Fálkinn - 07.11.1962, Side 37
□TTD DG HRINGUR RDBERTS LÁVARÐAR
Skynsemi Danna sagði honum, að Jörgen hefði ekki komið
hingað í góðum tilgangi. Ef til vill var þetta staðurinn, sem
þeir höfðu fengið gullið á. Hann fýsti að vita meira um málið.
Hann fylgdi fast á hæla Ottós og hvislaði að honum: „Ég held
við finnum hér eitthvað fleira en bara Jörgen.“ Ottó kinkaði
kolli. Honum varð hugsað til Róberts lávarðar. Ef til vill var
hann fangi hér. „Við skulum rannsaka kofaræksnið", sagði hann
stuttaralega. Milla gamla hafði hlustað á þessi orðaskipti og
það breiddist hæðnisglott yfir andlit hennar. „Milla gamla hefur
ekkert að fela“, sagði hún skrækróma. Og meðan þeir félagar
rannsökuðu kofann hátt og lágt sat hún hin rólegasta á stól
sínum. „Komdu hérna Jörgen, vertu ekki fyrir mönnunum,"
skipaði hún. Jörgen reyndi að hafa stjórn á sjálfum sér, en
hann skalf allur og nötraði. „Kæru herrar, ég hef ekkert að
fela,“ mjálmaði Milla og leit glettnislega á þá. „Milla gamla
þarf ekkert að fela, hún er bara gömul kona, sem er komin
upp á miskunn góðra manna. Ef til vill vilja herrarnir lála
eitthvað af hendi rakna í lófa kellu ...“
iTAPEi/l
Það var eitthvað i fari gömlu konunnar, sem vakti grun Danna.
Hún var svo róleg og örugg með sig. Hann var viss um að hún
átti ýmislegt í pokahorninu. Stundarkorn starði hann á blettinn,
sem stóll hennar stóð. „Viltu færa stólinn þinn ögn til“, sagði
hann. „Ég held, að þessi blettur hafi ekki verið rannsakaður".
Þetta setti Millu gömlu alveg úr jafnvægi, en Danni lét það
ekki á sig fá heldur lyfti hvoru tveggja upp, stólnum og kellu,
og bar til hliðar. „Hjálp, hjálp“, veinaði Milla. „Þannig á ekki
að fara með lasburða konur. Jörgen gerðu eitthvað stattu ekki
þarna eins og þvara.“ En Jörgen gat ekkert að gert, hann bara
skalf eins og hrísla i vindi. Danni sparn við moldarlaginu á
gólfinu. I ljós kom hleri niður í kjallarann. „Hvað finnst þér
um þetta, Ottó lávarður?” hrópaði hann sigri hrósandi. Ottó
hraðaði sér að hleranum. Svo að hjúin voru að reyna að leyna
þessu. Ottó hafði ekki nein frekari umsvif heldur klifraði niður
stigann, sem var reistur upp við hleragatsbrúnina.
Það var lágt undir loft þarna niðri og Ottó gat varla staðið
uppréttur. „Réttu mér ljós, Danni", hrópaði hann til félaga
síns. Danni kom niður stigann með lampa í hendinni. f herberg-
inu kveinaði Milla gamla: „Hvað á ég að gera? Þeir finna hann
áreiðanlega, Jörgen. Hvað á ég að gera?“ Ottó rannsakaði klefa
þenna við lampaljósið. Hann var auður. „Samt trúi ég að þeir
hafi geymt Róbert lávarð hér. Þetta er fangaklefinn hans, geri
ég ráð fyrir.“ „Hann hlýtur þá að hafa komizt undan“, sagði
Danni. Hann glotti um leið og hann stakk hausnum upp um
hleragatið. „Milla, ég hef fréttir að færa þér. Fuglinn ykkar er
floginn." Svo hló Danni og skríkti. Ottó hélt áfram rannsókn-
inni, og brátt fann hann reipi, sem fanginn hafði verið bundinn
með „Hvernig hefur hann getað losað sig?“ spurði hann sjálfan
sig. En hann fékk svar við spurningu sinni, þegar hann sá
geysistóra heynál standa út úr einum veggnum.
FÁLKINN
37