Fálkinn - 17.04.1963, Side 10
ENN SÉST VÉL CLAM VIÐ STÓRSTRAUMSFJÖRU ...
sjóinn, þarna svona 50—60 faðma, þar
liggur vélin úr Clam, — það sér aðeins
á hana í stórstraumsfjöru. — Annað er
ekki eftir.
★
Febrúarmánuður 1950. — Olíuskip
mannað Kínverjum, Englendingum,
Norðurlandabúum leggur af stað frá S-
Ameríku til íslands. Skip þetta ber
nafnið Clam. Það er 10 þúsund tonn
að stærð og er í eigu Anglesaxon
Petroleum Company. Skipið er gamalt,
rúmlega 30 ára. Veður er hér við land
válynd í góu, en skipið kemst þó
klakklaust til Reykjavíkur. Þar á að
skipa olíunni á land. Olíuverzlun ís-
lands h.f. og Shell h.f. eru kaupendur
að farminum. Geymar Olíuverzlunar-
innar standa í Laugarnesi. Þar leggst
skipið við akkeri og leiðslurnar eru
settar um borð og byrjað að dæla olí-
unni í geymana.
Fyrr en varði skall ofsarok á, og
sleit skipið upp og það rak til lands,
strandaði við Köllunarklett. Stýri skips-
ins skemmdist mjög og var dráttarbát-
urinn Englishman frá Hull fenginn til
að draga skipið til Cardiff.
En það var eins og ólánið elti þetta
skip. Á mánudagskvöldið 27. febrúar
var skipið og dráttarbáturinn komin í
Reykjanesröst. Veður hafði farið versn-
andi alla leiðina, og er þangað kom,
var sjór úfinn mjög og talsverður
straumur. Vindur var af suðvestri.
Skipti það engum togum, að olíuskipið
Clam slitnaði aftan úr dráttarbátnum
og rak upp að klettaströndinni. Akk-
erið megnaði ekki að halda skipinu og
hindra strand.
Víkjum þá sögunni í land. Slysa-
varnafélagi íslands berst neyðarskeyti
frá Clam. Segir í skeytinu, að skipið
sé á reki um eina mílu suður af Reykja-
nesi. Það er álandsvindur af suðvestri,
um fimm vindstig, skýjað skyggni
sæmilegt.
Slysavarnafélagið í Reykjavík bíður
ekki boðanna, það sendir þegar út til-
kynningu til Slysavarnarsveitarinnar
Þorbjörns í Grindavík og hringir upp
vitavörðinn í Reykjanesvita og biður
hann að gefa skipinu gætur.
Klukkan 6.30 að morgni hins 28. febr.
1950. Björgunarsveitinni í Grindavík
berast boðin. Hún er beðin að aðstoða
við björgun skipverjanna af Clam. Það
er Tómas Þorvaldsson, formaður björg-
unarsveitarinnar, sem fyrstur fær skil-
mælin. Hann hefst þegar handa, vekur
þá Árna Magnússon, Tungu, skyttu,
og Guðmund Kristjánsson, Brekku,
bifreiðarstjóra björgunarsveitarinnar.
Tómas biður þá að vera viðbúna, og
Hér stendur Tómas Þorvaldsson með
hið eina, sem eftir er á landi úr Clam,
— stöng úr aluminíum, sem notuð var
til að halda uppi kojum.
braut yfir skipið, öðru hverju svo að
við urðum að komast milli ólaga aftur
á skipið, þar sem póstpokarnir voru
geymdir. Og enn urðum við að sæta
lagi til þess að komast með pokana fram
á hvalbak. Þetta var hin mesta glæfra-
ferð. Við fengum 150 krónur fyrir verk-
ið. — Svei mér þá, ég held nú bara,
að það hafi verið súkkulaði eða eitthvað
þess háttar í pokunum, bætir hann við
og hlær.
Tómas bendir okkur á ýmis örnefni
og þeir félagar rifja upp gamlar endur-
minningar. Gamalíel þekkir hér næst-
um hvern stein og hann man glöggt,
hvar líkin af skipverjunum á Clam rak
á land.
— Þarna er Háleygjabjarg, segir
Tómas og bendir.
—- Þar rak lík óþekkta sjómannsins,
sem nú hvílir í Fossvogskirkjugarði. Ég
bar hann á land, segir Manni.
Skammt frá okkur glittir á málm.
— Hvað er þetta spyr ég.
Tómas nær í stykkið. Þetta er stöng,
sívöl úr alumíníum.
— Þessi er úr Clam, segir hann.
Þessar stengur voru notaðar til þess að
halda uppi kojum skipverja.
— Er þetta þá það eina, sem eftir
er úr Clam? spyr ég.
Gamalíel stendur upp og leiðir mig
fram á brúnina:
— Sérðu, segir hann, og bendir út á