Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1963, Page 34

Fálkinn - 17.04.1963, Page 34
PANDA DG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Hugsuðurinn flýtti sér að ruslahrúgunni, sem Panda leyndist í. „Hvers vegna ætlar þú að strjúka á kerr- unni minni?“ spurði hann. „Það var nú kerran, sem strauk með mig,“ svaraði Panda, og skreið frá haugn- um. „Þú kannt ekki að stjórna henni,“ sagði Hugsuð- urinn. „Þú bara.“ „Já, segðu mér það seinna,“ sagði Panda. „Við skulum fyrst ryðja draslinu ofan af lög- reglumanninum, svo að hann verði ekki alve brjál- aður.“ „Nú, hvar er hann?“ spurði Hugsuðurinn for- viða. „Hann er eihvers staðar undir haugnum,“ svar- aði Panda. Panda og hugsuðurinn flýttu sér nú að fleygja drasl- inu frá. Lögreglumaðurinn var óður af vonsku, en hann gat ekki aðhafst neitt, hann var sem afvelta milli tveggja járnstanga. „Ó,“ hrópaði Panda, „hann er fastur með höfuðið milli járnstanganna.“ „Alveg rétt,“ hrópaði vörður laganna, „og þið skuluð þess vegna þurfa að dveljast á bak við járnstengur. Svona flýtið ykkur að losa mig.“ En þar sem Panda reyndi að losa lögreglumanninn, fóru járngrindurnar allt í einu af stað, hægt í fyrstu, en síðan með vaxandi hraða. „Stopp“, hrópaði reiði lögregluþjónninn. En Panda gat ekkert gert, hann stóð bara og horfði. Járngrindin lenti á þorpsvatnsbólinu. Lögregluþjónn- inn sat á henni og vakti þessi sýn feikna athygli. Brátt bar að bæjarstjórann, sem vildi kynna sér málið. „Hvað á þetta að þýða, sagði hann, liggja í rúminu um hábjartan daginn og það meira að segja á almanna- færi. Þú ættir að skammast þín.“ Ég var b ... ar . .. a að rey ... na st... op ... pa .. kerruna," sagði lögregluþjónninn. „Hún ók á ólöglegum hraða.“ „Handkerra?“ spurði bæjarstjórinn, „þig hlýtur að vera að dreyma.“ En lögregluþjóninn hafði ekkert dreymt. Hugsuðurinn, sem var á rúlluskautum, stýrði kerrunni út úr þorpinu. Panda sat ofan á henni. 34 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.