honum seinna, heldur þú það?
Mamma segir að þetta sé allt þessari
bölvaðri berjaferð að kenna. Ég skil
það nú ekki, en þú? Kærar kveðjur
vonast eftir svari fljótlega, mér leiðist
svo hræðilega.
Sigríður Tryggvadóttir.
Gamli kennarinn sat alveg dolfallinn
eftir þennan lestur, ekki er nú öll -vit-
ieysan eins varð honum að orði. Svona
voru þessir borgarkrakkar. Aldrei gátu
þau sagt neitt af viti, þeð gerðist aldrei
neitt merkilegt hjá þeim. Hann skrifaði
efst á bréfið. „Óhæf til flutnings".
Með iiorskuni
Framhald af bls. 15.
Um þetta leyti var flugskóli Viggo
Wideröe, sem starfræktur var við Inger-
strand í Oslófirði, mjög rómaður. Flug-
vélar Wideröe flugu með farþega til
fjölmargra staða og fóru í sjúkraflug.
í þennan flugskóla innritaðist Njörður
að loknu árinu hjá Eðvald Bóassyni og
hóf nú reglulegt flugnám, bóklegt og
verklegt.
Allar voru flugvélarnar á bátum og
voru helstu tegundirnar Waco F, Stin-
son, Bell Anca, Klemm og síðar Norge,
flugvélar sem smíðaðar voru í Noregi.
|]Sruð þér áakrifandi að Fálkanura? I
GEaaa
Ef svo er ekki bá er símandiaerið
1221o og þér fáið blaðið sent
um hæl.
34 FÁLKINN
Við Wideröesflugskólann lauk Njörður
A-prófi og hugðist gerast atvinnuflug-
maður, Þá sem nú, var flugnám dýrt
og peningar frá íslandi lágu ekki á
lausu enda „Gjaldeyrisnefndin“ á Fróni
ekkert lamb við að leika. Svo fór
að engin yfirfærsla fékkst að heiman
og þar með var draumurinn um flug-
mennsku að engu orðinn að sinni.
Við Wideröesflugskólann kynntist
Njörður ýmsum ágætismönnum, sem
hann átti eítir að vinna með í stríðinu.
Þegar séð varð að ekki varð um frek-
ara flugnám að ræða að sinni sneri
Njörður aftur til Nittedal. Þangað hafði
árið áður komið ung stúlka frá Þránd-
heimi, ungfrú Magnhild Hopen. Þau
giftust 1939.
Að ráði Eðvalds Bóasonar hætti
Njörður við loðdýraræktina, enda séð
fyrir enda gróðavonar á minkum og
refum í bili. Hann skrifaði Agnari
Kofoed-Hansen, sem var nýorðinn lög-
reglustjóri í Reykjavík, og sótti um starf
sem lögreglumaður. Svar barst um hæl.
Hinn 7. marz kvaddi Njörður konu
sína og nokkurra vikna gamlan son og
steig um borð í gamla Lagarfoss á leið
til íslands.
Það hafði orðið að ráði, að eigin-
konan og sonurinn yrðu r en kæmu
með næstu ferð og þá yrði Njörður
búinn að útvega húsnæði í Reykjavík.
En margt fer öðruvísi en ætlað er og
sex löng ár liðu unz þessi unga fjöl-
skylda fékk að njóta samvistanna á ný.
Lagarfoss kom við í Kaupmannahöfn
á heimleiðinni og er skipið var statt
suður af suðurodda Noregs, varð á vegi
þess stórt hvalveiðimóðurskip þýzkt og
stefndi í norður. Síðar kom í ljós að
þetta skip hafði nokkur þúsund þýzkra
hermanna innanborðs, sem gerðu árás
á Narvík tæpum mánuði síðar.
Eftir komuna heim til íslands hinn
fyrsta apríl, sótti Njörður námskeið
fyrir lögreglumenn. Styrjöldin hafði er
hér var komið sögu staðið í sjö mánuði,
stóratburðir, miðað við það sem síðar
varð, höfðu fáir skeð og stórveldin stóðu
andspænis hvort öðru grá fyrir járnum
og átök áttu sér stað á hinum fornu
vesturvígstöðvum frá heimsstyrjaldar-
árunum fyrri.
