Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 29

Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 29
þurftu ekki lengur að óttast óvinahern- að. ísland var hlutlaust ríki og hugðu þeir að ekki liði á löngu áður en þeir kæmust til heimkynna sinna. En styrj- öldin hafði nú breiðzt út til fleiri landa og samgöngur stopular. Allt virtist benda til þess að þeir yrðu að una hag sínum á þessum ókunnu slóðum enn um sinn. Og þeir komust brátt að því að hér ríkti engu síður lífsgleði og fjör en suður í Ríó þótt norðar væri á hnett- inum og allt heldur fábrotnara. Kven- fólkið var svipað um alla innréttingu og heldur tilkippilegra ef nokkuð var. Skipbrotsmönnunum var tekið eins og tignu aðalsfólki í fyrstu, ungu stúlk- urnar höfðu ekkert á móti því að hnippt væri í þær í skuggasælu skoti og nú lifnaði jafnvel glóð í æðum þeirra sem eldri voru. Sextíu útlend- ingar í þrjátíu þúsund manna bæ settu óneitanlega dálítinn svip á bæjarlífið. Og það leið ekki á löngu áður en lög- reglan varð að gera sínar ráðstafanir. Lögreglustjórinn var ungur maður, Agnar Koefod-Hansen, aðeins 24 ára að aldri' og nýskipaður í embætti. Þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar hér var komið sögu gerzt forvígismaður í sögu þjóðar sinnar og hafði auk þess kynnt sér lögreglumál í Þýzkalandi og Danmörku. Brátt komst sá orðrómur á kreik að skipbrotsmennirnir af „Bahia Blanca“ væru ekki allir þar sem þeir voru séð- ir. Þeir voru ekki venjulegir sjómenn sem lent höfðu í lífsháska. heldur dul- búinn innrásarlýður, búinn ýmiskonar leynivopnum, þrautþjálfaðir í skæru- hernaði og leifturárásum. Þjóðverjar hefðu smyglað þeim inn í landið til að taka völdin í sínar hendur þegar stund- in rynni upp. Yfirvöldin íslenzku vildu hafa vaðið fyrir neðan sig. Um líkt leyti komst það upp að leynileg sendi- stöð var starfrækt í Reykjavík og þaðan sendar ýmsar tilkynningar á dulmáli. Stöðin var miðuð upp og reyndist vera til húsa í Túngötu 18, bústað þýzka ræðismannsins, dr. Gerlach. Doktorinn var æstur nazisti og vann leynt og ljóst að framgangi stefnunnar á íslandi, þótt honum yrði lítið ágengt. Hann var læknir að menntun en hafði snúið baki við grein sinni og gengið í utanríkis- þjónustuna, helgað sig þýzku þjóðernis- stefnunni algjörlega. Hann starfrækti nazistískan félagsskap meðal Þjóðverja á fslandi og lagði ríkt á við alla að ganga fram í brennandi andanum fyrir hinum stór-þýzka málstað. Tveimur árum áður hafði þýzka stjórnin seilst til ítaka og áhrifa á ís- landi en nefnd manna var send frá Lufthansa til þess að semja við ís- lenzku stjórnina um flugvallarréttindi á íslandi. fslendingar höfðu vísað al- gerleg'a á bug allri ásælni Þjóðverj- anna og fóru þeir bónleiðir heim og þóttu hafa farið hina mestu sneypuför. Þeir höfðu farið bónarveg að íslenzku stjórninni í fyrstu en síðan haft í hót- unum, hótað að loka markaði fyrir ís- lenzkar vörur í Þýzkalandi. Þessi för þýzku nefndarinnar og staðföst neitun íslenzku stjórnarinnar vakti alheimsat- hygli á sínum tíma, fram til þessa hafði ekkert smáríki dirfst að setja þýzku útþenslustefnunni stólinn fyrir dyrnar. Það var ekki ósennilegt að Þjóðverj- ar hyggðu nú á að seilast til ítaka á íslandi með öðrum hætti og nú þótti ekki annað fært en vopna reykvísku lögregluþjónana. Jafnframt voru settir sérstakir menn til að hafa eftirlit með ferðum Þjóðverja af „Bahia Blanca“. Leynilögreglumenn höfðu stöðuga gát á öllum ferðum þýzka ræðismannsins og viku aldrei