Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Side 4

Fálkinn - 17.04.1963, Side 4
séð & heyrt Alec Guinness er mjög vinsæll leikari hér á landi sem annars staðar, og er mynda með honum beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann er nú að leika í nýrri mynd. Heitir hún Hrun Rómaríkis. Leikur Guinness þar Markús Aurelius keisara. Myndin hér að ofan er af því, þegar Guinness ornaði sér yfir opnum eldi á milli atriða. Daniel Gelin, franski leikarinn, sýndi mjög góðan leik í kvik- mynd, sem gerð var eftir leikritinu Tchin- Tchin, sem fékk hér nafnið A undanhaldi og sýnt var í Þjóðleik- húsinu í vetur. Hann er nú á leið til ftalíu, þar sem hann mun leika í tveimur mynd- um. Onnur verður meira að segja gerð í samvinnu við Rússa. Hann er vanur að hafa mörg járn í eldinum, og fyrir skömmu kom hann til Parísar frá Portúgal, en þar hafði hann verið að vinna að myndinni, „Les egarements“, í samvinnu við Pierre Kast. Myndin, sem hér birtist af honum, er tekin á heimili hans í París, meðan hann dvaldi þar við. Kona hans er fyrrverandi sýningarstúlka og heitir Sylvie, drengirnir þeirra heita Manuel, 4 ára, og Fiona, 1 árs. Eruð þér ein af þeim konum, sem fara úr skónum, þegar þær sitja í bíó eða leikhúsi? Vitið þér ekki, að þessi vani getur eyði- lagt hjónaband yðar? Enski fótlæknirinn Keith Blagrave, sem rann- sakar yfir 100 fætur á viku, segir um þennan vana: — Konur, sem fara úr skónum, hvenær sem þær sjá sér færi á, gera það af því, að þær kenna til sársauka, en þær eru orðnar svo vanar þessum sársauka, að þær finna varla til hans. En sárs- auki í hinum viðkvæmu taugum í fætinum, hefur mjög mikil áhrif á skap kvenna. Brátt taka þessar konur að agnúast við eigin- menn sína og það kemur að því, að þær neita algerlega að fara með þeim út; vilja heldur vera heima og arka um gólf í þægileg- um inniskóm. Þetta vandamál skýtur upp kollinum, þegar konurnar eru á milli 40—50. 4 FÁLKINN Erkibiskupinn af Kantaraborg þykir spakur maður vera. Eitt sinn sagði hann í borðræðu: — Ja, æskan hún lætur ekki að sér hæða. Það er ekki nema von, að hún láti fyrirmæli og siðalögmál fullorðna fólksins sem vind um eyrun þjóta, því að fullorðna fólkið virðir þau ekki heldur. ★ Þeir voru bræður Gestur á Hseli og Eirík- ur Einarsson alþingismaður. í mörgu voru þeir ólíkir, þó vissulega mætti segja, að margt væri líkt með skyldum. Einhverju sinni greip þá kerskni og þeir tóku að stríða hvor öðrum og Gestur sagði: — Þú ert eins og þokubakki, sem enginn sér í gegnum. Eiríkur lét ekki standa á svarinu: — Og þú ert eins og opinn gluggi, sem allir hlaupa inn og út um. ★ Gamli G. B. Shaw sagði eitt sinn: — Enskar stúlkur eru þær verstu, sem ungur íri getur mætt. Ef maður slær írskri stúlku gullhamra, þá hristir hún höfuðið í fyrirlitningu og segir: Ó, í guðanna bænum þegið þér.“ En ensk stúlka roðnar og stynur upp með erfiðismunum: „Ég vona að þér meinið, það sem þér segið.“ Og það er fjandi erfitt að útskýra, að það gerir maður ekki. ★ Átta framúr- skarandi skurð- læknar og sex hjúkur gerðu fyr- ir stuttu krafta- verk. Peter Lucas kaupsýslumaður í Lundúnum yfir- gefur spítala sinn heill heilsu. í fyr.sta skipti í veraldarsögunni hafði tekizt að taka nýra úr deyjandi manni og setja yfir í annan. Peter Lucas, kaupsýslumaður sá, sem nýrað var sett í, var dauðans matur, en þá lézt annar sjúklingur í sjúkrahúsinu og læknarnir tóku til óspilltra málanna; þeir tóku nýrað úr hin- um látna og græddu í Peter, og björguðu með því lífi hans. Þegar Peter Lucas yfirgaf svo spítalann, trúlofaði hann sig 19 ára gamalli hj úkrunarkonu, en hún hafði .stundað hann af mikill kostgæfni á sjúkrahúsinu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.