Flestir bjuggust við að einnig í þessu
stríði myndi Norðurlöndunum verða
þyrmt. Það kom sem reiðarslag, er frétt
um árás Þjóðverja á Noreg og Dan-
mörku barst hingað til lands að morgni
hins 9. apríl. Danir snerust fyrst til
varnar en voru bugaðir og gáfust upp
innan sólarhrings, enda erfitt að hindra
framsókn vélaherdeilda Hitlers á jafn
greiðfæru landi. Við innrásina til Noregs
biðu innrásarsveitir Þjóðverja hins veg-
ar hið mesta afhroð. Virki í Oslófirði
skutu niður þýzk herskip og herflutn-
ingaskip. Norðmenn, sem voru eins og
Danir óviðbúnir árás, sneru til fjalla
og vörðust þar vasklega. Bílstjórar, sem
þýzki herinn neyddi til þess að aka
herflutningavögnum hlöðnum þýzkum
hermönnum og vopnum, óku fyrir björg
og fórnuðu þannig eigin lífi fyrir ætt-
jörðina. En hinir hraustu hermenn frið-
samrar þjóðar stóðust slagkrafti þýzka
herveldisins ekki snúning er til lengdar
lét og konungur, ríkisstjórn og hluti
hersins komst undan til Bretlands.
Það fer ekki á milli mála, að þungar
hugsanir hafa sótt að hinum verðandi
lögreglumanni, sem átti eiginkonu sína
og son ungan á þeim stöðvum er stór-
kostlegur hernaður átti sér stað. En
kannski komu þessar fréttir honum ekki
alveg á óvart. Njörður hafði alla tíð
verið berdreyminn og rétt fyrir brott-
förina frá Noregi dreymdi hann loft-
árás á Osló. Hann ákvað þá með sjálf-
um sér að skyldi svo fara, myndi hann
leggja sitt lóð á vogarskálar til þess
að þeirri árás mætti verða hrundið.
Og enn gerðust örlagaþrungnir at-
burðir og nú heima hjá oss sjálfum:
Hinn 10. maí að morgni öslaði brezk
flotadeild inn á Reykjavíkurhöfn, her
gekk á land, ísland var hernumið.
Við þessa atburði riðlaðist öll áætl-
unin um fjölgun í lögreglulið Reykja-
víkur; var slegið á frest og námskeið-
inu hætt.
Njörður fékk fljótlega vinnu við að
aka bíl hjá Pípuverksmiðjunni. Brátt
leið að því að öll mótspyrna var brotin
á bak aftur í Noregi og um leið hófst
flótti ungra og vaskra manna þaðan,
beinlínis í því augnamiði að komast í
hinn útlæga her frjálsra Norðmanna.
Hingað til lands komu nokkrir bátar
með flóttamenn og er líða tók á sumarið
hitti Njörður æ fleiri þeirra, þar á meðal
tvo gamla kennara sína frá flugskóla
Wideröes, þá Alf Hiort flugmann og
Tom Fidjerland.
Hann var nú ákveðnari en nokkru
sinni fyrr í því að ganga í norska her-
inn og er hann frétti að í Kanada væri
komin á laggirnar norsk þjálfunarstöð
og flugdeild skrifaði hann til norsku
herskráningarskrifstofunnar í London
og sótti um inngöngu. Njörður var þó
vondaufur um að umsóknin yrði tekin
til greina því hann var íslendingur og
hafði ekki herþjálfun að baki. En svar-
ið kom innan tíðar; skeyti sem barst
7. október og tilkynnt að hann ætti að
fara áleiðis til Kanada með skipi þrem
dögum síðar.
Gufuskipið Inger Lise var norskt,
2500 smálesta skip og fór frá Reykja-
vík 10. október áleiðis til Sidney á Nowa
Scotia. Tveir fyrrgreindir flugliðar voru
einnig farþegar á leið til sama ákvörð-
unarstaðar, þjálfunarstöðvarinnar „Litla
Noregs“ í Toronto. Inger Lise hreppti
hið versta veður síðarihluta leiðarinn-
ar og tafðist af þeim sökum, en vegna
kafbátahættunnar var siglt norður
undir Grænlandi. Njörður og félagar
hans héldu áfram ferðinni til Toronto
fljótlega eftir komuna til Sidney og
þar skildu leiðir þeirra að sinni.
Þeir Hiort og Tom tóku þegar til
starfa í flughernum, enda búnir að
undirgangast nauðsynlega herþjálfun
áður.
Um þetta leyti barst Nirði bréf með
þeim upplýsingum, að kona hans og