Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Síða 17

Fálkinn - 07.11.1962, Síða 17
Það keraur í ljós að ísinn hefur flett kinnungi skipsins báðum megin, sjór fossar inn í framlestina og brátt hækk- ar sjórinn ískyggilega mikið í miðlest- inni. Skipið er farið að síga jafnt og þétt að framan. Dælurnar hafa ekki undan. Sohst skipstjóra verður ljóst að hér er við ofurefli að etja. En hann vill ekki gefast upp fyrr en þrautreynt er að bjarga skipinu. Hann lætur breyta stefnunni og siglir nú í áttina til fs- lands meðan sjórinn hækkar í sífellu í lestum skipsins og það sígur jafnt og þétt að framan. Vélarnar eru látnar ganga af fullum krafti. Sjógangurinn eykst stöðugt og fjallháar öldur rísa allt um kring. Fjarlægðin til íslands er 60 sjómílur og gangur skipsins er nú ekki nema 3 sjómílur. Baráttan er von- laus. Sohst kallar á 3. stýrimann sem jafn- framt er loftskeytamaður. Skipar hon- um að ná í loftskeytastöðina í Reykja- vík. Loftskeytamaðurinn bendir skip- stjóranum á að þeir eigi á hættu að Bretar eða Frakkar miði þá uppi. Sohst svarar á þá leið að það sé hvort sem er úti um þá. Og auk þess verði tafarlaust opnaðar botnlokurnar ef herskip nálg- ist. Aðfaranótt 10. janúar voru loftskeyta- tækin á „Bahia Blanca“ tekin í notkun. Það var kallað á loftskeytastöðina í Reykjavík. Neyðarskeyti. Beðið um dráttarbát og dælur. Sohst vildi freista þess að láta draga skip sitt að landi. Það hafði nú haldizt á floti tæpan sólarhrig, en nú þótti sýnt að það mundi aldrei komast til hafnar af eigin ramleik. Loftskeytastöðin svaraði því til að litlar líkur væru til þess að dráttarbátur kæmi að gagni. Leiðin var of löng. Samt lagði varðskipið ,,Ægir“ úr höfn og tók stefnuna að hinu nauðstadda skipi. Jafnframt kallaði loftskeytastöðin uppi nokkra togara, sem von var á þessum slóðum. Þetta kvöld var togarinn ,,Hafsteinn“ frá Reykjavík að Ijúka veiðum í þæf- ingsveðri út af Dýrafirði. Þeir eru á ís- fiskveiðum fyrir Englandsmarkað, bún- ir að fylla skipið og eru í síðasta hali. Skipstjórinn, Ólafur Ófeigsson hefur nýlega keypt ásamt öðrum þennan litla togara sem er ekki nema 200 tonn brúttó. Þeir höfðu ætlað sér að leggja af stað til Englands með aflann strax og varpan var komin inn. Halldór Jónsson lofskeytamaður hef- ur setið við tæki sín og fylgzt gerla með öllu sem fram fór. Hann hefur heyrt viðskipti „Bahia Blanca“ og loft- skeytastöðvarinnar í Reykjavík, skömmu síðar hefur þýzki loftskeyta- maðurinn náð sambandi við togarann „Egil Skallagrímsson“ sem einnig er að veiðum á svipuðum slóðum og „Haf- steinn“. Viðskipti þeirra ganga skrykkj- ótt, þeir virðast ekki skilja hvorn ann- an fullkomlega. Halldór Jónsson talar reiprennandi þýzku og sá að við svo búið mátti ekki standa. Hann grípur inn í samtalið og nú gengur allt betur. Þjóðverjinn getur nú talað móðurmál sitt. Það er beðið um skjóta hjálp. Hall- dór kallar á Óla skipstjóra og segir honum í stuttu máli hvernig komið sé. Það er haugasjór og hríðarhraglandi, loftvogin hríðfellur, ofviðri í