af verðinum. Mönnum voru í fersku minni örlög Danmerkur og Noregs, þau voru nú hernumin af nazistum. Meðan þessu fór fram lifðu skipverj- ar af „Bahia Blanca“ fremur áhyggju- lausu lífi. Þeir bjuggu á þremur gisti- húsum í höfuðborginni. Hótel Skjald- breið, Hótel Heklu og Herkastalanum og lifðu við dýrðlegan fagnað á Hótel ísland hvert kvöld. Fljótlega eftir komu þeirra voru þó settar reglur um ferðir þeirra og þeim bannað að vera á ferli eftir kl. 9 á kvöldin. Þessu hlýddu þeir möglunarlaust, þótt þeim þætti súrt í broti. Sú var þó bót í máli að ræðismaðurinn gat fengið undan- þágu ef sérstakt tilefni var. Þannig gátu þeir skemmt sér eina kvöldstund í bú- stað ræðismannsins með bjargvættum sínum, áhönfinni af „Hafsteini“ er tog- arinn kom heim úr siglingu frá Eng- landi. Urðu þar fagnaðafundir með sjómönnunum. Ólafi Ófeigssyni skip- stjóra var afhent skjal eitt mikið í við- urkenningarskyni fyrir björgunina og ljósmynd af skipbrotsmönnum sem tekin var á tröppum Þjóðleikhússins. Ólafur skipstjóri brá á glens og spurði hinn þýzka starfsbróður sinn hvort skjal þetta mundi koma að notum, ef togarinn yrði fyrir árás þýzks kafbáts. Sohst skipstjóri varð dapur á svip er hann svaraði: „Stríð er stríð.“ Þeir urðu góðir vinir þá fáu daga er þeir voru samtímis í Reykjavík, en Ólafur varð að sækja sjóinn áfram. í maímánuði náði rás heimsviðburð- anna til íslands, heimsstyrjöldin mikla teygði hramm sinn að þessu afskekkta eylandi sem hafði búið við frið í alda- raðir. Það var örlagadagur í íslenzku þjóðlífi þegar brezki herinn gekk á land flestum að óvörum bjartan vor- morgun með vopnaskaki. Og var þá nokkur furða þótt hópur skipbrots- manna yrði einnig að hlíta sínum örlög- um? Þjóðverjar vöknuðu við vondan draum, það er gengið hart um salarkynni, byss- ur á lofti, háværar raddir mæla á enska tungu. máli óvinanna. Skipbrotsmenn- irnir voru gripnir hvar sem þeir náð- ust, einn jafnvel hrifinn úr hlýjum konufaðmi og látinn stara upp í kalt byssuhlaup. Á Hótel Heklu var þeim stillt upp í röð og verðir látnir gæta þeirra meðan þeir voru tíndir upp úr rúminu hver af öðrum. Þar var þjónn á hótelinu \__y Heildsölubirgðir: STERLING H.F. Höfðatúni 10 — Sími 13649 — 11977 sem hlotið hafði ýmsa skráveifu af hendi Þjóðverjanna og taldi sig eiga þeim grátt að gjalda. Hann gat ekki leynt hrifningu sinni er hann sá hvern- ig komið var fyrir hinum óstýrilátu gest- um, hljóp nú að þeim og kallaði sigri hrósandi: „Segið nú Heil Hitler, hel- vítin ykkar!“ Brezku hermennirnir skildu auðvitað ekki nema tvö orð í þessu hrópi mannsins og voru ekki sein- ir á sér, gripu hann og stilltu honum líka upp í röðina með Þjóðverjunum. —- Þó tókst um síðir að leiðrétta þennan misskilning, Bretum var gert ljóst að maður þessi væri einlægur bandamaður þeirra. Var honum þá sleppt. En Þjóðverjar voru reknir ásamt öðr- um föngum fram á bryggju og síðan fluttir í brezk skip. Nokkrir þeirra reyndust þó ekki vera í bænum og var leitað ákaft að þeim út um sveitir. Þrír eða fjórir þeirra höfðu brugðið sér í skemmtiferð austur um sveitir og sátu að kaffidrykkju í Skíðaskálanum á heimleið. Sjá þeir þá bifreið bruna upp að skálanum og út ganga einkennis- búnir menn. Þeir setjast við næsta borð og panta sér kaffi. Þjóðverjar áttuðu sig ekki á því hverjir þar fóru og töl- uðu áfram þýzku. Þá áttaði sig einn Bretinn, spratt úr sæti sínu og hrópaði: „Germans!“ Framhald á bls. 38. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.