Fálkinn - 17.04.1963, Side 16
út úr göngunum og staðnæmast við toll-
stöðina. Út úr bifreiðinni stigu tveir
ungir elskhugar, en ósköp voru þau pír-
eygð, er þau komu út í ítalska sólskin-
ið. Og bifreiðarstjórmn er fyrstur
manna ók hér í gegn, á engin orð yfir
tilfinningar sínar, — að fara gegnum
fjallið á 20 mínútum, hvílík dýrð!
En sleppum nú öllum draumum, skeð
getur þó, að draumur þessi rætist um
árslokin 1963.
Á ætlaður kostnaður við bifreiðagöng
undir hæsta fjall Evrópu, mun verða
yfir 40 millj. dollara.
Eins og moldvörpur brjóta þeir sér
braut gegnum hæsta fjall Evrópu,
frönsku og ítölsku verkfræðingarnir.
Unnið er frá tveim hliðum, svo rætzt
geti sem fyrst ein af tilkomumestu
neðanjárðarfyrirætlunum heimsins.
Þegar sá dýrmæti dagur rís, að þeir
mætast í miðju fjallsins, verður búið að
brjóta upp 99.5 millj. rúmmetra úr
bergi fjallsins.
Samkvæmt áætlunum má vænta að
árleg umferð um bifreiðagöngin verði:
164 þúsund léttar bifreiðar, 24 þúsund
langferðavagnar, 49 þúsund mótorhjól
og 15 þúsund vörubifreiðar. Samtals
eiga þessu flutningatæki að geta flutt
1.5 millj. farþega og 75 þús. tonn af
vörum.
Vafalaust verða þessi jarðgöng þýð-
ingarmikil fyrir samgöngumál Evrópu.
Þau munu stytta leiðina París—Torino
um 220 km. og leiðina París—Mílano
um 313 km. Leiðin milli Genfar og
Torino er nú 317 km. að sumrinu en
síðari hluta ársins 790 km. Jarðgöngin
munu stytta þessa leið niður í 217 km.
á öllum árstíðum. Sex mánuði ársins
er leiðin um Alpafjöll ófær vegna
Hver mundi trúa því, að bráðum
verði ekið bifreið milli Frakklands og
Ítalíu á 20 mínútum?
Þó ótrúlegt sé, mun þetta þó bráðlega
verða veruleiki. Frakkar og ítalir hafa
bundizt samtökum til þess að gera
glæsilega bfreiðabraut gegnum fjallið,
þar sem leiðin er stytzt — 12 km.
Líklegt er að göngin verði fullgerð í
síðasta lagi vorið 1964. Verða þetta
lengstu bifreiðagöng sem gerð hafa
verið og vafalaust verða þau mjög þýð-
ingarmikil samgöngubót fyrir alla Ev-
rópu, enda verður þetta eina færa sam-
gönguleiðin um Alpafjöllin, vetur jafnt
sem sumur.
Höfundur greinarinnar heimsótti
þetta mikla mannvirki, eftir að ftalirnir
höfðu fengið eldskírnina í hinni ævin-
týralegu sókn sinni inn að fjallsmiðj-
unni.
Segir hér frá hinu merkasta er hon-
um þótti, úr för þeirri.
Þeir sem þekkja hvílík torfæra Alpa-
fjöllin hafa verið á samgönguleiðum
Evrópu um aldaraðir, hljóta að sjá sýn-
ir í návist þessa mannvirkis.
Ég sá fyrir mér nýtízku bifreið renna
Það gefur auga leið hvílíkt erfiði er að gera bessi miklu jarðgöng og hér að of-
an sjást nokkrir verkamenn við vinnu sína. Á stóru myndinni hér á móti er lok-
ið nýjum áfanga og 1000 metra markið er sett upp.
Senn fer tími sumarleyf-
anna að hefjast og í þess-
ari grein segir frá mann-
virki, sem auSveldar
ferðamönnum aS bregða
sér frá Ítalíu til Frakk-
lands og öfugt. Hér er
um aS ræða stærstu
jarðgöng í heimi, jarð-
göngin undir Mont
Blanc,
Kortið sýnir hvar jarðgöngin liggja
gegnum Mont Blanc. Þessi stærstu
göng veraldar munu tengja Italíu
og Frakkland milli bæjanna Entre-
ves (ftalíu) og Chamonix (Frakkl.).
LENGSTU
JARDGÖNG
KXEIMS
16 FÁLKINN