Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 5
úrklippusafnið Sendið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á í blöðum og tímaritiun. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. Þjóðviljinn 9. maí ’63. Sendandi: S. A. KAFBÁTUR, SEM GETUR ABhAAiila Jkwkmtf Vikan 9. maí ’63. Sendandi: Josteg. Vélritunarstúlka óskast háJfan daginn til byggingarefna Rannsóknar- deíldarmnar, Lækjarleig 2, uppjýsingar að Skúla- götu 4, 3. hæð, Atv'nmudeiid Háskótans, Morgunblaðið 14. maí ’63. Sendandi: H. H. Sendandi: S. M. Prestarnir Þegar Peron var við völd í Argentínu, hélt hann veizlu einu sinni sem oftar. Eva Per- on var í veizlunni og var í mjög fleygnum kjól. Um háls- inn bar hún perlufesti og nið- ur á brjóstið lá kross, alsett- ur perlum. Preláti nokkur stóð mjög lengi við hliðina á henni og rannsakaði hana ýtarlega. Predikarinn og púkinn Látið freistinguna fram lijá yður fara. Nei, það er ekki víst, að hún komi aftur. — Er það krossinn minn, sem þér eruð að dást að, fað- ir? spurði Eva. — Nei, það er nú eiginlega ræningjarnir tveir báðum megin við hann, svaraði hinn frjálslyndi klerkur. Læknarnir Prófessor Sauerbruch var fáorður maður og vildi einnig að sjúklingar og samstarfs- menn sínir væru það. Ein- hverju sinni kom á lækninga- stofu hans kona, sem var mjög fáorð. Hún gekk rakleiðis inn til hans og sagði ekki orð, heldur sýndi hönd sína, sem var blá og bólgin. — Bruni? spurði læknirinn. — Datt, sagði konan. — Heitan bakstur. Næsta dag kom konan aft- ur og varð samtalið á þessa leið: — Betri? — Verri. — Heita bakstra. Nokkrum dögum síðar kom konan í þriðja sinn. — Betri? spurði læknirinn. — Já, reikninginn. — Ókeypis allt, svaraði læknirinn, skynsamasta kona, sem ég hef hitt. Ræðumennirnir Þingmaður einn í stóru kjördæmi úti á landi hugðist gera skyldu sína og ætlaði að fara í skóla hérðsins og sjá, hvernig fræðslu unglinganna væri háttað. Hann boðaði komu sína fyrirfram. En nú vildi svo óheppilega til að fyrsta barn hans fæddist sama daginn og hann átti að flytja ræðu í stærsta skólan- um. Þingmaðurinn hringdi þegar í skólastjórann og sagði honum, að hann mundi ekki geta flutt þessa ræðu. — En segðu mér eitt, svona til að svara forvitninni, hvað ætlið þið að gera í staðinn? Ætlar einhver annar að tala í minn stað? — Ætli við gerum ekki bara hreint og gefum svo fri, svaraði skólastjórinn. Þjóðernið Auðugur, enskur aðalsmað- ur var í veizlu, sem haldin var í einu af sendiráðum Arabaríkjanna. Hann talaði við Araba nokkrurn og var drjúgur með sig. „Þeir segja mér, mælti hann, að þið Ar- abar dýrkið sólina.“ „Það munduð þið líka gera, svaraði Arabinn, ef þið sæuð hana nokkurn tíma.“ Kvikmyndastjörnurnar Mae West var ein af skær- ustu stjörnum þöglu kvik- myndanna. Eitt sinn fór hún í veizlu í Stork Club í Nýjork. DOMIMI Bölsýnismaður er sá maður, sem hefur hlustað of lengi á bjartsýnismann. Þegar hún afhenti afgreiðslu- stúlkunni pelsinn sinn, varð veslings afgreiðslustúlkunni að orði: — Ó guð minn góður. Mae svaraði: — Já, hinn góði guð hefur ekkert haft með þennan pels að gera. Hermennskan Sonurinn kom heim frá vígvöllunum og umhyggju- söm móðir hans spurði: — Jæja, drengur minn, hvernig var nú rúmið þitt — var það þægilegt? Hermaðurinn ungi þagði andartak og var hugsi, en svaraði svo: — Ég veit það ekki mamma, ég svaf bara í þvi. Sjúkdómarnir Samuel Johnson, hinn frægi enski rithöfundur, hafði ein- hverju sinni hlustað lengi á vin sinn segja frá meltingar- truflunum sínum. Þá sagði hann: — Vertu ekki eins og köng- urló, — sem spinnur stöðugt umræður úr innyflum sínum. sá bezti Júrí Gagarín, sovézki geimfarinn, fór til Indlands skömmu eftir að hann kom utan úr geimnum. Þegar móttökuathöfninni var lokið, átti að sýna kvikmynd úr geimförinni fyrir ráðherra og þingmenn. Fyrirfólkið settist niður og sýningin hófst. Þingmenn og ráðherrar létu nú fara vel um sig í þœgilegum stólunum, en allt í einu stanzaði sýningin og hvernig sem sýningarmað- urinn reyndi, gat hann ekki komið filmunni í rétt horf. Utanríkisráðherrann fór nú til sýningarstjórans og kvart- aði undan þessu, og sagði að tíminn vœri skammur. Sýningar- stjórinn svaraði: — Myndin er rússnesk og filman einnig, en sýningarvélin er bandarísk. Það er ómögulegt að fá þœr til að vinna saman. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.