Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 28

Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 28
Þegar jiV/.ka . . . Framhald af bls. 17. verjar gætu við nokkuð ráðið. Ýmist bar hann við svartan himin ellegar sökk í öldudalina, þeyttist áfram svo skipverjar áttu fullt í fangi með að beina að honum ljóskösturunum. Það var sýnt að Þjóðverjarnir mundu aldrei komast að togaranum af eigin ramleik. Og brátt mundi báturinn hverfa í sort- ann. Nú var þörf á skjótum aðgerðum. Hvert andartak gat kostað mörg manns- líf. Ólafur Ófeigsson hikaði ekki heldur eitt andartak. Hann lét keyra skip sitt áfram og gaf stuttar markvissar skip- anir. Skipverjar héldu niðri í sér and- anum. Það virtist óðs manns æði að ætla sér að sigla togaranum að bátnum í þungum sjó og náttmyrkri. Jafn- vel þótt hægt væri að elta uppi bátinn í myrkrinu. voru mestar líkur á því að hann mundi brotna upp við síðu tog- arans og bátverjar týna lífinu. Togar- inn var fullhlaðinn og þungur í vöfun- um, hér þurfti ýtrustu nákvæmni. Ólafur gaf mönnum sínum skipun um að standa klárir á dekkinu. Nú voru nokkrir tugir faðma milli bátsins og togarans. Andartak barst báturinn upp á háan öldutopp, Ólafur sætti lagi og keyrði togarann að bátnum. Og hér skeikaði engu. Báturinn straukst við borðstokk tog- arans. Þjóðverjarnir stukku um borð í hendingskasti. Á næsta andartaki var báturinn horfinn. Nú var röðin komin að Þjóðverjun- um að dást að snilli íslendingsins. En var þetta ekki slebilukka? Voru nokkr- ar líkur til þess að jafn giftusamlega tækist til með bátana þrjá sem eftir voru. Var hægt að búast við að þvílík heppni endurtæki sig? Ólafur átti eftir að sýna þeim að hér var annað og meira en heppni og stráka- lukka. Á tveimur klukkustundum tókst honum þannig að innbyrða alla skipbrotsmennina án þess að nokkur brákaðist. Síðasta björgunarbátinn tóku þeir meira að segja um borð í „Haf- stein“ í öryggisskyni, því nú hafði fjölg- að um borð svo um munaði. Yfirmennirnir á „Bahia Blanca“ voru brátt samankomnir upp í brú á „Haf- steini“, sjómennirnir bjuggu um sig þar sem rúm var. Allir voru heilir á húfi, jafnvel tveir kettlingar sem skipsbrots- menn höfðu haft með sér. Þjóðverjarnir áttu varla nógu sterk orð til að lýsa aðdáun sinni og þakklæti. En hér var enginn tími til að halda skálaræður. Þögult handtak og örfá orð voru látin nægja. Klukkan var á sjöunda tímanum. Ennþá blikuðu ljósin á „Bahia Blanca“ í myrkrinu. Sohst skipstjóri virti kvíðafullur fyrir sér skipið sem hann hafði yfirgefið síðastur manna. Brezkra herskipa var von á hverri stundu. Ætluðu örlögin að haga því svo kaldhæðnislega að skipið félli þrátt fyr- ir allt í hendur Breta? Hann hafði að vísu opnað fyrir botnventlana í ör- yggisskyni, en hvað ef þeir hefðu verið gerðir óvirkir í höfninni í Rio de Ja- neiro? Sohst biður Ólaf að doka við á staðnum. Það er þó ekki hættulaust með öllu. Fyrr en varir gæti brezka herskip- ið ,.Berwick“ verið komið á staðinn. Og hver veit nema Bretar heimtuðu Þjóð- verjana framselda í skjóli fallbyssna? Ólafur er síður en svo hlynntur hern- aðarstefnu nazista og hann leggur líf sitt í