Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 20
Landinn þekkist a ulpunni Þegar ég kom í dyrnar sá ég að hann var að koma rúminu fyrir á sviðinu. Hann var eilítið boginn og þegar hann hafði gengið frá rúminu út við vegginn rétti hann úr sér og mér fannst hann ærið langur þar sem hann stóð á gólf- inu fyrir framan mig nærri tveir metr- ar. — Þú ert fluttur úr skonsunni, sagði ég. Hann leit við og strauk hendinni um hárið. — Já ég er fluttur úr skonsunni, sagði hann. — Það var svo þröngt um mig í henni að ef ég þurfti að hósta varð ég að fara framfyrir, annars fékk ég allt dótið í andlitið. Þeir innréttuðu þetta fyrir mig en það er nú þröngt samt eins og þú sérð. Um daginn vorum við hér fimm og ég er enn að velta því fyrir mérhvernig við komumst fyrir. Það var Gunnar Bjarnason leiktjalda- málari hjá Þjóðleikhúsinu sem tók á móti mér í vinnuherbergi sínu uppi á fimmtu hæð. Út um gluggann sá í Esj- una hvíta í kollinn. — Að hverju ertu að vinna núna? — Þetta er módel að leiktjöldunum í The Hostage eftir Behan. Það er næsta viðfangsefnið, mjög gott leikrit. — Ertu ánægður með þetta módel? — Ja ég veit það ekki. Ef smíðin og útfærslan niðri á sviðinu tekst vel þá er maður ánægður. Hann beygði sig aftur yfir módelið og fór að festa stigann og þegar hann hafði gengið örugglega frá honum rétti hann aftur úr sér. — Við skulum fara niður í Kristals- salinn. Það verður næðissamara. Og við töltum af stað niður stigana Lindargötumegin og yfir sviðið og gegn- um fatageymsluna í aðalinnganginum og uppí Kristalssalinn. Gluggatjöldin voru dregin fyrir og Gunnar dró frá einum glugganum og morgunsólin féll inn á teppið og setti á það ljósa rönd. Það léku rykagnir í geislanum. Við tylltum okkur við litla borðið vinstra megin við styttu af Davíð frá Fagra- skógi. — Var einhver sérsök ástæða fyrir því að þú gerðist leiktjaldamálari? — Þér finnst það kannski hljóma ein- FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.