Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 10
 IL UÍIbiHÆ 'lCllSS Ætí1 fllSf . A aff. n r 'lBPHIfcanniii pppiíppr SMÁSAGA EFTIR COHRAD FROST Ég var velefnuð ekkja, herra Jones, og húsið, sem við búum í, er afar stórt. Ég bý hér með dóttur minni og vinnu- konunni. Mér finnst einhvern veginn öruggara að vita af karlmanni í húsinu. Frú Templer opnaði dyrnar á stóru, skemmtilegu, næstum ríkmannlegu herbergi, og þegar hún fór, andvarpaði Jones ánægjulega, settist í einn af hæg- indastólunum og kveikti sér í vindlingi. Þetta leit vel út. Hér voru eins mikil þægindi og á bezta gistihúsi, gegn lítilli borgun. Auk frú Templer hafði hann aðeins séð vinnukonuna, gamla, skorpna kerlingu. Hann hafði ekki hitt dótturina ennþá, og beið þess heldur ekki með neinni eftirvæntingu. Hún líktist áreið- anlega hinni stóru, grófgerðu móður sinni, með ofþroskaðan barm og vott af yfirskeggi. Hann var viss um að dótt- irin væri gömul piparmey. AUt hentaði þetta Jones jafn vel. Hann hafði sínar eigin ástæður til að óska þess að líf hans í framtíðinni mætti verða þægilegt og kyrrlátt, án nokkurra stórtíðinda. Það eina, sem hann beið með eftirvæntingu, var miðdegisverð- urinn. Og hann reyndist með afbrigð- um góður. En koma ungfrúarinnar Templer hafði þau áhrif, að honum fannst maturinn verða að sandi í munni sér. Hann varð svo hvumsa við kynn- inguna, að hann naut ekki matarins. Hann braut stöðugt heilann um, hvern- ig svona grófgerður og drottnunargjam kvenmaður hefði farið að því að eignast svona blíðlega og yndislega dóttur. 10 Hann fann, að hann laðaðist að henni, og honum gramdist það, því hann var ekki vanur að láta konur hafa mikil áhrif á sig. Þegar kaffið var borið inn, stóð frú Templer skyndilega á fætur. — Ég verð því miður að fara og hvíla mig, herra Jones, sagði hún brosandi. — Það er hjartað, skiljið þér. Hún lyfti glettnislega einum af feitum fingrum sínum. — Þessir hræðilegu læknar! Maður neyðist til að hlýða þeim, hversu miklir harðstjórar sem þeir annars eru. Hann opnaði kurteislega dyrnar, fann til léttis, er hann lokaði hurðinni á eftir henni. — Það er erfitt að ímynda sér nokk- urn kúga mömmu, jafnvel, þó hann sé læknir, sagði ungfrú Templer óvænt. Þau tóku tal saman, og orð hennar komu honum jafn mikið á óvart og út- litið. Hún hét Súsan, og sagði honum í óspurðum fréttum að hún væri þrjátíu og tveggja ára gömul. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði glettnis- lega á hann. — Jæja, svo þér eruð þá nýi leigj- andinn okkar, sagði hún. — Ég vona innilega að yður megi líða vel hér, og að þér farið ekki allt of fljótt héðan. Hann velti því fyrir sér, hvort hún ætlaðist alltaf til að orð sin ofbyðu fólki. — Ég á bágt með að skilja, að nokk- urn langi til að fara fljótt héðan, sagði hann. — Það langar kannski engan til þess, en stundum þolir hjarta móður minnar ekki að við höfum gest. Það fólst ein- hver broddur í orðum hennar, og Jones vissi ekki hvað hann átti að halda. — Jæja, þá verð ég bara að treysta því, að heilsa móður yðar fari batnandi. — Það veltur allt á yður, sagði hún. — Mettími, þolinmæði hennar er um það bil ár. Það var þegar herra Lucroft bjó hér. Hún andvarpaði. — Mamma gerði sér miklar vonir um herra Lu- croft. — Ég skil ekki .... sagði Jones. En hann skildi þetta fullkomlega og skelfd- ist. Hún horfði fast á hann andartak. Ég er alltaf jafn undrandi yfir því, hversu barnalegir karlmenn eru. Ég ákvað að tala hreinskilningslega við næsta leigjanda mömmu. Sjáið þér til, herra Jones, mamma þráir að ég giftist. Hún hefur erfiðað í fleiri ár. Þér eruð annað og meira en leigjandi, — hún vonar að þú sért tilvonandi tengdasonur hennar. Blá augu hennar virtu hann fyrir sér með meðaumkunarblandinni glettni. Hann gat ekki gert sér grein fyrir hvoru þeirra hún vorkenndi, honum eða sér, eða hversu djúpar rætur ertni hennar átti. Hann virti hana ófeiminn fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að grann- ur, fíngerður líkami hennar, skær húð- in og vellöguðu hendurnar væru full- komin að fegurð. — Meðan majjnma heldur að þér séuð FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.