Fálkinn - 07.11.1962, Side 6
K,>. •• í
Þér gerið kjarakaup með
því að kaupa
/leátée
Spraze og Soft Spraze
hárlakk.
Nýjar umbúðir, sem eru
ódýrari og endast lengur.
SPRAZE heldur hári yðar
bezt og' lengst í föstum
skorðum.
SOFT SPRAZE mun
reynast bezt, þegar þér
þurfið að setja í hárið
með stuttum fyrirvara.
REGULAR EXTRA SOFT
Wn»n«g-an,iri
Heildsölubirgðir: Sterling h. f. Höfðatúni 10. Sími 13649, 11977.
NÝTÍZKU HÚSGÖGN
ELDHDSSETT
FALLEG
VÖNDUÐ
ÖDYR.
SENDUM UM
ALLT LAND.
H N OTA N
HÚSGAGNAVERZLUN
Þórsgötu 1 — Sími 20280.
6 FÁLKINN
Áfengismál enn.
Kæra pósthólf. — Einhvern
tíma í sumar las ég það í
Pósthólfinu, að það verði að
kvarta undan því, að ungl-
ingar innan 21 árs aldurs
fengju ekki aðgang að vín-
veitingahúsunum. í sjálfu sér
er það ágæt regla, sem vín-
veitingahúsin hafa sett þarna,
en ég veit þess dæmi, að ungl-
ingar á áðurnefndu aldurs-
skeiði hafi setið að sumbli á
þeim húsunum. Mér er það
ljóst, að sé unglingur á þessu
skeiði farinn að drekka, þá
heldur hann því oftast nær
áfram. Þess vegna vaknar sú
spurning upp í huga mér,
hvort ekki sé ákjósanlegast
að unglingurinn meðhöndli
vín á almennum veitingastað,
þar sem eru yfirleitt ekki
ofurölva menn og þar sem
mönnum er hent út hafi þeir
einhvern dónaskap í frammi.
Nú hafa einhverjir spekingar
haldið því fram, að umhverfið
móti manninn að sumu leyti
og er þá ekki betra að
blessaðir unglingarnir okkar
drekki létt vín á kúltiveraðan
máta en að þeir séu að þamba
úr brennivínsflöskunum í bíl-
um og skúmaskotum eða á
böllum upp um sveitir?
A. A.
Svar:
Eftir þá ádrepu, sem bind-
indissamur sendi okkur, treyst-
um viö okkur ekki til aö leggja
liér neitt til málanna, en vonum
aö sá bindindissami leggi orö í
belg bráölega.
K. R.-ingarnir og fleira.
Kæri Fálki. — Mér þykir
fyrir því að þurfa að skrifa
ykkur skammabréf, því mér
fellur ágætlega við blaðið.
En það er eitt, að íslands-
mótinu í knattspyrnu er lokið
og þið eigið eftir að kynna
K. R.-liðið. Þeir hafa vel
unnið fyrir því í sumar,
ekki síður en aðrir knatt-
spyrnumenn. Mér finnst þetta
hreint og beint til skammar
fyrir blaðið og óliðlegt að
skilja svona eitt félag eftir.
Því það má halda, að þið séuð
að sleppa þeim alveg og telji
það ekki félag. En þeir urðu
þó alltaf íslandsmeistarar í
fyrra og unnu Reykjavíkur-
mótið í vor, og hver veit um
Bikarkeppnina nú?
Svo vona ég, að þú svarir
bréfi þessu fljótt og vel.
Reiður K. R.-ingur.
Svar:
ÞaÖ var síöur en svo œtlunin
aö skilja K.R. eftir í kynning-
unni á knattspyrnumönnum, en
við veröum aö játa, aö þaö liefur
dregizt af ýmsum ástœöum nolck-
uö á langinn. En í næsta tölu-
blaöi tróna bléssaöir K. R.-ing-
arnir okkar einlwers staöar á
tveimur síöum í blaöinu.
Bréf af Skaganum.
Kæri Fálki. — Nú er svo
komið högum þínum, að ég er
í engum vafa um, að þú vinn-
ir hið erfiða kapphlaup ykkar
vikublaðanna.
Þú hefur sýnt það í verki,
hvers þú ert megnugur í við-
leitni þinni við lesendur þína.
Ber þar síðast að nefna
vísnasamkeppnina, sem allir
sannir og góðir Islendingar
meta mikils. því það er nú
einu sinni svo með okkur
landana, að við höfum frá
alda öðli haft mikið dálæti á
kveðskap.
Mér datt svona í hug að
senda botn og það fleiri en
einn (þótt ég viti ekkert um
hvort það er leyfilegt), en þú
getur þá vinsað það úr, sem
þér finnst bezt.
Ég reyni þetta aðeins að
gamni mínu, því ekki hef
ég fengið neina viðurkenningu
fyrir skáldskap.
Svo óska ég þér gæfu og
gengis á ókomnum árum og
hvet þig til að vera áfram
eins vel úr garði gerður sem
hingað til.
Vertu blessaður.
Á. H.
Svar:
Viö þökkum bréfritara fyrir
þessar vinsamlegu línur og tök-
um jafnframt fram, aö menn
geta sent eins marga botna og
þeir vilja.
Islenzka glíman.
Herra ritstjóri. — í 40. tbl.
þessa árgangs rakst ég á grein
um Judo, japanska sjálfsvarn-
arglímu. í sjálfu sér er ekkert
við það að athuga. en þessi
grein eða viðtal, olli því, að
mér varð hugsað til glímunnar
okkar. Mér hefur verið sagt,
að um þessar mundir sé hún
lítið iðkuð, og áhugi sé lítill
á þeirri íþrótt. Illa er farið,
ef þessi íþrótt leggst niður