Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Page 7

Fálkinn - 17.04.1963, Page 7
mjög skemmtileg flest. Þátt- urinn eitt orð við ... er alveg príma, meira af svoleiðis. En segið mér eitt, Hvenær ætlið þið að stækka Fálkann? Mér finnst að þið gætuð vel haldið gangandi blaði upp á 50 síður eða meira. Ég hef séð mörg erlend vikublöð, og úr þeim má eflaust þýða margt skemmtilegt efni (t. d. norsku vikublöðunum). Og svo er það eitt ennþá. Hvar getur maður fengið keypta gamla árganga af Fálkanum? Hoffmann Vestmannaeyjum. Svar: Viö þökkum þér bréfiö Hoff- mann og munum taka þetta allt til athugunar. Varöandi eldri árganga af Fálkanum getum viö sagt þér aö á afgreiöslunni getur þú fengiö allt blaöiö frá því aö því var breytt, þ. e. i ágúst 1960 og til þessa dags. Um eldri ár- ganga er lielzt aö leita á forn- sölur. Heimilisfang. Kæri Fálki! Ég sá í blaðinu um daginn að þú útvegaðir heimilisföng Robertino Loreti, Conny Fro- bess og Elvis Presley. Nú langar mig að vita hvort þú getur ekki útvegað mér heimilisfang Otto Branden- burg. Ef það er voða mikil fyrirhöfn þá skaltu ekki vera að því. Ég les alltaf Fálkann og finnst það skemmtilegf blað. Otto Brandenburg er uppáhaldssöngvarinn minn. Svo þakka ég ykkur kærlega fyrir. Ella. Svar: Heimilisfang Otto Branden- burg er: Skandinaviske Grammo- fon, Höffdingsvej 8 Köbenhavn, Danmark. Kynning bóka. Fálkinn vikublað! R,eykjavík. Eitt er það sem mig hefur lengi langað til að skrifa ykk- ur um og þakka fyrir. Það er kynning ykkar á væntanleg- um eða nýútkomnum bókum. Þetta er mjög góð þjónusta og ég veit að það eru margir sem kunna að meta þetta. Ég minnist þess að á s.l. haust kynntuð þið „Syndina“ og „Mína menn“ og einhverjar fleiri bækur. Nú ekki alls fyrir löngu voruð þið með kafla úr bókinni ,,Dagblað“ og þessi kynning á sögunni þótti mér góð. Haukur Jónsson. Góðar framhaldssögur. Kæri Fálki. Mér finnst þú yfirleitt ágætis blað og allir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Ég fyrir mitt leyti les þig venjulega orði til orðs, en systir min ræður krossgáturn- ar. (Hún les þig allan líka). Ég vil sérstaklega þakka þér fyrir ágætar framhaldssögur. Svo óska ég þér langra líf- daga og vona að þú fljúgir enn, með góða skemmtun, út til lesendanna. JMS Árnessýslu. Knattspyrna. Kæri Fálki! Getur þú sagt mér hvort nokkrir aðrir en Albert Guð- mundsson og Þórólfur Beck hafa gerst atvinnumenn í knattspyrnu. Það er vegna veðmáls sem ég spyr þig að þessu og bið þig að hraða svarinu sem allra mest. Með þökk fyrir. Stefán. Svar: Okkur er ekki kunnugt um aö fleiri knattspyrnumenn íslenzkir en þeir Albert og Þórólfur hafi gerst atvinnumenn á þessu sviöi. RíkharÖur Jónsson lagöi ekki út á þessa braut og Helgi Daníels- son fór utan i fyrra haust til aö athuga þennan atvinnuveg en sneri heim aftur þótt honum byðist atvinna. Svar til Jóa. Þaö eina sem viö höldum aö þú getir gert í þessu máli er aö gera ekki neitt. ÞaÖ gefst oft vel!! Fyrirspurn. Háttvirta blað! Fyrir nokkru var viðtal í Fálkanum við Jenna Jónsson dægurlagasmið. í þessu við- tali skýrði hann frá því að væntanleg væru tvö ný lög eftir sig á hljómplötu. Nú langar mig að spyrja hver gefi þessa plötu út. Með þökk. Ólafur. Svar: Hljóöfœraverzlunin Drangey mun gefa þessa plötu út. I HrútsmerkiS (21. marz—20. apríl). Vikan ber góðan árangur, það er að segja ef þér ljúkið einu verki, áður en þér byrjið á því næsta. Það hefur löngum verið veikleiki yðar og hefur oft gert yður lífið brogað. — Haldið ekki fullyrðingum yðar endalaust til streitu, þegar sannað er, að þér hafið farið með alrangt mál. Nautsmerkið (21. apríl—21. maí). Þetta verður erfið og eilítið dapurleg vika, og hið eina sem þér getið gert, er að þrauka og gera ævin- lega það bezta og réttasta hverju sinni. Látið ekki erfiðleikana buga yður. Við fáum öll okkar skammt af þeim og gleðiíegir tímar eru ef til vill á næsta leiti. