Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Síða 15

Fálkinn - 07.11.1962, Síða 15
Camp Corbett í Nauthólsvík, og þar á meðal var aðstoðarflugmaður á Northrop flugvél en jafnframt vél- byssuskytta og flugleiðsögumaður, ís- lendingurinn Njörður Snæhólm. Fæddur er Njörður Snæhólm að Sneis í Laxárdal í Húnavatnssýslu 4. júlí 1917 sonur hjónanna Elínar Guðmundsdóttur ættaðri úr Önundarfirði og Halldórs Halldórssonar Snæhólm. Þau bjuggu nokkur ár að Sneis en hættu búskap þar og fluttu til Blönduóss. Nokkrum árum síðar fluttu þau til Akureyrar og bjuggu í Glerárþorpinu og þar ólst Njörður upp til sextán ára aldurs, er hann lagði land undir fót og fór suður. Hann hafði þá þegar verið til sjós, eina vertíð í Hrísey og tvær á Grenivík. Þegar suður kom fór Njörður á vertíð í Vestmannaeyjum. Hann hafði snemma áhuga fyrir flugi, gerist félagi í Svif- flugfélaginu og lærði undirstöðuatriði fluglistarinnar undir stjórn Agnars Kofoed Hansen, sem þá var nýkominn frá flugnámi ytra. Þetta voru allt ungir og áhugasamir menn, og þeir æfðu flug- ið og lögðu hart að sér. Tæki voru af skornum skammti en áhugi og dugn- aður því meiri og þeir fóru upp á Sand- skeið eða upp að Kjóavöllum hverja stund sem gafst, og snemma árs 1937 tóku Njörður og fimm félagar hans A- próf í svifflugi, þeir fyrstu hér á landi Um þessar mundir var loðdýrarækt álitin mikill gróðavegur hér á landi, enda minkar nýlega fluttir til landsins og silfurrefabú stofnsett víðs vegar og hugðu margir gott til. Fátt var hér hins vegar sérfróðra manna um þessa hluti og norskir refahirðar hér í hávegum hafðir og eftirsóttir. Njörður ákvað að fara til Noregs og læra loðdýrarækt. Hann hélt utan síðsumars 1937 og réðst til vistar hjá íslenzkum stórbónda í Noregi, Eðvald Bóassyni, sem rak stór- bú í Nittedal, skammt frá Osló. Þarna skyldi pilturinn vera eitt ár, kynnast norskum landbúnaði og landsháttum og læra málið. Ekki var flugáhuginn samt þar með úr sögunni og næsta sumar fór Njörður enn í svifflugið og nú í Frederikstað, þar sem hann lauk B-próf- inu. Framh. á bls. 34 „Það hafði orðið að ráði, að eiginkonan og sonurinn yrðu eftir i' No- egi, en kæmu með næstu ferð til íslands og þá yrði Njörður búinn að útvega húsnæði í Reykjavík. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og sex löng ár liðu, unz þessi ungkonan og sonurinn yrðu eftir í Nor- anna á ný . . . . “ FÁLKINN ræðir við Njörð Snæhólm

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.