Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 33
HVAÐ GERIST í NÆSTU VIKU? Velklædd kona vandar val sitt. Hún kýs sér beztn og þægilegustu föt, yzt sem innst. Það er þýðingarmikið að velja sér hentug og ])ægileg slankbelti og brjóstahaldara. SLANKBELTIÐ MODEL 700 gerir vöxtinn mjúkan og spengilegan. Fáanleg með og án renniláss í 3 stærðum í livítu. BRJÖSTHALDARI MODEL 235. Með eða án hlírabanda i A og B skálaslærðum bæði i hvitu og svörtu. Fásl í vefnaðarvöruverzlunum um land allt. Heildsala: DAVlÐ S. JÓNSSON & CO., H.F., Reykjavík. LADY H.F. Iífstykkjaverksmiðja, Laugavegi 26 — Sími 10-11-5. Hrútsmerkið (21. marz—20. apríll. Þótt ekki verði mikið um skemmtanir í þessari viku þá verður hún í alia staði skemmtileg og ánægjuleg. St.iörnurnar iofa miklum framförum og afköstum í þessari viku og þér náið árangri sem þér verðið stoltur af. NautsmerlúÖ 21. avríl—21. maV. Ef þér sýnið dugnað og áhuga í starfi yðar, biða yður miklir framtíðarmöguleikar. Ástarmálin eru undir sérstaklega hagstæðum afstöðum þessa viku og þér munuð finna þess glögg dæmi að eldur í öskunni leynist. Tvíburamerkiö (22. maí—21. júnV. Það er ágætt að vera uppfullur af alls konar hugmyndum en það er líka nauðsynlegt að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd. Þessi vika gæti orðið yður hagstæð f.iárhagslega en þér skul- uð vara yður á persónu sem sækist m.iög eftir kunningsskap við yður. Krabbamerkiö (22. júni—22. júlV. Nú skuluð þér gera yður dagamun og fara út að skemmta yður. Ýmsir erfiðleikar sem þér hafið átt við að stríða eru nú senn á enda og góðir timar taka við. Varist þó að lofa of miklu sérstak- lega ef þér vitið að erfitt er að standa við þau loforð. Ljónsmerkiö (23. júlí—23. ágústJ. Þér ættuð ekki að stara í blindni á eigin siónar- mið, heldur reyna að skil.ia skoðanir annarra. Þér skuluð rifia upp kynni við persónu sem þér hafið hugsað mikið um að undanförnu þvi það gæti orð- ið ánæg.iulegt fyrir báða aðila. Q Q Jómfrúarmerkiö (2Ji. ágúst—23. sept.J. Nú er um að gera að halda vel á spöðunum og nota til fullnustu öll þau tækifæri sem bióðast kunna. Þér ættuð líka að vera örlítið meira gagn- rýninn á gerðir yðar því það gæti komið yður að gagni i framtiðinni. Vocjarskálamerkiö (2j. sept.—22. oktJ. Stiörnurnar segj'a að allt muni ganga vel hiá yður i þessari viku og þér munuð uppskera eins og til var sáð. Þér ættuð þó að fara varlega með peninga næstu dagana og gæta vel að í hvað þeir fara. Sporödrekamerkiö (2i. okt.—22. nóvJ. Þér ættuð ekki að ráðast i stórar framkvæmdir í þessari viku heldur sk.ióta málunum á frest og bíða betri og hentugri tíma. Þér ættuð að fara í ferðalag sem þér hafið lengi haft í hyggiu því það mun verða m.iög ánæg.iulegt. Bogamannsmerkiö (23. nóv.—21. des.J . Þér munuð kynnast nýiu og skemmtilegu íólki í þessari viku og þau kynni munu vara lengi. Ekki verður mikið um stóra atburði í þessari viku en margt skemmtilegt gerist. Vinur yðar einn þarf á h.iálp að halda. SteingeitarmerkiÖ (22. des.—20. janúar). Þér getið búizt við því, að miklar kröfur verði gerðar til yðar á næstunni og þér ættuð að gera allt sem þér getið til að uppfylla þær kröfur. Enn sem fyrr er nauðsynlegt að hafa gát á fiármál- unum og rasa ekki um ráð fram. Vatnsberamerkiö (21. janúar—19. febrúar). Það er mikil nauðsyn á að leysa öll þau verk- efni vel af hendi sem yður kann að vera falin. Að vísu eru þetta ekki öll stór verkefni en ef þér leysið þau vel verður yður falin stærri síðar. Verið skapgóður. skamerkiö (20. febrúar—20. marz). Þér skuluð legg.ia mikla rækt við vinnu yðar í ssari viku og ekki taka neinar stórákvarðanir þess að huga vel að öllu. Takið með karl- ;nnsku á móti öllum erfiðleikum og sýnið að r hafið einhvern manndóm. FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.