Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Síða 13

Fálkinn - 07.11.1962, Síða 13
sagði bara „já“ við þessu, en mér sýnd- ist hún brosa rétt á eftir, þá sá ég að pabbi horfði á hann í speglinum.Ég held að hún hafi bara brosað til hans. Svo komum við að berjalandinu og mamma skipulagði allt eins og hún er vön. Hún ætlaði að fara á undap og finna gott berjaland en við áttum að ganga á eftir og bera dótið. Við urðum samt að ganga lengi án þess að hún fyndi góðan stað. Við vorum mjög þreytt því þetta var svo mikið dót. Það var nefnilega ekki bara brúsarnir sem við ætluðum að tína í, heldur líka nestið og teppi fyrir mömmu svo henni yrði ekki kalt, (hún þolir ekki kulda), peysur fyrir hana og trefill. Við sáum tæplega til að ganga, svo miklu var hlaðið á okkur. Þá kom- úm við að illfærri skriðu og pabbi sagði að við kæmumst aldrei yfir hana og ég held að það hafi verið satt hjá honum. En mamma fullyrti að þarna fyrir handan væri gott berjaland, hún sagðist hafa farið hérna einu sinni þegar hún var barn og þá var nóg af berjum þar. Pabbi sagði að það gæti vel verið búið að tína þau öll síðan. Þá leit hún svo reiðilega til hans að ég þorði ekki einu sinni að brosa. Mamma settist nið- ur, en lét mig breiða teppi undir sig áður og sagðist hvergi fara nema þarna. Ég var nú samt mest hissa á því að hún skyldi ekki verða veik eins og venjulega þegar hún vill að pabbi geri eitthvað sem hann vill alls ekki gera. Kannski hefur verið of kalt fyrir hana að verða veik þarna? Eftir dálitla stund varð pabbi að styðja hana yfir skriðuna en við Kristín biðum eftir honum. því hann varð að hjálpa okkur með dótið. Við vorum báðar þreyttar, og því fegn- ar hvíldinni. Hún sýnir mér nokkur blóm sem uxu þarna og sagði mér hvað þau hétu. Hún varð hissa þegar ég vissi það ekki, en ég sagði henni að mamma vildi helzt að pabbi væri heima um helgar til að hjálpa henni við húsverkin, því mamma þyldi ekki að skúra gólf eða þvo þvotta, hún er svo veik fyrir hjartanu. Þess vegna förum við eigin- lega aldrei neitt nema í bíó. Hún spurði mig ekki um fleira en horfði einkenni- lega á mig. Hún var ósköp róleg og fór að syngja fyrir mig fallegan söng um fugla, blóm og ber, ég hef stundum heyrt það í útvarpinu. Þegar hún var að syngja komu pabbi og mamma aftur, og pabbi sagði að þau hefðu engin ber fundið, en mamma sagði ekki neitt, en leit reiðilega á Kristínu. Þá tók pabbi að sér að finna gott berjaland. Við urð- um að ganga dálítinn spöl niður eftir, en þá fundum við loksins nóg af berjum. Þá sagðist mamma vera orðin svo þyrst og þreytt eftir allt erfiðið, að hún vildi að við færum að drekka. En pabbi vildi heldur að við tíndum dálítið fyrst, kaffið smakkaðist þá miklu betur. Það vildi mamma ekki heyra nefnt. Pabbi sagði þá að hún gæti fengið sér sopa ein, við hin myndum svo drekka á eftir. Mamma sagðist aldrei geta drukkið kaffi ein, það er auðvitað ekki satt, því á daginn þegar pabbi er að vinna, fær hún sér alltaf kaffi. Það varð úr að við fórum að drekka, en rétt þegar við vorum að verða búin, kom eitthvert fólk og fór að tína rétt hjá okkur. Mamma varð alveg bálreið og sagðist fara eins og skot héðan og sagði pabba að hann yrði að finna annað berjaland í hvelli. En hann sagði að hálfur dag- urinn hefði farið í þetta og hann færi ekki lengra. Hann minntist ekkert á það að við hefðum verið búin að tína heilmikið ef við hefðum ekki byrjað á því að drekka og anað á eftir mömmu í ófæruna áðan. Samt þorði hún ekki að segja neitt og við fórum öll að tína. Mamma