Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 19

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 19
f í verðinum. Brátt var hann í miðri umferðariðunni á að- algötunni. Hann ók af miklu öryggi, en ævinlega án þess að taka á sig hættu. Gervihandlegg- urinn hékk máttlaus niður með vinstri síðu hans, og með hægri hendinni einni saman hélt hann um stýrið. Hann var mjög ánægður með bíl- inn, hann hafði valið þann eina rétta. Og enginn mundi sakna hans fyrr en eigand- inn kæmi til að sækja hann einhvern tíma dagsins. Þá yrði bíllinn aftur kominn á sama stað og hann hafði látið hann. Fáeinum mínútum eftir að Harry hafði tryggt sér bílinn, lagði hann við hornið á göt- gjaldkerann inn um hliðið og áfram gegnum garðinn út á samsíða götu, þar sem lítið bílastæði var tekið frá fyrir þá, sem störfuðu í hinni stóru skrifstofubygg- ingu. Meðan Harry undirbjó ránið, sem hann ætlaði að ráðast í, hafði hann séð gjaldkerann koma á hverj- um morgni stundarfjórðungi áður en skrifstofurnar voru opnaðar, og hann bar alltaf stóra tösku. Ef Harry kysi að draga sig í hlé gegnum garðinn, gæti hann tekið einkabíl gjaldkerans. Eftir nokkra íhugun féll Harry þó frá þeirri hug- mynd. Að ráninu loknu og þegar gert hafði verið að- vart, mundi lögreglan fljót- lega komast að raun um, að bíll gjaldkerans væri horfinn, og lýsingu á hon- um og númeri yrði komið til alls lögregluliðsins í borginni og nágrenni. Það var hættulegra en að ganga hratt framhjá laganna verði, sem væri önnum kaf- inn við að stjórna umferð- inni þessa árdegisstund. Harry steig út úr bílnum, tók kveikjulykilinn og leit snöggt í kringum sig. Þegar svo virtist sem enginn veitti honum athygli, lagði hann lykilinn í sætið, skrúfaði upp rúðuna og skellti hurð- inni. Að sjálfsögðu tók hann áhættuna af því, að láta lyk- ilinn liggja í sætinu, það vissi hann vel, en hann átti einskis annars úrkosta. Hann var einhentur, svo að hann gæti ekki samtímis haldið bæði á skammbyss- unni og töskunni með pen- ingunum. Þess vegna neydd- ist hann til að láta gjaldker- ann bera töskuna. Hann neyddist líka til að láta aka bílnum, því að hanrí þorði einfaldlega ekki að sleppa honum lausum .... alls ekki rétt við hliðina á lögreglu- þjóni. Kveikjulykillinn varð að liggja þarna. Harry þorði ekki að láta hann í vasann, því að þá yrði hann að sleppa af skammbyssunni, Framh. á bls. 30. d - einn fótux* i í unni, þar sem skrifstofur lánastofnunarinnar voru til húsa. Nokkrar sekúndur sat hann undir stýri og svipað- ist um i allar áttir. Fyrir- tækið var til húsa á þriðju hæð í hornhúsinu beint á móti. Það var svo hátt að ekkert sæist neðan af göt- unni, auk þess sem sand- blásið gler var í skrifstofu- gluggunum. Hið eina, sem Harry skyldi vara sig á, var lögreglu- þjónninn, sem stóð á gatna- mótunum og stjórnaði um- ferðinni. Harry virti fyrir sér lög- reglumanninn, sem sveiflaði handleggjunum og snéri sér fram og aftur eins og list- dansari. Það gseti ekki orðið erfitt að forðast þennan náunga, hugsaði Harry. Eftir ránið mundi hann koma niður stig- ana með gjaldkerann á und- an sér til að bera töskuna með hinum stolnu pening- um. Harry ætlaði að ganga rétt á eftir honum með hægri höndina um skamm- byssuna, sem var óhlaðin, í frakkavasanum. Er þeir voru komnir út á gangstéttina, átti Harry um tvo kosti að velja. Hann gæti gengið með gjaldkeran- um þvert yfir götuna að stolna bílnum. Þá yrðu þeir að fara rétt framhjá lög- regluþjóninum. En hann gæti einnig rekið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.