Fálkinn - 07.11.1962, Síða 36
PANDA □□ SAFNARINN MIKLI
Goggi horfði á, þegar Ho Hum og hinn lipri en digri
þjónn hans voru dregnir niður í göturæsisopið af
hinum reiða verkamanni. Hann neri saman lófunum
af ánægju. Nú heyrði hann, að þeir voru farnir að
slást niður í holunni. „Ég held, að það væri bezt fyrir
mig að hypja mig.“ En það var erfitt að ganga með
fæturna bundna um hálsinn á sér. En brátt fann
Goggi, að hendurnar komu honum að jafnmiklu liði
og fæturnir gerðu áður. Ekki hafði hann farið langt,
er hann mætti þeim Eggert safnara og Panda. „Sæll,
félagi“, hrópaði Eggert, „má ég ónáða þig í leikfimis-
æfingunum."
Panda og Eggert leystu hnútinn. „Þetta var samt
dálítið hættulegt mínum mjúka skrokk,“ sagði Goggi
og andvarpaði. „Corpus delicti" eins og vér latínu-
menn orðum það. Ég þakka ykkur kærlega fyrir vinir
mínir“. „Hvað kom fyrir?“ spurði Panda. „O, ég mætti
nokkrum Austurlandabúum, sem tóku dálítið óvenju-
lega í hendurnar á manni, höfðu óvenjulegar handa-
bandskveðjur.“ Á meðan þetta gerðist á götunni var
barizt í holunni, en brátt hafði Mo, þjónn Ho Hums
algerlega yfirbugað hinn reiða verkamann. Hann hafði
tekið hann óvenjulegum Judo tökum, sem verkamað-
urinn gat ekki varizt. Þeir Ho Hum og Mo flýttu sér
því næst upp úr holunni og komu fljótlega auga á
Gogga, þar sem hann var að fara fyrir horn ásamt
þeim Panda og Eggerti safnara. „Þjófurinn, sem stal
vasanum hans afa sáluga, má ekki komast undan“,
hvæsti Ho Hum. „Náðu í hann.“
„Komið inn og látið fara vel um ykkur, vinir mínir“,
sagði Eggert og bauð þeim inn. „Ég skal gefa ykkur
gott te.“ Goggi tók Eggert á orðinu og var ekki seinn
á sér að leggjast upp í dívan. Þar saup hann á teinu.
En Eggert safnari gerði ekkert annað en þakka honum
fyrir vasann. „Meðal annarra orða“, sagði Panda,
„hvernig náðirðu í vasann?“ „Uss, uss, vinur minn“,
svaraði Goggi valdsmannslega, við safnarar spyrjum
aldrei slíkra spurninga“. „Alveg rétt“, svaraði Eggert,
„við ættum frekar að vera glaðir yfir því að hafa náð
í vasann“ . . . En um leið og hann ætlaði að fara segja
eitthvað meira, var gluggarúða brotin og inn skriðu
Ho Hum og Judo-kappinn Mo.
36 FÁLKINN