Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Side 12

Fálkinn - 07.11.1962, Side 12
Ég sakna pabba ægilega mikið og leiðist hræðilega heima síðan hann fór, en hann segir, að kannski fái ég að vera hjá honum seinna ... SMASAGA EFTIR ÍSLEMZKAIV HÖFUIVID, PÉTUR LYIXIG Hann var gamall og þreyttur, hafði einu sinni verið kennari en var nú löngu hættur að kenna, vegna aldurs. Vinur hans, sem líka var kennari og hafði umsjón með barnatíma, lét hann hafa vinnu við að fara yfir bréf sem barna- tímanum bárust. Honum fannst gott að hafa þessar aukatekjur, svo var tíminn ekki eins lengi að líða, meðan hann var að fara yfir þessi bréf. Sjálfur átti hann engin börn og hafði aldrei kvænzt. Samt þótti honum gaman að börnum, en undir lokin hafði honum fundizt erfitt að kenna þeim því þau voru svo frökk og ódæl. Það var víst bara af því að' hann var orðinn gamall og ekki eins röskur og áður. Bréfin sem barnatím- anum bárust, voru flest frá börnum í sveit, þau sögðu frá húsdýrunum, fugl- unum, réttarferðum og fleiru, sem hann þekkti svo vel, síðan hann var sjálfur drengur. Hann varð ungur í annað sinn, við lestur þessara bréfa. Sum voru svo skemmtilega kotroskin og skorinorð, flezt dálítið vandræðaleg, en öll full af vilja og ást á viðfangsefninu. Stundum komu líka bréf frá bæjarbörnunum. Hann þekkti þau nú orðið strax á fyrstu línunum, þau voru ruglingslegri og fljót- færnislegar skrifuð. Sjaldan merkti hann þau ,,hæf til flutnings“, eins og flezt sveitabréfin. Stundum skildi hann varla upp eða niður í þessu rugli sem þau voru að skrifa, eins og t. d. í þessu bréfi. Kæri barnatími. Mig langar til að skrifa þér um berja- ferð, sem ég, pabbi og mamma og stúlka sem leigir hjá okkur fórum í. Það var einn laugardag í september, að mamma sagði að við skyldum fara x berjaferð Pabbi vill heldur vera heima og sagði að hún myndi bara ofreyna sig í svo- leiðis ferð. En mamma sagði að þau skyldu bara skella sér núna, óvíst væri hvort þau kæmust síðar í haust. Svo sagði hún honum að bjóða leigjandanum með okkur, hún færi aldrei neitt greyið. Leigjandinn býr hérna hinum megin við ganginn og mamma leigir henni til þess að losna við að þrífa stigann. Annars er henni voða illa við ókunnugt fólk inná heimilinu, eins og hún orðar það. En stigana vill hún alls ekki þrífa, svo hún verður að leggja þetta á sig. Það er ung og frekar lagleg stúlka sem leigir núna, en mamma segir að hún hafi of stórt nef og kunni ekki að snyrta sig. Hún heitir Kristín og hlýtur að vera voða stillt stúlka, því ég sé hana aldrei fara út á kvöldin og mamma segir að hún hafi engan í takinu. Hún fylgist vel með leigjendunum, hún mamma. Jæja, pabbi var samt voða skrýtinn á svipinn þegar hann fór yfir til hennar. Ég held að hún vinni á sjúkrahúsi eða einhverju svoleiðis, því stundum á hún frí allan daginn en vinnur á sunnu- dögum. Pabbi kom aftur og sagði að hún ætti frí í dag og vildi koma með okkur. Mamma vasaðist heilmikið við að út- búa nesti fyrir okkur og skipaði okkur pabba fyrir sitt á hvað, til að sækja hitt og þetta og fljótt. En það er orð sem hún notar mikið og segir sjálf að sé hennar einkunnarorð. Svo skammaði hún okkur fyrir að finna ekki það sem hún vildi og hafði svo hátt að það heyrðist í henni um allan stigaganginn. Loks þegar við lögðum af stað, hálf- tíma seinna en mamma var búin að ákveða, var hún í hræðilegu skapi. Hún rak mig úr framsætinu hjá pabba og skipaði mér afturí. Pabba er ekki vel við að hafa hana þar, því þá er hún alltaf að segja honum hvernig hann á að keyra og svoleiðis. Mamma hefur nefnilega bílpróf, en hún segist vera svo veik að hún geti ekki keyrt. En það er bara af því að þegar hún var búin að taka prófið heimtaði hún að fá bílinn ein, svo að pabbi sem er al- vanur að keyra, væri ekki að gefa henni ráðleggingar og skipta sér af henni. Hún fór rakleitt út á Seltjarnarnes, til að æfa sig þar ein í friði. en ók af veginum, og sagði seinna að hann hefði verið allt of mjór. Bíllinn skemmdist ekki neitt, en hún varð að ganga langa leið til að finna hús með síma svo hún gæti hringt í pabba. Svo kom pabbi með bíl sem dró okkar upp, en pabbi fékk að keyra heim. Mamma lagðist í rúmið og sagðist hafa fengið tauga- áfall, en ég held að það hafi bara verið til þess að pabbi skammaði hana ekki, því hann er alltaf svo hræddur þegar hún þykist vera veik. Síðan snertir hún aldrei bíl. Við Kristín sátum stilltar og prúðar í aftursætinu, en mamma var á eilífu iði eins og venjulega og sagði að púðinn sem hún hefur við bakið væri allt of harður. Pabbi dustaði hann til og lagaði hann, þá varð hún ánægð. Hún spurði hann um ýmsar byggingar sem við fórum framhjá, því pabbi er nefnilega múrari, og veit allt um bygg- ingar. Mamma hefur bara ekkert gaman af að tala um þær venjulega, en ég held að hún hafi verið eitthvað að sýnast fyrir Kristínu, og látast vita meira en hún veit. Svo hætti hún að tala við pabba og talaði við okkur öll, en ég held sérstaklega Kristínu um það hvað það væri ægilega dýrt að útbúa nesti í svona ferð og voða mikil vinna við það líka sem aldrei væri reiknuð. Kristín 12 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.