Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 32
numið sem keppnismaður. Ég man, að þegar um það var rætt að veita honum keppnisleyfi héldum við á Akranesi fund um málið og gerðum þar sam- þykkt á þá leið, að honum yrði ekki veitt keppnisleyfi. heldur yrðu hans hæfileikar notaðir á annan hátt við uppbyggingu knattspyrnunnar hér. Al- bert var þjálfari á Akranesi 1947 og þar voru allir mjög hrifnir af honum sem þjálfara. En þessi samþykkt kom víst hvergi fram. Hún hefur sennilega lent í einhverri bréfakörfunni. — Hvað um framtíð knattspyrnunn- ar hér? — Ef knattspyrnan á að lagast frá því sem nú er þarf að lagfæra margt. Það er leiðinlegt að standa í þessu ár eftir ár og sjá litla sem enga framför. Hér á landi er nú að mínum dómi meiri og betri efniviður en nokkru sinni fyrr, en það er ekki allt komið með því. Það koma fram margir efnilegir menn sem mikils má vænta af en það er oft eins og þeir verði ekki meira, margir hverfa alveg. Það heltast svo margir úr lest- inni vegna þess að það er annað sem glepur. Ég hef áður sagt að það sé mjög athyglisvert hversu margir af okkar beztu spilurum komu fram þeg- ar um atvinnuleysi var að ræða. En vonandi tekst að finna einhverja lausn á þessu máli. — Ert þú að hætta knattspyrnunni? — Ég ætlaði aldrei að spila í sumar sem leið, en þetta fór nú samt svo að ég varð með. Upphaflega var ætlunin sú að taka það rólega þetta árið en vera svo með næsta ár. Mig langar til að vera eitt ár enn. Eitt ár í góðri þjálfun. Or. Óhæfa Framhald af bls. 13. taka fyrir svona platheimsókn. Hvorugt okkar fór inn til mömmu strax. Pabbi bjó til mat og gaf mér að borða. Svo fór hann inn til mömmu en hún lét sem hún svæfi. Þegar ég fór að sofa um kvöldið sat pabbi enn fram í stofu og hlustaði á útvarpið. Hún lá kyrr og bærði ekki á sér, svo ég háttaði án þess að tala við hana. Ég heyrði þegar pabbi kom inn og háttaði þá byi’jaði mamma að gráta, „af hverju ertu svona vondur við mig Tryggvi?“ spurði hún. „Þú ættir að vera vaxin upp úr því að láta eins og þú lést í dag“, sagði pabbi. „Já, en ég er veik“ sagði mamma. „Þú ert ekkert veik þegar þú vilt gera eitt- hvað sem þig langar til að gera“, sagði pabbi þá. „Það er ekki satt“ grét mamma. „Af hverju sagði læknirinn þá áðan að ekkert væri að þér“. „Ég bað þig ekki um að hringja á lækni“, sagði mamma. „Ef þú værir eitthvað veik núna, hefði hann samt fundið það“. „Já en læknirinn minn segir að ég sé veik“, mótmælti mamma. „Ég hef aldrei heyrt hann segja það“, sagði pabbi svo stutt- ur í spuna að ég þorði ekki að láta á mér kræla. Þá reis mamma upp og hélt yfir honum hrókaræðu um alla hennar sjúkdóma og hvað læknirinn segði að hún þyldi ekki og mætti ekki gera. Ég sofnaði á meðan því ég hef heyrt þessa sömu sögu svo oft áður og pabbi líka að ég held að hann hafi sofnað líka. Um morguninn fórum við pabbi á fætur eins og venjulega á sunnudögum, hún var miklu hressari þá og þáði kaffi hjá pabba meðan hún las morgunblaðið. Svo bjó pabbi til matinn, en það gerir hann alltaf á sunnudögum, því mamma segir að það séu einu dagarnir sem hún á frí, þá verði hún að njóta þeirra reglu- lega vel. Eftir matinn fór hún á fætur og vildi fara í fimm bíó með okkur pabba. En pabbi sagðist vilja vera heima og hvíla sig, hann væri svo eftir