var sú eina sem var með tínu, því hún vill alltaf vera fljótust af öllum og þykjast gera mest, en við hin höfðum bara hendurnar. Mamma var ekki í námunda við okkur, hún hélt að hún tíndi meira, ef hún væri út af fyrir sig. Ég flýtti mér líka að tína því berin voru stór og falleg og gaman að tína þau. Allt í einu kallaði hún í mig og spurði mig um pabba, en ég hafði ekkert tekið eftir honum. Ég var bara að flýta mér að tína, sagði ég við hana en hún tók varla eftir því. Hún var upptekin af því að skima eftir pabba og Kristínu. Hún spurði mig ekkert um hana, en hún sást hvergi. Svo skipaði hún mér að leita að pabba, og ég hlýddi með ólund, því hvað er gaman að fara á berjamó, ef maður er rekinn burt, rétt þegar maður er byrjaður að tína? Ég fór af stað, en strax og ég hélt að mamma sæi mig ekki beygði ég mig niður og hélt áfram að tína. Allt í einu kallaði hún í mig og varð alveg öskureið, og sagðí mér að fara strax, en rétt í því kom pabbi labbandi í áttina til okkar. Hún spurði hvar hann hefði verið, hann benti í sömu átt og hann kom úr og sagði „bara að tína“, þá spurði hún hann ekki meira. Svo sagðist hún vilja fara heim, henni væri svo kalt, að hún væri viss um að hún væri að veikjast. Pabbi sagði þá að hún skyldi bara bíða inn í bíln- um, hann gæti klætt hana í peysu og vafið hana inn í teppið. En hún sagðist vera svo hrædd við að vera ein í bílnum, hún gæti dáið af kolsýring, alein og hjálparlaus. Það gat vel riðið á lífi henn- ar, að hún kæmist heim strax. Pabbi sagði að ég gæti vel verið hjá henni í bílnum, þá væri hún ekki ein meðan hann væri að fylla brúsana. Þá fór hún að gráta og sagði að hann mæti berin meira en hana, og hún myndi deyja fyrir þessi vesölu ber. Svo hné hún niður, og grét hátt, fólkið í kring var farið að gefa okkur auga og Kristín var allt í einu komin og spurði hvað væri að. Svo varð pabbi að bera mömmu að bílnum, því hún gat ekki stígið í fæt- urna, en við Kristín urðum að bera allt dótið. Það var voða þungt fyrir mig. Þó tók Kristín langmest, enda var hún dauðþreytt loksins þegar við komum að bílnum. Pabbi ætlaði þá að leggja mömmu í aftursætið en þá sagðist hún hafa náð sér svo að hún treysti sér alveg til að sitja við hliðina á honum í fram- sætinu. Þá gæti hún líka fengið stuðning frá honum ef hún þyrfti. Pabbi svaraði þessu engu en breiddi ekki teppið yfir hana eins og hann var vanur, hún hef- ur bara ekki viljað að við Kristín sætum hjá honum. Ég varð að breiða teppið yfir mömmu, því án þess gat hún ekki verið. Alla leiðina heim þögðum við, mamma var of veik til að geta talað. Pabbi horfði stöugt í spegilinn á Krist- ínu. Ég sá að hún tók eftir því en nú brosti hún ekkert. Þegar við komum heim bar pabbi mömmu ekki út úr bíln- um, en fór strax að bera upp dótið. Kristín hjálpaði honum, ég varð að styðja mömmu upp til okkar, og hún hvíldi svo þungt á mér upp stigana að ég stóð varla á löppunum. Kristín kvaddi okkur kurteislega við dyrnar hjá sér. Við pabbi tókum undir kveðj- una en mamma sagði ekkert. Hún fór beint í rúmið og vildi hafa mig inni hjá sér, mér dauðleiddist auðvitað en þorði samt ekki öðru. Pabbi hringdi á helgidagalækni án þess að tala við mömmu. Ég var rekin út þegar hann kom, samt heyrði ég að hann sagði eitthvað um það að hann hefði nóg að gera við að sinna sjúkum, þó að hinir væru ekki að ónáða hann líka. Þegar pabbi spurði hvað hann ætti að borga, var hann bara reiður og sagðist ekkert Framhald á bls. 32. hann dæmdi söguna FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.