Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 9

Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 9
inn sem lauk 3:1 fyrir okkur, en seinni hálfleik spilaði hann úti og breytti stöðunni. — Þeir unnu með tveggja marka mun. — Árið eftir lék ég svo með í þessu móti ásamt Dagbjarti Hannessyni, en þeir voru eitthvað að fetta fingur út í að við værum of ungir. — Árið 1946 tókuð þið svo þátt í meistaraflokkskeppninni? — Já og höfum verið þar síðan. — Þú hefur þá spilað á móti Akra- nesliðinu þegar þú varst með Fram? — Já þau árin. Fyrst fannst mér það nokkuð óviðkunnanlegt, en núna sé ég ekkert eftir því. Þeim þótti þetta skrítið uppfrá að ég skyldi vera að þessu og kölluðu það þroskaleysi. í mínum aug- um hefur það aldrei verið þroskaleysi að keppa í íþróttum við nokkurn mann. — Hefur þú lagt stund á handbolta? — Já bæði á Akranesi og svo eins hér, þegar ég var með Fram, en ég held það sé mjög óheppilegt og sér- staklega fyrir markmann. Ég ráðlegg þeim eindregið sem eru í knattspyrnu að fást ekkert við handboltann. — Hvenær varst þú fyrst valinn í landsliðið? — Árið 1946 var ég varamaður í lið- inu gegn Dönum. Ég var þá enn á Skag- anum og fékk ekki að spila neinn leik við Danina, því sem Skagamaður komst ég ekki í Reykjavíkurúrvalið. Mér eru þessir leikir minnisstæðir fyrir eitt. Þegar. Danir unnu landsliðið 3:0 sögðu blöðin. að þrek- og úthaldsleysi hefði einkennt leik íslendinganna, en fjórum eða fimm dögum seinna þegar Úrvalið vinnur, þá segja þau, að land- inn hafi borið af með þrek og úthald. Þó hafði engin æfing verið milli þess- ara leikja. Svona getur þetta verið. — Og svo lá leiðin suður í Fram? — Já ég fór suður til að læra húsa- málun, en áður en það mátti verða, gekk ég undir læknisaðgerð á Landa- koti, var skorinn burtu liðþófi og þegar ég hafði náð mér hófust æfingarnar með Fram. — Hvað kom til að þú gekkst í Fram? — Ég kynntist þeim fyrr en í hinum félögunum og þetta kom eiginlega af sjálfu sér. Fyrsti leikur minn með Fram var gegn ensku liði sem hingað kom og hét Qeens Park Rangers. Mér er það minnisstætt við þennan leik, að mér tókst að skora það eina mark sem sett var hér hjá liðinu. Þetta ár vann Fram íslandsmótið og ég varð íslandsmeist- ari í fyrsta sinn. Síðan hafa liðið fimmt- án ár þar til Fram tókst að vinna þetta mót aftur. Á þessum fjórum árum sem ég var með Fram held ég, að við höfum unnið Reykjavíkurmótið þrisvar. Eitt mótið man ég, að við unnum með tólf mörkum gegn einu. — Á þessum árum lékstu stöðu hægri útherja.? — Nei aðeins í landsl. 1947 við Norð- menn. í landsleiknum við Finna 1948 var ég innherji. Þá skoraði ég mitt fyrsta mark eða mörk í landsleik því þau voru tvö. — Hvernig er að gera mark? Er það ekki skemmtiieg tilfinning? — Það er nú nokkuð misjafnt eftir þvi hvers eðlis markið er. Það er lítið gaman að gera klúðursmark, en það sem kallað er hreint mark, það er skemmtileg tilfinning og hápunktur í leik hjá framspilurum. Skemmtilegustu mörkin eru fyrsta markið, sem sett er í leik. Það verkar mjög örvandi á mann, eða mark sem jafnar leik, að maður nú ekki tali um sigurmark. Það er mjög mikið atriði að vera fyrri til að skora því þægilegra er að halda forskoti held- ur en vinna það upp. í þessu sambandi man ég eftir einum leik í íslandsmót- inu 1951 gegn Val. Valsmenn léku mjög vel og sterkt enda höfðu þeir yfir í hálfleik tvö mörk. Þetta tókst okkur að vinna upp í seinni hálfleiknum og höfðum í leikslok einu betur, en það var mjög erfitt. — Hvenær fórst þú fyrst utan til keppni? — Það var árið 1949, þá með K. R. þótt ólíklegt megi virðast. K. R. fór 9 FALKIK'M

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.