aðsígi. Ól- afur skipstjóri hikar andartak. En það er hvorki tvísýnt veður né hafrót sem veldur því að íslenzki skipstjórinn hikar. Hann hefur áður tekizt fang- brögðum við Ægi. Sjóinn þekkir hann og skipi sínu treystir hann. Það er önnur hugsun sem skýtur eins og eld- ingu um huga hans: Er þetta gildra? Þess voru semsé ófá dæmi að þýzkir kafbátar villtu á sér heimildir, sendu út neyðarskeyti og þættust vera flutn- ingaskip í sjávarháska. Með þessu móti ginntu þeir skip á vettvang, en lágu síð- an sjálfir í leyni og skutu bjargvættinn í kaf þegar hann birtist. Það var því engin fúrða þótt kæmi andartakshik á Ólaf. Hann langaði sízt til að láta ginna sig í lúalega gildru og týna skipi sínu og vaskri áhöfn. Þjóðverjar vissu ofur- vel að íslenzkir togarar öfluðu fyrir enskan markað. Ólafi kom snöggvast til hugar að leggja málið fyrir menn sína. þótt ekki væri það siður skip- stjórnarmanna. En hér var þörf á skjót- um aðgerðum, ef skipið var í nauð. Ól- afur drap hugsunum sínum á dreif, skipaði mönnum sínum að draga inn vörpuna. Varla voru bobbingarnir komnir upp á þilfar, þegar togarinn var kominn á fulla ferð í hafrótinu í þá átt sem Þjðverjinn sagðist vera. Það er keyrt á öllu útopnuðu. Hásetarnir standa á dekki í hríðinni og særokið drífur yfir skipið, þeir gera Hér birtíst síðari hlutí hinnar athyglisverðu frásagnar af strandi þýzka skipsins Bahia Blanca og aidrifiun skipshafnarinnar, sem dvaldist hér á Iandi, unz Bretar hertóku hana er þeir hernámu Iand- ið. Jökull Jakobsson hefur skráð þessa frásögn. FALKINN að aflanum eins og ekkert hafi í skor- izt og mögla ekki. Jafnframt eru troll- vírarnir gerðir klárir, ef von væri til að koma dráttartaugum í skipið. Sohst skipstjóri hefur verið 34 daga í hafi og ekki haft landsýn þegar hér var komið. Miðunum var ekki við kom- ið, hann varð að ákvarða stöðu sína einungis með sextant. Það var því varla við öðru að búast en staðarákvörðun sú sem hann gaf upp mundi reynast ónákvæm. En þýzki loftskeytamaður- inn lét þess getið að skotið yrði upp rakettum. Halldór Jónsson bað þá að spara raketturnar í lengstu lög. Sjálf- ur vissi hann upp á hár um stöðu „Haf- steins“. Afram öslaði íslenzki togarinn á fullri ferð í svartnætti, haugasjó og hraglanda. En það voru fleiri sem fylgd- ust með á öldum ljósvakans þessa nótt. Tveim dögum áður höfðu Hafsteinsmenn orðið varir við franskan herbát á þess- um slóðum, brezka herskipið „Ber wick“ var einnig á næstu grösum og vissi gerla hvað fram fór. Hér virtist auðunnin bráð og Bretarnir tóku þögl- ir stefnu á staðinn. Eftir 50 sjómílna siglingu var „Haf- steinn“ kominn nálægt staðnum sem „Bahia Blanca“ hafði gefið upp. Klukk- an var 3.30. Þá skutu Þjóðverjar upp flugeldum. Það kom í ljós að staðar- ákvörðun stóð heima svo engu munaði. íslendingarnir gátu ekki annað en dást að snilli þýzka skipstjórans. Hér hafði engu skeikað. Loftvogin dinglaði, ofviðri í vænd- um. En þessa stundina var hægur kaldi, hellirigning og óskaplegur sjógangur. Sohst hélt skipi sínu upp í