Fálkinn - 17.04.1963, Page 26
KVENÞJÓÐIN
Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakennari.
Ávaxtahlaup.
Góðir ábætisréttir
Apríkósufrauð.
180 g. þurrkaðar apríkósur.
Vatn.
6 msk. sykur.
6 eggjahvítur.
2 tsk. maizenamjöl.
Smjör í mótið.
Apríkósurnar lagðar í bleyti yfir
nótt, soðnar í íbleytisvatninu þar til
þser eru meyrar. Allur vökvi síaður frá.
Merjið saman apríkósurnar og sykur-
inn.
Smyrjið mjög vel mót, sem er með
beinum hliðum. Eggjahvíturnar (eiga
helzt að hafa staðið 2—3 daga) stíf-
þeyttar, maizienamjölinu blandað sam-
an við, einnig apríkósunum. Hellt í mót
(að %), ekki sléttað að ofan. Bakið
frauðið við 180° í 30—35 mínútur. Opn-
ið ekki ofninn á meðan á bakstri stend-
ur.
Borið fram strax með þeyttum
rjóma eða apríkósusósu, sem búin er til
úr því, sem síað var frá apríkósunum.
Sveskju-bananaábætir.
4 bananar.
200 g. sveskjur.
20 möndlur.
2 msk. smjör.
2 msk. sykur.
% tsk.. kanell.
2 egg.
3 dl. rjómabland.
2 msk. brauðmylsna.
Hellið sjóðandi vatni á sveskjurnar
og látið þær standa tilbirgðar, svo að
þær þrútni út. Steinarnir teknir úr.
Möndlurnar afhýddar og saxaðar gróft.
Bananarnir skornir í sneiðar.
Smyx-jið elfdast mót með smjöri, stráið
möndlum innan í mótið. Sveskjum og
bananasneiðum raðað í, kanelsykri stráð
ofan á. Egg og rjómabland þeytt samán,
setjið brauðmylsnuna saman við, hellt.
yfir ávextina.
Ábætirinn bakaður í ofni við 200° í
30 mínútur, eða þar til eggin hafa hlaup-
ið. Borið fram með köldum rjóma.
Ávaxtahlaup.
4 dl. góð saft.
2i/2 dl. vatn.
1 dl. hvítvín.
% dl. sítránusafi.
10 blöð matarlím.
Blandaðir ávextir, ferskir eða
niðursoðnir.
Matarlímið lagt í bleyti, kreist upp
úr vatninu, brætt, hellt saman við
vökvann, sem er látinn hálfhlaupa.
Látið nokkrar matskeiðar af hlaupi í
bleytt hringmót, ávöxtum raðað fallega
ofan á, þegar það er nær fullhlaupið,
Þegar fyrsta ávaxtalagið er orðið fast
er meira af hlaupi hellt ofan á, síðan
ávextir, hlaup o. s. frv., þar til mótið er
fullt. Látið fullhlaupa á köldum stað.
Borið fram með eggjasósu eða sabayon-
sósu: 1 dl. hvítt vín, % dl. vatn, 2 msk.
sykur, 3 eggjarauður, % dl. þeyttur
rjómi. Allt nema rjóminn sett saman í
pott, þeytt í, suðan látin koma upp.
Þeytta rjómanum blandað saman við.
Ferskjuábætir.
1 dós niðursoðnar ferskjur.
% vanilla eða neugat-ís.
V alhnetuk j arnar.
Raðið ferskjunum á fat, flati kantur-
inn upp. Setjið ísbita á hverja ferskju
og skreytið síðan með valhnetu.
Eplaábætir.
1 kg. epli.
Sykur, sítróna.
2 eggjahvítur.
10 makarónur.
Sherry.
100 g. möndlur.
Þeyttur rjómi.
Eplin soðin í mauk, marin gegnum
sigti, krydduð með sykri og sítrónu
(bæði safa og rifnu hýði). Möndlurnar
saxaðar smátt, eggjahvíturnar stífþeytt-
ar, hvorutveggja blandað saman við
eplamaukið. Makarónurnar látnar á
26
FALKINN