Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Side 29

Fálkinn - 17.04.1963, Side 29
fyrir sakbitnu leyndarmáli. Hann sagði: „Ég var bjáni að sýna þér ekki bréfið í gær. Ég geri aldrei neitt þessu líkt aftur.“ Hann reyndi að rifja upp línu Spencers — „Höfn eftir stórsjói.“ Er Júlía hafði lokið við að lesa bréf- ið, sagði hún: „Ég held hún sé dásamleg kona. En hversu sætt af henni, að skrifa svona. Þú veizt að ég var — aðeins við og við auðvitað — pínulítið áhyggjufull út af henni. Þegar öllu er á botninn hvolft, vildi ég ekki missa þig eftir tíu ár.“ Þegar þau voru í leigubílnum á leið- inni aftur til Aþenu sagði hún: „Varstu mjög hamingjusamur í Na- poule?“ „Já. Ég held það. Ég man ekki. Það var ekki eins og þetta.“ Með loftneti elskhugans gat hann fundið hana færa sig burt frá honum, þó að axlir þeirra snertust enn. Sólin var björt á veginum frá Sunium, hin heita, syfjaða, indæla siesta var fram- undan og þó......„Er eitthvað að, elsk- an?“ spurði hann. „Reyndar ekki.....það er bara .... heldurðu, að þú munir einhvrn tíma segja það sama um Aþenu og um Na- poule, „ég man það ekki, það var ekki eins og þetta?“ „En hvað þú ert mikið elsku fífl,“ sagði hann og kyssti hana. Eftir það léku þau sér dálítið í leigubílnum á leið aftur til Aþenu, og þegar þau voru komin á strætin, settist hún upp og greiddi hár sitt. „Þú ert reyndar ekki kaldur maður, ertu það? spurði hún og hann vissi, að allt var komið í lag aftur. Það var Jó- sefínu að kenna að — augnablik — hafði verið smávægileg deila. Þegar þau stigu úr rekkju til að borða kvöldverð, sagði hún: „Við verðum að skrifa til Jósefínu.“ „O, nei!“ „Elskan, ég veit hvernig þér líður, en þetta var reyndar dásamlegt bréf.“ „Myndapóstkort þá.“ Svo þau komu sér saman um það. Skyndilega var komið haust, þegar þau komu aftur til London — ef það var ekki þegar kominn vetur, því að það var ís í rigningunni og þau höfðu alveg gleymt, hve snemma ljósin voru kveikt heima — þau fóru fram hjá Gillette og Locozade og Smith’s Crisps og sáu Pathenon hvergi. B.O.A.-C. auglýsingaspjöldin virtist daprari en venjulega. — B.O.A.C. fer með þig þangað og kem- ur með þig aftur. í fyrsta sinn hikaði hún áður en hún opnaði bréfið. „Það er sannarlega dá- lítið undarlegt að setja bréf hérna. Heldurðu, að það hafi komizt þangað af slysni?“ „Ég held það væri frekar erfitt.“ Hún las bréfið og rétti honum það svo. Hún sagði með létti, „ó, hún út- skýrir hvers vegna. Það er reyndar al- veg eðlilegt.“ Hann las: Framh. á bls. 33. eitt orð við skókaupmann: Tilbúnir að taka Þegar ekið er inn Hverfisgötuna og komið er inn undir Vitastíg blasir við vegfarendum á húsi hægra megin götunnar stórt neonskilti: Skóhúsið. Margir telja þetta skemmtilegasta neonskiltið í bænum. Þarna hefur verzlunin Skóhúsið aðsetur sitt. Þeg- ar komið er að verzluninni blasa við í gluggunum myndir af þeim per- sónum sem Disney hefur gert fræg- ar um allan heim. Það hæfir líka vel, því Skóhúsið selur aðeins skófatnað á börn og unglinga. Og þegar við áttum þarna leið um eitt sinn litum við inn í verzlunina og hittum að máli Berg Kristinsson verzlunar- stjóraog þótt mikið væri að gera fórn- aði hann okkur nokkrum mínútum til viðræðna. — Hver átti hugmyndina að þessu á móti sumrinu skilti, Bergur? var fyrsta spurning okkar. — Það kom nú eiginlega af sjálfu sér. Við fórum að leita að einhverju sem mundi henta verzluninni og þetta varð útkoman. — Þið verzlið hér eingöngu með barna- og unglingaskó? — Já, við höfum takmarkað okk- ur við það. — Er þetta ekki eina slíka sér- verzlunin á landinu? — Jú og þótt víðar væri leitað, eftir því sem okkur er tjáð. Seljendur okkar erlendis hafa sagt okkur. að ekki væru nema tvær eða þrjár í Evrópu fyrir utan þessa. — Var það af einhverri sérstakri Framhald á bls. 37.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.