Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Síða 18

Fálkinn - 17.04.1963, Síða 18
SMASAGA VALIN AF HITCHCOCK við einhentan mann. Það var ekki sökum þess, að Harry væri hégómlegur. Það stafaði eingöngu af hag- sýni. Hann hafði áhuga á, að enginn gæti skýrt frá „sérstökum einkennum“ í lýsingu sinni á honum. Síðasta verk hans, áður en hann yfirgaf herbergið, sem hann leigði, var að af- hlaða skammbyssuna sína. Hann stakk skotunum í vinstri frakkavasann og óhlaðinni skammbyssunni í þann hægri. Harry var aldrei vanur að missa stjórn á sér, en jafn- vel hæglætismanni getur orðið það á, að valda tjóni með hlaðinni, sjálfvirkri skammbyssu, án þess að Ein ætla sér það. Og refsingin fyrir morð eða morðtilraun er nú einu sinni þyngri en fyrir venjulega rántilraun með hlöðnu skotvopni. Hann snæddi morgunverð og fékk sér kaffibolla í veit- ingahúsinu á horninu, og að því búnu stökk hann upp í strætisvagn og ók til mið- borgarinnar. Harry fór úr við gatnamót, þar sem um- ferð var mikil, gekk dálítinn spöl niður eftir götunni og staðnæmdist fyrir framan bókabúðarglugga. Hann lét eins og eitthvað í glugganum vekti óskiptan áhuga hans, tók upp gleraugu með stór- um, svörtum spöngum og setti þau á sig. Það var ekkert athuga- vert við sjónina hjá Harry, svo að í gleraugunum var venjulegt rúðugler. Hann speglaði sig í rúðunni, og napurt brosið varð hörku- legra. Gleraugun settu allt annan svip á andlitið. Þau voru það bezta af dulargervi hans. Hann var alltaf með gleraugu, þegar hann „vann“, og jafnskjótt og ránið hafði heppnazt, tók hann þau af sér. Með gleraugunum breytti hann líka um fas, hann rétti úr sér og gekk föstum, á- kveðnum skrefum áfram leið sína að marki. Hann fór fram hjá betlara, sem stóð með hattinn í hend- inni og hallaði sér upp að húshorni. Betlarinn hafði hækjur undir herðum og teygði aðra löppina alveg út á gangstéttina, svo að veg- farendur gætu séð, að hann var með staurfót. En Harry endurgalt biðj- andi augnaráð vesalingsins með yfirlætisbrosi. Honum datt ekki í hug að gefa ölm- usumanni, sem gerði sig svona brjóstumkennanlegan. Harry hvæsti illskulega og herti förina. Nú átti hann aðeins ófarið framhjá þrem- ur húsum, áður en hann kæmi að bílastæðinu, sem hann hafði séð sér út fyrir tveim dögum. Það gladdi hann að sjá, að bílastæðið var næstum al- veg fullnotað, en vörðurinn hleypti þó stöðugt inn bílum; höu hann skyldi víst finna rúm fyrir þá, lofaði hann í von um góða aukaþóknun. Bílana átti fólk, sem bjó í úthverfum borgarinnar, en sótti vinnu á skrifstofur í miðborginni. Það skildi bíl- ana hér eftir árla morguns og mundi í fyrsta lagi sækja þá aftur um fjögurleytið. Harry gekk í hægðum sinum þvert yfir bílastæðið og kom út í þrönga hliðar- götu. Hér hafði hann gert at- huganir sínar fyrir nokkrum dögum. Öðrum megin göt- unnar var þétt röð af bílum, sem hafði verið lagt þar. Vörðurinn hafði hagnýtt sér þessa fáförnu götu sem úti- bú bílastæðisins. Hann hafði tekið á sig ábyrgð á bílun- um, en hann hafði ekki tíma til að gæta þeirra sómasam- k lega. Harry gekk meðfram bíla- röðinni, unz hann hafði . fundið bíl, sem honum hentaði — lítinn snotran vagn, sem leit út fyrir að vera auðveldur í akstri. Hann litaðist snöggvast um. Enginn var sjáanlegur, svo að hann opnaði bílinn og settist inn. Kveikjulyk- illinn var í, það vissi hann, til að vörðurinn á bílastæð- inu gæti fært bílinn, ef nauðsyn krefði. Harry var ekki lengi að koma bílnum í gang, og auðvitað ók hann áfram eftir götunni, svo að hann þyrfti ekki að fara framhjá DAGINN sem Henry rændi lánastofnunina, vakn- aði hann á slaginu sjö. Hann svaf alltaf mjög laust og var vanur að vakna um leið og klukkan sló. Síðan opnaði hann fyrir útvarpið. Hann sat uppi í rúminu, meðan útvarpið var að hitna. Harry teygði hægri handlegginn upp yfir höfuð og geispaði. Vinstri hand- leggurinn hafði verið tekinn af honum rétt fyrir neðan axlarlið. Nú skýrði þulurinn frá, hvað tímanum liði, og því- næst komu veðurfregnir. Útlit var fyrir kalt og bjart veður. Harry rumdi ánægð- ur. Hann flýtti sér fram úr og inn í baðherbergið. Hann rakaði sig vandlega og virti andlit sitt rækilega fyrir sér í speglinum. Hann leit út fyrir að vera hress 18 FALKINN og vel fyrir kallaður. Hann hafði nýlega látið skera mikið og rautt hár sitt, og í bláum augunum og um lít- inn munninn lék napurt bros. Þannig brosti Harry æv- inlega. Honum stóð rétt á sama, hvað aðrir héldu um hann, hann skyldi vissulega spjara sig. Hann var lengi að klæða sig, og það olli honum mik- illi fyrirhöfn, að fá gervi- handlegginn til að tolla rétt. Er hann var kominn í frakka og hanzka gat enginn séð, að hann væri fatlaður. Hann hafði lært að koma gervi- limnum þannig fyrir, að hann væri alveg eðlilegur. Honum var það mjög í mun, að enginn á peninga- stofnuninni, sem hann ætlaði að skipta við í dag, tæki eftir, að þeir ættu í höggi

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.