Fálkinn - 07.11.1962, Side 22
— Þú ert svo einkennileg, Kristín,
segir hún um leið og hún tekur við
bréfinu, sem Kristín færði henni. —
Hvað hefur komið fyrir þig? Þú hefur
breytzt svo ákaflega upp á siðkastið.
Áður komstu og heimsóttir mig svo að
segja daglega, og sast þá stundum tím-
unum saman og talaðir við mig um
Martein. Nú kemur þú aldrei. Hvers
vegna?
Kristín leitar að svari í fáti. — Það
er svo margt sem hefur hamlað þvi, frú
Goritskí. Ég hef átt við ýmislegt að
stríða.
— En þá var enn meiri ástæða fyrir
þig að koma, Kristín. Áður komstu alltaf
og trúðir mér fyrir, þegar eitthvað var
þér mótdrægt.
Kristín kinkar kolli vandræðalega.
— Já, stamar hún. — Það var rangt
af mér, að koma ekki oftar og heim-
sækja þig, en... það skal nú verða
öðruvísi. Ég ætla nú að koma, kannski
á morgun.
Frú Goritskí virðir fyrir sér fölt and-
lit Kristínar og virðist ekki sérlega trú-
uð á þessa staðhæfingu. Allt í einu seg-
ir hún skjálfandi röddu — .... því það
er þó líklega enginn fótur fyrir þessu
slúðri sem gengur um bæinn .... um
þig og þennan nýja mann, sem búið er
að ráða til mylnunnar. Hvað hann heit-
ir nú? Marteinn Brunner!
— Er verið að slúðra niðri í þorpinu
um mig og Martein Brunner? spyr
hún gremjulega.
— Já, það er víst um það, Kristín,
svarar frú Goritskí og lyftir kengbogn-
um vísifingri. Svo þú ættir að gæta vel
að, sérstaklega nú, þegar Marteinn er
á leiðinni heim. Enn standa þær þarna
drykklanga stund og spjalla um bréfið
frá Marteini Goritskí, síðan kveðjast
þær og Kristín heldur áfram göngu
sinni upp hlíðina.
SEM hún stendur fyrir utan hliðið
að heimili Veru Orsini, ætlar hjart-
slátturinn alveg að kæfa hana. Helzt af
öllu langar hana til að flýja. Flýja eitt-
hvað þangað sem hún getur hulið sig
gleymsku, falið sig fyrir öllu og öllum.
Hugsanir hennar eru ein hringiða af
óskum og draumum.
Marteinn! Marteinn Goritskí! í öll
þessi ár hefur hún þráð hann. í öll
þessi ár hefur nafn hans eitt megnað
að færa henni fró. En nú! Nú er hann
lifandi! Eftir fáa daga verður hann
kominn hingað. Hann getur komið
gangandi upp veginn neðan frá veit-
ingakránni, þar sem langferðabílarnir
hleypa farþegum út. Verður þá allt
eins og áður? Eða verður það framandi
maður, er stígur út úr bifreiðinni þarna
niður frá? Hún hallar sér í örvílnan
upp að hliðinu og seilist eftir dyrahamr-
inum.
Það er ekki nema ein manneskja,
sem hún getur talað við nú. Aðeins ein.
Móðir hennar!
Hún hrekkur við undan þungum
dynkjum dyrahamarsins. Síðan stend-
ur hún skjálfandi í þögninni og hlustar.
Þá heyrist fótatak og þjónninn Georg
lýkur upp. Það færist bros yfir andlit
hans þegar hann sér Kristínu.
— Frú Gaspadí, segir Kristín. — Móð-
ir mín!
Georg flýtir sér að víkja til hliðar.
— Móðir yðar verður áreiðanlega
mjög glöð! Síðan leiðir hann Kristínu
til stofu Veru Orsini. — Nú skal ég ná
í hana.
Kristín er alein. Það er hálfrökkur í
stofunni. Og allt í einu lamar angistin
hana á ný. Hvaða erindi á hún hingað?
Hvernig ætti móðir hennar að geta
hjálpað henni? Andartak fyllist hún
ískaldri ró. Hér er ekki nema um eitt
að velja! Hún verður að fara aftur til
Páls, aftur til Glomps gamla og föður
síns .... og segja þeim að brúðkaupið
verðí að halda af svo mikilli skynd-
ingu sem unnt sé. Eftir hverju er að
bíða? Hver dagur mun aðeins færa
henni nýjar þjáningar.