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní). I þessari viku fáið þér tækifæri til að framkvæma áætlun, sém þér hafið lengi dekrað við í huganum. Stjörnurnar eru sérstaklega hagstæðar fyrir fólk, sem sýslar við viðskipti og önnur peningamál, og þess vegna er óhætt að leggja út í fjárhagslega tvísýnu, ef yður lýst svo. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Það má segja, að utan um líf yðar hafi myndazt fastmótaður og þykkur rammi og út fyrir hann hafið þér ekki farið hingað til. Nú er mál til komið, að brjótast út úr fangelsinu og sjá: Yður mun létta stórlega og ásaka sjálfan yður fyrir að hafa ekki gert þetta fyrr. hjónsmerkið (23. júli—23. ágúst). Vikan byrjar heldur hversdagslega og tilveran verð- ur grá og tómleg framan af. En skyndilega birtir til með komu ákveðinnar persónu, sem er yður einstak- lega hjartfólgin þessa dagana, að ekki sé meira sagt. Þið takið hvort öðru að sjálfsögðu með opnum örm- um og eigið margar unaðsstundir saman. Jómfrúarmerkið (2U. ágúst—23. sept.). Vikan verður erilsöm, en góð, þegar á allt er litið. Þér hafið ýmislegt á prjónunum og eruð þegar á góðri leið méð að koma því í framkvæmd. En þér ættuð að hafa meiri samskipti við annað fólk, segja öðrum frá áformum yðar og þiggja góð ráð og ábend- ingar. Það er ekki á allra færi að standa einn. Vógarslcálarmerkið (2i. sept.—23. okt.). Þér eruð þegar orðinn langþreyttur á því að bíða eftir að eitthvað gerist, og sennilega verður yður loksins að ósk yðar. En ekki verða þeir atburðir allir þægilegir. Þó ætti ekkert að vera svo bölvað, að ekki megi sigrast. á því eða gera gott úr því. Það gildir að halda jafnvæginu, þegar mest reynir á. Sporðdrekamerkið (21. okt.—22. nóv.). Þér hafið löngum unnið þegjandi og hljóðalaust og látið það viðgangast, að aðrir menn fengju heiður- inn af vel unnum verkum yðar. En af tilviljun gerist í næstu viku atvik, sem afhjúpar leyndardóminn. Þér fáið mikið hrós fyrir starf yðar og yður verða falin stærri verkefni. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.). Þér uppgötvið um miðja næstu viku, að algjör straumhvörf hafa orðið í lífi yðar. En ef þér viður- kennið það fyrir sjálfum yðar í tíma og hegðið yður samkvæmt hinum nýju viðhorfum, þá fer allt vel. Það er erfitt að breyta um líferni, en óhjákvæmi- legt, þegar pyngjan heimtar það! Steingeitarmerkið (22. des.—20. janj. Vikan einkennist af atburðum einkalífsins. Það ger- ist sitt af hverju og margt af því nýstárlegt og spennandi. Loksins sýnið þér það áræði að bregða út af vanabundnu lffi yðar, sem var orðið æði þreyt- andi, kannski ekki fyrst og fremst fyrir yður, heldur konuna yðar. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febrj. Þcr fáið sérlega góð tækifæri í þessari viku og fáið erfiði yðar rfkulega launað. Hræðizt ekki, að taka yður fyrir hendur ný og erfið verkefni. Geta yðar og starfsorka er meiri en yður grunar. — Viku- lokin verða upphaf að nýju og rómantísku tfmabili hjá ungu fólki. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). 1 bessari viku gefst yður tóm til að iðka tómstunda- iðjuna, sem þér hafið meiri áhuga á en atvinnu yðar, en hafið getað sinnt lítið að undanförnu. Gætið þess þó, að tómstundaiðkunin verði ekki það mikil, að fjöl- skyldulífið allt verði útundan fyrir bragðið. FALKINN 7

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.