hættu með að flytja Englending- um fisk. En honum þykir það samt sem áður heldur óhreystilegt ef Bretar eða Frakkar hrifsuðu af honum menn- ina sem hann hafði bjargað þessa nótt. Hann vill komast sem fyrst inn í ís- lenzka landhelgi. Og þar er Sohst skip- stjóri sammála honum, þótt hann beri nokkurn kvíðboga fyrir örlögum „Bahia Blanca“. Hann yrði að vísu ekki hengd- ur, þótt hann kæmi slyppur heim til Þýzkalands og hefði misst skipið í hend- ur óvina. En smánin gat orðið sárari refsing. Brátt er bundinn endir á hugleiðingar skipstjóranna í bili. Skyndilega slokkna öll ljós á „Bahia Blanca“. Annaðhvort hefur skipið sokkið á augabragði eða sjórinn náð ljósavélinni. Það er ekki lengur til setunnar boðið. „Hafsteinn“ snýr við og keyrir nú á fullri ferð í áttina að Látrabjargi. Þangað er stytzt í landhelgi. Þaðan er siglt suður með landi. Brezka herskipið kom á vettvang. En þá var „Bahia Blanca“ horfið sjónum. Varðskipið „Ægir“ hélt einnig áfram för sinni á staðinn. Skipverjar sáu ekki annað en brak á sjónum, þögult vitni um örlög skipsins sem hafði smogið gegnum þéttriðið net óvinaskipa alla Teið sunnan úr Brasilíu en síðan orðið hafísnum að bráð vestan við ísland. Um borð í „Hafsteini“ eru skipbrots- mönnum búnar beztu móttökur sem föng eru á. Þar er þó þröngt á þingi og ekki laust við að finna megi að togarinn hafi þyngzt við hina óvæntu mann- fjölgun. Þjóðverjunum er borið rjúk- andi heitt kaffi og gnægð af brauði, smjöri og áleggi. Þeir taka óspart til matar síns eftir volkið. Meðal þeirra eru tveir unglingar, annar þeirra vart eldri en 14 ára. Hann situr við hliðina á Sohst skipstjóra .Um borð í „Bahia Blanca“ höfðu Þjóðverjarnir sparað við sig sykurinn, minnugir þess ástands er ríkti nú heima fyrir hjá þeim. Drengur- inn þóttist nú hafa komizt í feitt. Hann rétti út höndina eftir kúfuðu sykurkar- inu. Sohst skipstjóri lítur til drengsins án þess að mæla orð af vörum. Augna- ráðið nægir. Drengurinn kippir að sér hendinni án þess að snerta sykurinn. Ólafur skipstjóri verður þess var, hér er hann gestgjafi og ýtir sykrinum að drengnum. Sohst kinkar kolli og dreng- urinn mokar óspart í kaffið. Hér skyldi ekkert til sparað meðan Ólafur ræður. Síðar meir gengur Ólafur fram á drenginn þar sem hann húkti gegn- drepa úti á þilfarinu. Hann dreif dreng- inn inn í káetu sína, lét hann hátta ofan í koju og bjó um hann sem bezt. Það var ekki laust við að sumir Þjóðverj- anna væru sjóveikir, svo voru viðbrigð- in mikil að koma um borð í lítinn tog- ara eftir vistina á stóru flutningaskipi. „Hafsteinn" sigldi nú rakleitt til Hafnarfjarðar og þar er staddur á bryggjunni dr. Gerlach, þýzkur ræðis- maður í Reykjavík. Skipbrotsmenn hafa sig í land og þökkuðu Hafsteins- mönnum. Sjálfir höfðu þeir litla við- dvöl, en héldu áfram ferðinni til Eng- lands með aflann. Þjóðverjarnir urðu harla fegnir því að hafa fast land undir fótum á ný og VELJIÐ CERTINA og þér eignizt úr sem þér getið treyst. Certina úrin eru gangviss 1 og þau eru falleg, höggþétt, vatns- þétt og hafa óbrjótanlega fjöður. Árs ábyrgð fylgir. CERTINA 28 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.