Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 31
sjálfsögðu lið sem við er að etja. Ef ein-
hver er sérlega góður, reynir maður
að mæta þeim með ýmsum ráðum.
Setjum svo að þú vitir að bakkarnir
séu fljótari en kantm'enn andstæðing-
anna segir þú við þína menn. Takið þá,
þið hafið þá alveg. Sé haffsentinn seinn,
verða bakkarnir að koma til aðstoðar,
eða annar hliðar-haffinn. Séu haffarnir
fljótari en innherjarnir gildir það sama
um bakkana. Maður verður alltaf að
reyna að valda, fylla uppí skörðin og
mynda sterka heild. Stundum tekst
þetta vel, og allt gengur að óskum, en
oft verða andstæðingarnir sterkari og
þá er ekkert við því að gera annað en
gera sitt bezta. — Annars leggur maður
misjafnlega uppúr ýmsum pörtum
leiksins. Það eru fyrstu mínútur hvors
hálfleiks og svo síðast. Þegar við fór-
um til írlands í sumar var ekki búizt
við miklu. Sex sjö marka munur var
algeng spá. Þá var engin sérstök taktik
ákveðin, önnur en sú að gera sitt allra
bezta — og kannske aðeins meir. Þetta
gekk alveg prýðilega því liðið var vel
samstillt og náði þess vegna góðum
leik. írarnir voru mjög óánægðir með
þennan leik af hálfu sinna mánna og
voru svartsýnir á leikinn hér í Reykja-
vík. Þess vegna bjuggust allir við súper
írsku liði þegar þeir kæmu hingað. Fyr-
ir þann leik var ákveðið að leggja aðal
áhersluna á vörnina og reyna að halda
hreinu fyrstu tuttugu mínúturnar, en
sækja síðan í veðrið. Af þessum sökum
var annar innherjinn látin liggja nokk-
uð aftarlega til aðstoðar í vörninni.
Eg vil segja að þetta hafi tekizt alveg
fullkomlega því við náðum jafntefli.
Eftir leikinn var sagt við mig: Þið vörð-
ust of lengi Ríkharður. Þetta held ég
að sé ekki rétt. Það er alveg ómögulegt
að segja hvernig hefði farið, ef við
hefðum opnað okkur fyrr. Úrslitin gefa
það líka til kynna. Ef þessi úrslit eru
óhagstæð fyrir okkur hvað mega þá
írarnir segja? Við hefðum getað skapað
okkur spennandi augnablik fyrir þessa
tíu þúsund áhorfendur — og tapað með
fimm marka mun. En á að hugsa þann-
ig? Þessi úrslit segja svo mikið erlend-
is. Það hefði ef til vill ekki orðið neinn
barnaleikur fyrir K. S. í. að útvega
landsleik á næsta ári, menn hefðu
kannski þurft að sæta afarkostum. En
þessi úrslit gera það að verkum að hægt
er að setja fram sínar óskir, sem taka
verður tillit til. Við töpum leiknum við
Norðmenn 3:1, og fyrir frum úti 4:2.
og þess vegna gat það orðið stórtap
fyrir K. S. í. ef þessi leikur hér heima
tapaðist með miklum mun.
— Þú hefur leikið með mörgum
mönnum Ríkharður, eru þeir ekki sum-
ir minnisstæðir?
— Jú, ég hef leikið með mörgum
mönnum sem voru alveg klassaspilarar.
Ég minnist framlínuspilaranna af
Skaganum að sjálfsögðu bezt, því við
þeirra hlið lék ég í mörg ár og vann
mína stærstu sigra. Maður þekkti þá,
og vissi alltaf hvar þeir voru. Þá eru það
nöfn eins og Óli B., Sveinn Helga, Ell-
ert Sölvason og margir fleiri. Ekki má
heldur gleyma félögum úr Fram eins
og t. d. Sæma Gísla og Kalla Guðmunds.
Af yngri mönnum t. d. Þórólfur Beck.
Þórólfur er mjög tekniskur maður, með
þeim allra tekniskustu og hefur gott
auga fyrir leik, en hann er stundum of
hægur. Ef hann væri fljótari er ekki
að efa að hann næði mjög langt. Albert
var afburða maður og hann skildi hvað
knattspyrna var. Hann var ekki aðeins
afburða tekniskur, heldur hafði hann
mjög gott auga fyrir öllu í leik. Hann
framkvæmdi oft ótrúlegustu hluti. En
hann átti aldrei að keppa eftir heim-
komuna, þar átti hann að láta staðar
Kæri Astró.
