Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 4
& heyrt Njósnarinn mikli. Elysea Bzana, var herbergisþjónn í brezka sendiráSinu í Tyrklandi á stríðsárunum. Hann njósnaði fyrir öxulríkin og lét Þjóðverja vita um þýðingarmiklar ráðagerðir bandamanna. Hann gekk undir nafninu Cieero. Bók um njósnastarfsemi hans hef- ur komið út í íslenzkri þýðingu. Honum hefur nýlega verið boðið til Parísar En franska sjónvarpið ætlar að eiga viðtal við hann. Cicero var mjög virkur njósnari og ljóstraði mörgu upp, sem Þjóð- verjum hefði komið mjög vel, ef þeir hefðu trúað því. — Endur- minningar hans hafa verið þýddar á mörg mál og nýlega var gerð kvikmynd um ævi hans. Leikur James Mason aðalhlutverkið. — Bazna er nú kvæntur maður og á sex börn. Hann græddi enga peninga á njósnum sínum, því að Þjóðverjarnir létu hann hafa falska mynt. Sjálfur segir hann um njósnastarfsemi sína: „Ég vann í þjónustu friðarins. Ég vildi ekki, að föðurland mitt færi í styrjöld.“ Myndin hér sýnir Cicero á götu í París. ☆ Hann er höfðinglegur til að sjá, kobbinn þessi, enda varð okkur ekki um sel er við sáum hann í þýzku blaði, því að við héldum, að hann hefði hingað til spókað sig á síðum Alþýðublaðsins. En þetta er miklu tignari selur; hann er af sæljónakyni og á heima í dýragarði í Þýzkalandi og er eftir- lætisdýr allra þeirra, sem í garð- inn koma að staðaldri. ☆ Þetta er víst líka list, þótt ekki hafi klæðskeri komið nálægt verkinu. - Þetta er málverk, sem sýnt var í Wood- stock safninu í ÍVfayfair og mál- arinn heitir Barry Fantoni og er frá ftalíu. Danski leikar- inn Ebbe Rode er fálátur maður hversdagslega. — Hann á líka til að vera ruddalegur, svo að jafnvel samstarfsmönnum hans, sem ýmsu eru vanir, ofbýður. Hverju sinni snæddi hann morgunverð með sænskum leikara, sem þótti mjög siðavandur. Yfir borðum mæltu þeir ekki orð af vörum, en þegar Ebbe Rode hafði lokið við að borða, setti hann fæturnar upp á borðið svo að segja alveg upp í hinn sænska og virðulega leikara. Svíinn varð mjög undrandi yfir framkomu hins danska kolleka síns, en dó samt ekki ráðalaus. Hann tók tekönnuna og hellti gúlsopa upp í buxna- skálmina á Ebbe Rode. En þá teygði Ebbe Rode sig yfir borðið, greip sykurkarið, setti tvær skeiðar í skálmina, því næst greip hann rjómakönnuna og setti smá lús út í — síðan tók hann teskeið, og hrærði vel og lengi í. Þess ber að geta, að hann var upptekinn við að lesa blað meðan á þessu stóð. ★ Á manndómsárunum starfaði franski rit- höfundurinn André Maurois sem blaðamaður við þekkt og vinsælt vikublað í París. Hann ritstýrði þar m. a. bréfakassa, en til hans gátu lesendur, — sérstaklega konur, snúið sér, ef þeim lá eitthvað á hjarta. Starf þetta var honum ekkert gleðiefni og má marka það af sögu þeirri, sem hér fer á eftir: Ung stúlka hafði sent honum svohljóðandi spurningu: — Getið þér sagt mér, hvers vegna unnusti minn lokar alltaf augunum, þegar hann kyss- ir mig? — Ef þér sendið mynd af yður, gætum við kannski svarað spurningunni. Maurice Cheva- lier er ljúflingur frönsku þjóðarinn- ar, einkum kven- þjóðarinnar. Dag nokkurn fékk hann bréf afhent og þegar hann hafði lesið það, varð hann mjög áhyggjufullur á svip. — Hvað er að? spurði vinur hans. — O, það er maður hérna að skrifa mér og hann segist skyldi drepa mig, ef ég láti ekki dóttur hans í friði. — Nú, þá er ekki margra kosta völ. Þú verður að hætta að eiga stefnumót við stúlk- una. — Það er nú hægara sagt en gert, svaraði Chevalier og rétti vini sínum bréfið, — get- urðu lesið undirskriftina? c 4 PÁLKINN i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.