Hún snýr við og býst að ganga til
dyra, en í því er hurðinni hrundið upp,
og Maríon Gaspadi stendur á þrep-
skildinum með útbeidda arma.
— Kristín! Barnið mitt!
Nú sér Kristín það fyrst, að koma
hennar hlýtur að vekja tálvonir hjá
móður hennar. Og við þá hugsun er
sem síðustu kraftarnir svíki hana. Hún
hnígur niður í stól og felur andlitið í
skjálfandi höndum sér:
— Ég hef ekki hugmynd um, hvað ég
á að gera, mamma.
Maríon Gaspadi gengur óttaslegin til
hennar.
— Hvað hefur komið fyrir þig, barn-
ið mitt? Hefur hann nú barið þig aftur?
Kristín lítur upp og tárin streyma
niður kinnar henni. — Nei, en ....
Og svo opnar hún hjarta sitt fyrir
móðurinni, segir henni frá Páli. segir
henni frá skuld föður síns við Glomp
gamla, segir frá öllu, stamandi, hik-
andi og án samhengis og dregur ekkert
undan. Nema bréfið frá Marteini Gor-
itskí minnist hún ekki á.
Móðir hennar stendur þegjandi og
hlustar á, meðan Kristín segir sögu sína.
Og henni verður fljótlega ljóst, hvílík
ógæfa vofir yfir dóttur sinni nú. —
Jæja, það er þá svona, segir hún loks.
— Hann ætlar að selja þig! Hann ætlar
að nota þig til að borga með þjórfé sitt.
Þú átt að fórna þér, til þess að hann. . . .
— Já, en ég hef fallizt á þetta af fús-
um vilja, anzaði Kristín lágt.
— En það er hann sem hefur komið
þér í þessa aðstöðu! Nú sannarlega ....
auðvitað átt þú ekki að giftast þessum
Páli Glomp.
Kristín hristir höfuðið.
— Það er ekki um annað að gera,
mamma!
En samstundis verpur nýrri hugsun
niður í vitund hennar, sem fyrr hefur
veitt henni huggun. Marteinn! Hingað
til hefur það verið hennar eina von: Ef
Marteinn Goritskí væri nú bara kominn!
Hún hefur setið hér í þessari stofu hjá
Veru Orsini og rætt um þá stund. er
hann kæmi heim. Og þær hefur dreymt
um það, báðar tvær, hvernig það bæri
að og hvernig þá rættist úr öllu. Út úr
þögninni sindrar óumræðilegum fögn-
uði. Marteinn kemur heim og hann, en
ekki móðir hennar, mun geta hjálpað
henni og föður hennar.
Hún rankar við sér af rödd móður
sinnar.
— Ég skal draga þig upp úr þessu
foræði, stúlkan mín. Nú skaltu bara láta
niður farangur þinn og koma með mér
til Kölnar.
Kristín stekkur á fætur.
— Nei, mamma! Ég get ekki brugðizt
pabba mínum. Gleymið ekki hverju hann
hefur mátt mæta!
Maríon finnst hún heyra dulda ásök-
un í orðum hennar. Reiði og samvizku-
bit lýsa sér ksvip hennar.— Mátt mæta?
Hvorki meiru né minnu en við höfum
öll orðið að þola. Hún gengur að glugg-
anum og fitlar við gluggatjöldin. —
Finnst þér ég eiga sök á því að faðir
þinn drekkur? spyr hún svo.
Kristín reynir að brosa. — Fyrst þú
spyr mig svona blátt áfram. mamma
.... hverju á ég þá að svara? Ef ég
segi já, væri það rangt svar. Ef ég svar-
aði neitandi, væri það ekki heldur rétt.
Hvorugt ykkar gat víst farið öðrvísi að,
en þið gerðuð. Og hver getur þá talað
um sakir.
Leikkonan horfir furðu lostin á dótt-
ur sína. Jafnvel í þessu vandræða-
Níundi hluti hinnar spennandi framhaldssögu
eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu
22 FÁLKINN