Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 8
\ Gísli J. Astþorsson . . c- > I skrifar V fyrir FÁLKANN —LJ—Lj— Það segi ég satt: ég er strax farinn að hlakka til. íslenska sjónvarpið er á næsta leiti. Það verður skemmtilegasta sjónvarp í heimi. Það má gera ráð fyrir að það verði að minnsta kosti helmingi skemmtilegra en útvarpið, og þá er mikið sagt. íslenska útvarpið hefur frá öndverðu verið skemmtiiegasta útvarp í heimi; en sjón er sögu ríkari. Ég veit ekki hvort ég hlakka meira til að sjá kóngskomu í sjónvarpinu ell- egar þáttinn hans Péturs Péturssonar. Auðvitað er alltaf gaman að sjá lög- reglustjórann með 47 hnappa á úthverf- unni og guð má vita hve marga á inn- hverfunni. En síðasta atriðið í þættin- um hans Péturs er líka stórkostlegt. Ég á við símastríðið mikla, þegar Pétur sendist kófsveittur milli símatólanna með hálfa þjóðina á hælunum, uns Sigga Páls á Suðureyri nær á honum tangarhaldi; „Halló!“ „J á!“ „Er það útvarpið?“ „Já!“ ,,Ég er hérna með svörin.“ „Já!“ „Á ég að lesá?“ „Já!“ „Abraham Lincoln.“ „Já!“ „ísak Jónsson.“ „Já!“ „Gúgú:“ „Já!“ „Fífl.“ „Já!“ ,,Asni.“ „Já!“ „Þverhaus.“ „Já!“ ,,Vindhani.“ „Já!“ „Rotta.“ „Já!“ Og eftir þessar trakteringar þakkar Pétur kærlega fyrir sig. Það er vitanlega meira umstang í kringum kónginn. Pólarnir eru málaðir grænir. Rennuhattar hækka í verði. Óður múgur ryðst út á flugvöll. Borg- arstjórinn biður um morgunkjólinn. Yfirþjónninn á Borginni fær orðu. Sparibílstjóri forsetans fer á dönsku- námskeið. Kona borgarstjórans fer að hlæja (hann er kominn í morgunkjól- inn). íbúar Pólanna eru málaðir grænir. Svo birtist flugvélin úti við sjón- deildarhringinn eins og gljáandi saum- nál og kóngurinn stígur út úr henni eins og gljáandi saumnál líka, og allt þetta sjáum við í sjónvarpinu: annarsvegar íslenzkan almúgalýð að springa af hrifningu og hinsvegar íslenskan höfð- ingjalýð að springa af vissri ástæðu. Rauði dregillinn, sem kóngurinn á rétt á, liggur eftir endilangri flugbrautinni, og jafnskjótt og forsætisráðherrann sér kónginn og kóngurinn sér forsætisráð- FIN\R WÍHH MFÍ> FRU-W0T1A- \<OMOR SEM GLSVMST VlEFOR A$ F3ARLÆG-IA herrann, þá taka þeir á rás eftir dregl- inum, uns þeim lýstur saman nákvæm- lega í miðju og láta pípuhattana taka af sér höggið. Allt þetta sjáum við. Kóngurinn og forsætisráðherrann spígspora um dreg- ilinn með hendur fyrir aftan bak, sér- deilis kumpánalegir og kóngurinn er áreiðanlega að reyta af sér brandara, því allt í einu tekur forsætisráðherrann viðbragð og grípur um magann og velt- ist um af hlátri. Hann veltur satt að segja allt undir hljómsveitarpallinn, svo að lögreglustjóri verður að pjakka hann út með kylfunni sinni. Þá er forsætis- ráðherrann dustaður hátt og lágt og pípuhatturinn settur á hausinn á hon- um, og síðan stiga tignarmennirnir há- tíðlega í bílana til þess að aka hátíð- lega í bæinn; en þó ekki fyrr en for- sætisráðherra hefur slitið sig af lög- reglustjóranum og rekið upp syrpu af æðislegum gólum, sem við sjónvarps- notendur vitum að vísu að er fjórfalt húrra fyrir kónginum en sem aumingja kóngurinn lítur á sem enn eina sönnun þess að hann hefði betur setið heima. Ég hlakka sannarlega til að sjá kóngs- komu í útvarpinu. Sjónvarpstækni mun vera öllu flókn- ari en útvarpstækni, en að mínu viti er það bara betra: ég veit um fjölda karla og kvenna, sem eiga eftir að verða heimagangar í sjónvarpinu og sem verða þúsund sinnum skemmtilegri á 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.