Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 26

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 26
KVENÞJOÐIN Ritstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmæðrakennari. C^^cjja-ílzinlza- rállat' 3 harðsoðin egg 100 g skinka, hangikjöt 35 g smjörlíki 35 g hveiti 114 dl mjólk Salt, pipar 1 tsk. söxuð steinselja egg, brauð, smjör. Saxið eggin og kjötið smátt. Búið til þykka sósu, kryddið með salti og pipar, saxaðri steinselju, eggjum og kjöti hrært saman við. Kælt. Mótaðar rúllur, sem velt er upp úr eggi og brauðmylsnu. Steiktar fallega móbrúnar í smjöri á pönnu. Réttir út Apagketti cg tnakkctm Spagetti og makkaroni er borið fram soðið og síðan oft hitað með smjöri og borið fram með rifnum osti. Einnig notað oft í staðinn fyrir kartöflur með ýmsum fiskréttum, hænsnaréttum eða bara serrj sjálfstæður réttur. 50 g. af spagetti inniheldur um 180 hitaeiningar. Það þarf um 10—15 min- útna suðu í miklu vatni. Spagetti- eða makkaroni búðingur. 300 g. spagetti, makkaroni. Vatn, salt. 2 msk. saxaður laukur. 100 g. hangikjöt eða skinka. 100 g. ostur. 2 egg. 3 dl. mjólk. Salt, pipar. Sjóðið spagettið í bitum í miklu vatni. Spaghettibúðingur. Rennið yfir það köldu vatni. Blandið saman við það lauknum, hangikjöti og osti í bitum. Látið í smurt eldfast mót. Egg, mjólk, salt og pipar blandað vel saman, hellt í mótið. Bakað í ofni við meðalhita, þar til eggin eru hlaupin og búðingurinn fallega gulbrúnn. Spagetti með kjötsósu. 200 g. spagetti. Vatn, salt. 1 saxaður laukur. 1 rifin gulrót. 2 msk. matarolía. 300 g. saxað nautakjöt. lVa dl. soð. 2 msk rauðvín. 3 msk. tómatkraftur. Muskat, sellerisalt pipar, basi líka. Spaghctti m. kjötsósu. Spagettið soðið heilt í miklu vatni. Rennt yfir það köldu vatni. Laukurinn brúnaður í olíunni, gulrótin látin út í. Nautahakkið látið saman við, hrært í með gaffli. Kjötsoðinu bætt út í þegar kjötið er ekki lengur rautt. Öllu kryddi og tómatkrafti bætt í. Soðið nál. 1 y2 klukkustund. Tomathlaup með makkaronisalati. 5 dl. tomatsafi. % msk borðedik. Sellerisalt. 6 blöð matarlím. Afgangur af soðnum makkarónum. Majones. Súr rjómi. Saxaður laukur. Skinkubitar. Framh. á bls. 28. Tómatlilaup. 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.