Fálkinn - 17.04.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG BRÚÐUR SÆKDNUNGSINS
Unga korian, sem björninn var að elta, veir að þrotum komin.
Kjóllinn, sem var henni þröngur, gerði henni erfitt um allar
hreyfingar. Hún datt í grasið. Björninn urraði og gerði sig
líklegan til að ráðast á bráð sína. Ottó hélt niður í sér an,danum.
Ef björninn nœði að festa klónum um háls hennar var þegar
úti um hana. Hann varð að reyna að lokka björninn frá kon-
unni. Hann hrópaði hátt og baðaði út handleggjunum. Björn-
inn sneri þegar í áttina til Ottós og hann dró sverð sitt úr fatii.
Undarleg voru þau hljóð, sem bárust Danna til eyrna. Bjarnar-
urr, mannsóp og konuskrækur, blandaðist allt saman. Hann
gat ekki séð, hverju fram fór, en hann gat vel ímyndað sér það.
En forvitni hans óx, eftir því sem mínúturnar liðu og að lok-
um gat hann ekki á sér setið að athuga, hvað væri að gerast.
Hann teymdi hrossin þangað, sem hildarleikurinn var háður.
Björninn bauð Ottó faðm sinn, hann teygði út hrammana og
ef högg hans hefðu hitt, þá væri Ottó ekki lengur í tölu lifenda.
En Ottó var aðeins að bíða eftir því að geta reitt honum bana-
höggið. Danna létti þegar hann sá, að Ottó var ekki í bráðri
hættu og hann var því feginn að þurfa ekki að blanda sér í
bardagann. og hann fann það einhvern veginn á sér, að stúlku-
kindin mundi valda þeim vandræðum.
Björninn fylgdist með hverri hreyfingu Ottós. Og hinn frækni
riddari sá sér ekki færi á að höggva, til dýrsins. Hann varð að
breyta um baráttuaðferð. Hann snerist á hæl og vonaði, ef
björninn elti hann, að hann mundi láta hrammana síga. Að
lókum, þegar björninn hafði elt Ottó nokkra hringi, fór hann
á fjóra fætur. Bardaganum var lokið. Stúlkan, sem fylgzt
hafði með bardaganum, stóð á fætur og ætlaði að rjúka af
stað. En eftir nokkur skref datt hún. Hún brast í grát. Þegar
Ottó ætlaði að hugga hana, þá leit hún óttaslegin í kringum
sig eins og hún byggist við einhverri hættu á næstu slóðum.
FALKINN
35