sig eftir ferðina í gær. Og mamma varð svo undrandi að hún mátti ekki mæla, ég hugsa að það sé í fyrsta skipti sem hann hefur nefnt það við hana að hann þyrfti að hvíla sig, eða hann vildi ekki koma í bíó með henni. Hins vegar mátti hún taka bílinn og fara með mér á honum. En mamma vildi það ekki og var með fýlusvip allan daginn. Um kvöldið sagði hún við pabba að honum væri ekki nóg að eyðileggja laugardag- inn fyrir henni heldur eyðilegði hann alla helgina fyrir henni. Pabba var alveg sama hvernig hún nöldraði í honum alla vikuna, hann svaraði ekki nema hann þyrfti og skipti sér ekkert af látunum í henni. Mest bitnaði þetta á mér, því ég verð alltaf að vera hjá henni, annars sækir hún mig bara út. Pabbi var sann- arlega þreyttur frá því í fyrra, þegar hún hljóp frá honum og sagði að nú væri það fyrir fullt og allt. Hún hefur víst farið nokkrum sinnum frá honum þegar ég var lítil, en aldrei fyrr síðan ég man eftir mér. Nú fór hún á hótel til þess að hafa það gott einu sinni á ævinni. Ég varð að vera hjá Láru frænku, hún er systir mömmu, og allt öðruvísi en hún. Pabbi fór á hverju kvöldi til mömmu og reyndi að fá hana til að koma heim. Loks eftir 10 daga kom hún, en varð að fá nýja kápu og uppþvottavél, það var eina vélin sem hún átti ekki. Svo varð hann að stjana svo mikið við hana að hann hafði varla svefnfrið á nóttunni. Ég veit það nú bezt sjálf, því mamma vill nefnilega að ég sofi inni hjá þeim af því að þá er hægt að nota stofurnar bara fyrir gesti. „Af því að við ætlum hvort sem er ekki að eignast fleiri börn“, sagði hún við pabba. En ég held að pabba langi til að eignast fleiri börn en mig, þó að hann tali aldrei um það við mig. En hann er svo dæmalaust barngóður og skemmtilegur og fer stundum í leiki við krakkana hér í kring úti á leikvelli. Heima megum við aldrei leika okkur saman því þá er mömmu illt í höfðinu. Ég sá Kristínu ekki nema á morgnana því þá ók pabbi henni í vinnuna um leið og hann fór sjálfur. Mamma sefur alltaf á morgnana en ég fer alltaf á fætur um leið og pabbi. Ég er vön að vakna svona snemma frá því að ég var lítil, því þá sváfum við pabbi ein í svefnherberginu, svo að mamma gæti fengið svefnfrið á nóttunni. Hún svaf þá í stofunni. Pabbi talaði ekkert um það við mig að hann keyrði Kristínu í vinnuna, þegar mamma spurði mig hvort ég sæi Krist- ínu nokkurn tíma, þá sagði ég ,.já, þegar hún fer í vinnuna á morgnana". Það var líka alveg satt. Um mánaðar- mótin fór hún sjálf yfir og sagði henni upp herberginu með mánaðar fyrirvara Hún var búin að segja mér það áður. Ég held að pabbi hafi vitað til hvers hún fór en hann nefndi það ekki einu orði. Hann var alltaf heima á kvöldin en talaði ekki mikið við mömmu, hún talaði þeim mun meira og sagði honum aftur og aftur hvað hún hefði fórnað mörgum árum fyrir hann. Og það beztu árunum. Um næstu mánaðamót flutti Kristín og pabbi hjálpaði henni að flytja en kom sjálfur ekki aftur heim og hefur ekki komið síðan. Mamma hefur verið alveg koltjúlluð síðan og grætur og öskrar til skiptis. Nú held ég að hún sé eitthvað veik. Pabbi vill ekki sjálfur tala við hana en lætur einhvern mann, sem ég held að sé lögfræðingur tala við hana fyrir hann. Hún vill ekki Framh. á bls. 34

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.