ölduna. Ólafur Ófeigsson hægði nú ferðina og sigldi togaranum fram með hinu þýzka skipi og fram fyrir það til að at- huga aðstæður. Þá blasti við ljót sjón í sterku skini ljóskastaranna. Stefni skipsins var bögglað saman um sjólínu. Hér hafði sýnilega orðið feiknlegur árekstur. Skipið tók þungar dýfur og „Hafsteins“-menn heyrðu greinilega soghljóð í lestunum. Það var hverjum manni augljóst að úti var um skipið, það gat sokkið á hverri stundu. Enda var nú Sohst skipstjóra mest í mun að bjarga mönnum sínum. Hann spurði Ólaf hvort rúm væri fyrir 61 mann um borð í ,,Hafsteini“. Sjálfan sig taldi hann ekki. Ólafur kvaðst geta tekið á móti þeim þótt fleiri væru. Og nú var tekið til við björgun mannanna. Fjallháar bylgj- ur risu og hnigu svo nærri lá að togara- menn misstu sjónar á þýzka skipinu stöku sinnum. Það yrði ekki heiglum hent að koma mönnum milli skipanna í þvílíkum sjógangi. Ólafur Ófeigsson var af öðrum upp- runa en Sohst skipstjóri. Hann var ekki af gömlum sjómannaættum. Hann er ættaður úr Húnaþingi og Árnessýslu, foreldrar hans fluttust í Leiru þar sem faðir hans var þurrabúðarmaður, hafði nokkrar ær og reri hjá öðrum. Ólafur er fæddur og alinn upp í Keflavík, næstelztur bræðra. Þeir Ólafur og Tryggvi lögðu einir bræðranna fyrir sig sjósókn, fóru stax á sjóinn innan við fermingaraldur á opnum bátum. Síðan stundaði Ólafur nám í Flensborg, réði sig síðan á togara í Reykjavík. Það var þá eftirsótt af ungum mönnum og komust færri að en vildu. Síðan tékur hann stýrimannapróf og er orðinn skip- stjóri á togara aðeins 29 ára að aldri. Hann hafði dvalizt fjögur ár í Vestur- heimi, unnið á enskum togurum sem netabætingamaður og farið víða. Nú var hann einnig tekinn að fást við út- gerð ásamt Tryggva bróður sínum og öðrum og hafði nýlega fest kaup á ,.Hafsteini“ eins og áður er sagt. Hann hafði alla tíð verið heppinn og farsæll skipstjóri, en nú beið hans örðug raun og vandséð hvernig takast mundi. Skipverjar á „Hafsteini“ fylgdust með því er Þjóðverjar létu fyrsta björgun- arbátinn síga í sjóinn. Hann var full- skipaður mönnum. Varla var báturinn kominn út fyrir borðstokkinn þegar annar endi hans stingst niður og hann hangir nær lóðréttur niður með skipsíð- unni. En hér tókst betur til en á horfð- ist. f einu vetfangi var slakað á vír- unum sem héldu hinum enda bátsins og hann skall í sjóinn án þess nokkurn sakaði og losnaði við skipið. En nú tók ekki betra við. Þjóðverj- ar virtust ekki geta hamið bátinn, þeir kunnu ekki áralagið og öldurnar fleygðu bátnum að skipshliðinni aftur. Loks kastaðist hann frá skipinu og haf- rótið hreif hann með sér án þess bát- Framh. á bls. 28. Til hægri: Ólafur Ófeigsson, skipstjóri á Hafsteini, sem vann mikið afrek við björgun áhafnarinnar á Bahia Blanca, og Halldór Jónsson, loftskeytamaður. Til vinstri er mynd af áhöfn skipsins, sem dvaldist hér í Beykjavík, allt þar til Bretar hernámu landið. Þá var öll áhöfnin tekin höndum og flutt i fanga- búðir. FÁLKINM 17

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.