Ég er fædd í Reykjavík
1942 (fæðingardegi og stund
sleppt samkv. ósk). Mig lang-
ar til að fræðast eitthvað um
framtíðina, og hvort ég hef
hæfileika til nokkurs sérstaks
frama, hvort ég gifti mig, ef
svo er hvort ég þekki þá
manninn minn, hvort mér
gefst tækifæri til að sjá mig
um í heiminum og eins allt
annað sem lesið verður úr
stjörnunum.
Með fyrirfram þakklæti
fyrir væntanlegt svar.
X. X.
Svar til X. X.
Þú fæddist þegar sól var
11°42’ í merki bogmannsins.
Máninn var 42° í merki Vog-
ar og hið rísandi merki var
Krabbi. Sól og Máni eru bæði
í sjötta húsi stjörnusjárinnar
ásamt þrem öðrum plánetum
og hafirðu aðgang að stjörnu-
spádómabók þá ættirðu að
kynna þér hvað sagt er sér-
staklega um fólk, sem fætt er
undir merki Meyjarinnar eða
á tímabilinu frá 21. ágúst til
21. september ár hvert.
Hið rísandi merki þitt,
Krabbinn gerir þig talsvert
tilfinningaríka og næma fyrir
umhverfinu.
Merki Krabbans á geisla
fjórða húss bendir til þess að
fjölskyldulífið sé mjög áhrifa-
ríkt í lífi þínu og tengslin við
foreldra og umhverfið. Eftir
að gifting hefur átt sér stað
minnkar persónuleg tilhneig-
ing til breytinga og ferðalaga,
sakir löngunarinnar eftir
heimilisþægindunum. og
myndunar meiri stöðugleika.
í þessu tilliti er afstaða mak-
ans ákaflega mikilvæg, því sé
hún í samræmi við vilja
manns skapar hún hamingju
í heimilislífinu, en ef afstaða
makans er ekki í samræmi við
persónulegan vilja manns
getur það valdið árekstrum
og deilum á heimilinu.
Aðstæðurnar síðustu ár æv-
innar munu verða fyrir mikl-
um áhrifum af afstöðu mak-
ans til manns. Ef þau eru
hagstæð og makinn samstarfs-
fús. þá verður heimilislífið
hamingjusamt, en verði af-
staða makans óhagstæð þá er
hætt við breytingum og verð-
ur þá heilsufarið sá þáttur, er
mikið hefur að segja upp á
farsæld manns.
Þegar merki Steingeitar-
innar er á geisla sjöunda húss
hendir það venjulega að þú
búir yfir vissum metnaði í
sambandi við hjónabandið og
ástamálin. Þegar gifting hefur
átt sér stað muntu stefna að
því að skapa þér aðstöðu til
að starfa að félagsmálum og
opinberum málum, að til-
stuðlan maka þíns.
Hins vegar verður að öllum
líkum ekki auðvelt að finna
réttan maka með tilliti til
þessa og þar af leiðandi verð-
urðu fyrir töfum og hindrun-
um í leit þinni að honum bæði
er varðar myndun ástasam-
bandanna og að koma málinu
á það lokastig að verða gift-
ing. Oftast á giftingin sér
ekki stað fyrr heldur en um
þrítugt þegar svona stendur
á og ekki er ósennilegt að
börn séu getin utan hjóna-
bands undir þessum afstöðum.
f þessu sambandi getur tutt-
ugasta og fimmta aldursárið
verið mjög örlagaríkt fyrir
þig. Bezt makaval væri fyrir
þig undir merki Ljónsins eða
hjá þeim, sem fæddir eru á
tímabilinu 21. júlí til 21. ágúst.
Einnig er nokkuð gott maka-
val undir merki Vogarinnar
eða hjá þeim sem fæddir eru
á tímabilinu 21. sept. til 21.
okt. Bezti tími til ásta á ár-
inu er í byrjun ágúst til síð-
ari hluta september ár hvert.
Ef við lítum á framtíðina
þá geta næstu mánuðir orðið
nokkuð erfiðir sakir mikillar
vinnu hjá þér og virðist nokk-
ur hætta vera á ferðinni fyr-
ir heilsu þína í því sambandi.
Hins vegar eru mjög góðar
horfur hvað vini og kunn-
ingja áhrærir. Þú ættir að
hafa mjög margt gott af þeim.
Eitthvað af dagdraumum þín-
um mun einnig rætast.
☆ ★ ☆
FALKINN 31