Fálkinn - 07.11.1962, Side 18
SMÁSAGA EFTIR WILLIAM SAROYAN
Það er álit ömmu minnar, guð blessi hana, að allir menn
eigi að vinna, og áður sagði hún við mig: Þú verður að
læra eitthvað þarflegt verk, búa til eitthvað gagnlegt úr
leir, eða tré eða málmi eða dúk. Það sómir sér ekki, að ungur
maður sé alls fákunnandi í heiðarlegu starfi. Er ekkert sem
þú getur búið til? Kanntu að búa til einfalt borð, stól, skál
mottu eða tepott? Er ekkert sem þú getur gert?
Og amma mín leit til mín reiðilega.
Ég veit, sagði hún, að þú þykist vera rithöfundur, og máske
ertu það. Þú reykir vissulega nógu margar sígarettur til
að vera eitthvað, og húsið er allt fullt af reyk, en þú verður
að læra að búa til áþreifanlega hluti, hluti, sem hægt er að
nota, og hægt er að sjá og þreifa á.
Það var konungur í Persíu, sagði amma mín, og hann
átti son, og þessi sonur varð ástfanginn af hirðingjadóttur.
Hann fór til föður síns og sagði: Herra, ég elska hirðingja-
dóttur og ég óska að fá hana fyrir konu. Og konungurinn
sagði: Ég er konungur, og þú ert sonur minn, og þegar ég
dey, átt þú að verða konungur, hvernig getur það verið, að
18 FALKINN
Þú verður að læra eitthvað þarflegt verk, sagði
amma mín, þú verður að læra að búa til hluti, sem
hægt er að nota. — Að svo mæltu sagði hún mér
ævintýrið um prinsmn og dóttur hirðmgjans
þú viljir kvænast hirðingjadóttur? Og sonurinn sagði: Herra,
ég veit ekki hvernig en ég veit, að ég ann þessari stúlku og
óska að fá hana fyrir drottningu mína.
Konungur sá, að ást sonarins til þessarar stúlku var frá
guði, og hann sagði, ég mun senda henni boð. Og hann kallaði
til sín sendiboða og sagði: Farðú til dóttur hirðingjans og
segðu henni, að sonur minn elski hana og vilji fá hana fyrir
konu. Og sendiboðinn fór til hirðingjadótturinnar og sagði:
Konungssonur elskar þig og vill fá þig fyrir konu. Og stúlkan
sagði: Hvaða verk vinnur hann? Og sendiboðinn sagði:
Nú, hann er sonur konungsins, hann vinnur ekki. Og stúlkan
sagði: Hann verður að læra eitthvert verk. Og sendiboðinn
fór til konungsins og tjáði orð hirðingjadótturinnar.
Konungur sagði við son sinn: Hirðingjadóttirin óskar eftir
að þú lærir eitthvert verk. Viltu enn fá hana fyrir konu?
Og sonurinn sagði: Já, ég ætla að læra að flétta strámottur.
Og honum var kennt að flétta mottur úr strái, í litum með
mynstri og skrautlegum myndum, og eftir þrjá daga gat
hann búið til fallegar strámottur og sendiboðinn fór aftur
til hirðingjadótturinnar og sagði: Þessar strámottur eru verk
konungssonarins.
Og stúlkan fór með sendiboðanum til konungshallarinnar,
og hún varð kona konungssonarins.
Dag einn, sagði amma mín, var konungssonur á gangi um
götur Bagdad, og hann kom að veitingahúsi, sem var svo
svalt og hreinlegt, að hann gekk inn og settist við borð.
Þessi staður, sagði amma mín, var samkomustaður þjófa
og morðingja, og þeir tóku konungsson og settu hann í stóra
dýflissu, þar sem mörgum merkum borgurum var haldið
föngum, og þjófarnir og morðingjarnir drápu jafnan þá
feitustu af föngunum og báru þá á borð fyrir þá horuðustu,
og hentu mikið gaman að þessu. Konungssonur var með
magrari mönnum, og það var ekki vitað, að hann væri sonur
Persakonungs, svo lífi hans var þyrmt, og hann sagði við
þjófana og morðingjana: Ég er strámottufléttari, og þessar
mottur eru mjög verðmætar. Og þeir færðu honum strá og
sögðu honum.að flétta þrjár mottur, og hann sagði: Farið
með þessar mottur til hallar Persakonungs, og fyrir hverja
mottu mun hann gefa ykkur hundrað gullpeninga. Og mott-
urnar voru bomar til hallarinnar, og þegar konungurinn sá
þær, sá hann að þær voru verk sonar hans, og hann fór með
motturnar til hirðingjadótturinnar og sagði: Þessar mottur
voru færðar til hallarinnar og þær eru verk sonar míns, sem
er týndur. Og hirðingjadóttirin tók hverja mottu fyrir sig
og leit vandlega á hana og í mynstri hverrar mottu sá hún
letrað á máli Persa boðskap frá manni sínum, og hún skýrði
þessi boð fyrir konunginum.
Og konungur, sagði amma mín, sendi marga hermenn til
aðseturstaðar þjófanna og morðingjanna, og hermennirnir
frelsuðu alla fangana og drápu alla þjófana og morðingjana,
og konungssonur komst heill heim til hallar föður síns og
til konu sinnar, litlu hirðingjadótturinnar. Og þegar pilturinn
gekk inn í höllina og sá konu sína aftur, auðmýkti hann sig
fyrir henni og faðmaði fætur hennar og sagði: Elskan mín,
það er þér að þakka, að ég er á lífi, og konungurinn var
afar ánægður með hirðingjadótturina.
Nú, sagði amma mín, geturðu séð, hvers vegna sérhver
maður ætti að læra heiðarlegt verk?
Ég sé það vissulega, sagði ég og jafnskjótt og ég eignast
nóga peninga til að kaupa sög og hamar og nokkrar spýtur,
ætla ég að gera mitt bezta til að búa til einfalt borð eða
bókahillu.