Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 22
pliaedi^a Jafnvel þótt ég sæi Grikkland aldrei aftur, hefði mig ekki langað þangað mikið. Alltaf þegar ég var næstum tilbúin að fara inn í herbergið aftur, byrjaði ég að gráta aftur og varð að bíða nokkra stund í viðbót. Ég var ákveðin í að láta Alexis ekki sjá mig svona niðurbrotna. Ég hlýt að hafa verið þarna i langan tima, því að skyndilega heyrðist rödd hans gegnum dyrnar: ,,Phaedra, — er allt í lagi með þig?“ Ég gat ekki varizt brosi yfir æsing- unni í rödd hans. Hann hlýtur að hafa haldið, að ég væri að reyna að fyrirfara mér. Ég svaraði eins rólega og ég gat: „Já, já, hafðu engar áhyggjur. Ég kem strax fram.“ Þögn. Svo sagði hann: „Hvað ertu að gera Phaedra? Hvers vegna hleypir þú mér ekki inn?“ „Ég get það ekki. Ég er að laga and- litið á mér og það er ýmislegt sem jafnvel þú hefur engan rétt á að vita,“ sagði ég. Þar og þá ákvað ég, að þeim tíma sem við áttum eftir að vera sam- an, mætti ekki spilla með væntanleg- um skilnaði. Síðustu endurminningar okkar áttu að vera fullkomnar. Við höfðum að minnsta kosti tuttugu og fjór ar stundir til stefnu og ef við værum hamingjusöm gat svo margt skeð enn þá. Ég flýtti mér að gera sjálfa mig frambærilega og þótt augu mín væru enn nokkuð bólgin fór ég fram og fann hann sitjandi nálægt dyrunum, enn í baðsloppnum, andlit hans lýsti kvíða. Er ég nálgaðist hann, dró hann mig að sér og hvíldi höfuð sitt á mitti mínu, og faðmaði mig svo fast, að ég náði varla andanum. Ég hélt að augu mín ætluðu að fara að baðast í tárum aftur og ég losaði mig til að lyfta andliti hans og sagði við hann: „Við skulum fara og skoða öll þessi söfn, sem þú vildir sýna mér.“ Augu hans voru dökk, og ég gat ekki skilið, hvað var í þeim. Hann horfði beint á mig eins og hann væri að rannsaka mig til að geta málað andlitsmynd. Drættirnir kringum munn hans voru harðir og aftur sá ég manninn, sem hann ætlaði að verða, birtast gegnum æsku hans. Ég beið spennt, kannski vonaðist ég eftir skýru ákvörðunarorði. En það kom ekkert. Hann stóð upp og byrjaði að klæða sig. Meðan ég beið horfði ég út um glugg- ann og naut litadýrðar og ferskleika hins fagra vordags. Þetta var dagur til að fara í ferðalag á eða ganga eftir margmennum breiðgötunum. Ég gat ímyndað mér Alexis og mig gangandi hönd í hönd eftir hinum hversdagslegu verzlunargötum, slæpast á hinum glæsi- 22 FALKINN legu tröðum með sínum áhrifamiklu, dýru gluggasýningum og ágætu við- skiptavinum, eða sitjandi þögul á gang- stéttarkaffihúsi á Champs Elyséé og horfa á hina iðjulausu og þá, sem flýta sér, farandi fram hjá í glampandi sól- skininu. Við stigum inn í leigubíl fyrir utan húsið og skiptumst varla á orðum. Þögn hans olli mér áhyggjum og ég horfði á vangasvip hans, en hann sagði ekki neitt. Hann lét bílstjórann hafa heimilisfang á Montmartre. „Hvað er þar?“ spurði ég. „Þú munt sjá það,“ var svar hans og einu sinni enn sátum við þegjandi á hinni löngu leið, en í þetta sinn voru engin ástríðuflóð, sem þurfti að stífla og engin óþolinmæði vegna tafa. Ég horfði út á þúsundirnar, sem voru að gera innkaup sín. Staður og stund voru daglegt brauð í augum þessa fólks. Hugur minn beindist hins vegar allur að umhverfinu, París, og síðasta degin- um okkar. Mig langaði til að vera í hópi þessa fólks, bera körfu til hinna litlu mat- vöru- og grænmetisverzlana, snúa aftur með nýja velvalda ávexti og stórar brauðiengjur, vafðar í merkt blöð. Eða kannski gæti ég, þegar öllu var á botn- inn hvolft, unnið fyrir mér sem söng- kona með því að syngja í einum af þess- um iistamanna-kabarettum á Montmar- tré, og sofið út á morgnana og setið fyr- ir hjá Alexis . . . Hann sat enn uppi og var augljóslega niðursokkinn í hugsanir sínar. Ég þreif- aði eftir hönd hans á sætinu og hún lá mjúk í hönd minni. Svo sneri hann sér við og leit á mig, alvarlegur og fjarrænn. Ég hafði það á tilfinningunni að við værum á leið til að heimsækja einhvern sjúkan eða dauðvona. Bros eða atlot hefðu ekki verið viðeigandi. Ég dró höndina að mér og leit undan. Þegar við komum þangað, reyndist það vera pínulítið listasafn í þremur herbergjum, þar sem fjöldi óinnramm- aðra málverka hékk án minnsta tillits til ljóss og nokkrar ófullgerðar mynda- styttur stóðu á eldhússtólum í hornun- um. Alexis tók mig við hönd sér og leiddi mig um herbergin, þangað til við komum út í lítinn garð, sem var í full- komnu ósamræmi við húsið. Vegur um- lukti hann og falleg blóm og skriðjurtir uxu alls staðar. Stórt og vandað fugla- búr hékk á staur og hinir angalitlu ibúar þess sungu glaðlega í sólskininu. Það voru nokkrir málaðir járnstólpar þarna og borð með marmaraplötu í miðju. Vínflaska og brauð og ostur gáfu til kynna, að eigandinn væri ekki langt undan. Alexis lét mig setjast nið- ur og sjálfur fói’ hann aftur inn í húsið að leita að íbúum þess, Ég sat þarna ein drykklanga stund og lét sólina skína á andlit mitt og harmaði það ekki einu sinni, að ég hafði ekki dökk gler- augu til að skýla augunum. Það var friður og fegurð í litla garðinum, sem var í ósamræmi við hina önnum köfnu borg í kring. Ég ætlaði að fara að brjóta sneið af brauðinu, þegar ég leit upp og sá á litl- um svölum, sem voru yfir garðinum, unga stúlku í svörtum undirkjól. Hún greiddi, dökkt, blautt, sítt hár sitt. Hún brosti og veifaði hendinni og ég veifaði á móti, agndofa yfir fegurð hennar og algjörlega afslappandi stellingu. Augu hennar voru græn eða blá og þau glömp- uðu eins og gimsteinar á brúnu andlit- inu. Hún skeytti svo lítið um útlit sitt, að ég gerði ráð fyrir að hún væri fyrir- sæta hjá listamanni og ég öfundaði hana skamma stund. Ég byrjaði að borða brauðið og við og við skoðaði ég hana út undan mér. Skyndilega birtist lítið barn á svölunum og stúlkan fór að fást

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.