Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 16
Við Poirot fengum okkur oft máltíð í litlu veitingahúsi í Soho, og kvöld eitt er við vorum þar að venju sáum við vin okkar, Japp yfirlögreglu- mann sitjandi við borð þar skammt frá, en þar eð við höfðum kapp- nóg borðrými, þá buðum við honum sæti við borð okkar, sem hann þekktist umsvifalaust. Það var þegar alllangt síðan við höfðum hitt þenna vin okkar. „Þú ert hættur að láta sjá þig,“ mælti Poirot með ávítunartón, „við höfum eigi sézt síðan Gula Jasmínu-málið var á döfinni, og það er allt að mánuður síðan.“ „Orsökin er sú, að ég hef verið fyrir norðan. Hefirðu nokkurn áhuga á tafli, herra Poirot?“ spurði Japp. „O sei sei jú, ég kann þó alltaf mann- ganginn.“ „Hefirðu fylgzt með þessu dularfulla fyrirbæri í gær? Skákeinvígi tveggja heimsfrægra meistara, og annar þeirra lézt skyndilega í byrjun taflsins?“ „Ég sá minnzt á það, Dr. Svavaronoff, rússneski meistarinn var annar leik- enda, en hinn, sá er lézt úr hjartaslagi, var ameríkanski ungi stór-meistarinn, Gilmour Wilson.“ „Alveg hárrétt. Svavaronoff var sá er vann Rubinstein fyrir nokkrum árum, og varð þarmeð rússneskur meistari, en Wilson er sagður vera annar Capa- blancha.“ „Þetta er afar undarlegt tilfelli,“ tautaði Poirot, „en ef mér skjátlast eigi, þá hefur þú sérstakan áhuga hvað mál þetta snertir.“ Japp hló allundrandi. „Satt að segja er ég all-undrandi, en þú hittir naglann á höfuðið, Poirot. Wilson hafði hesta-heilsu, — ekki vott af hjartabilun þess vegna er lát hans óskiljanlegt.“ „Þú grunar doktor Svavaronoff um að hafa kálað honum?“ hrópaði ég. „Knapplega slíkt,“ sagði Japp þur- lega. Mín skoðun er sú, að jafnvel Rússi gangi ekki svo langt, að tortíma mót- spilara sínum til þess að forðast mát í tafli, en eftir öllum sólarmerkjum að dæma, þá er það á allt öðrum fæti sem skórinn kreppir." Doktorinn er nefni- lega álitinn vera vellandi hver undir niðri, af atombombu-taginu, og aðeins næsti á eftir Lasker, er sagt.“ Poirot kinkaði kolli. „Hvað er það þá sem þú ert með í pokahorninu?“ spurði hann. „Hvaða 0 ástæða er til þess að byrla Wilson eitur? því auðvitað hlýtur það að vera eitur, sem þig grunar.“ „Auðvitað. En hjartaslag gefur til kynna að hjartað sé hætt að slá, og meira er ekki um það að segja í þessu tilfelli, og hið sama segir læknirinn op- inberlega, en svo lítið ber á, þá lætur hann okkur skilja, að hann sé ekki ánægður með það.“ „Hvenær fer líkskoðunin fram?“ „í kvöld. Dauði Wilsons var óhugnan- lega skyndilegur. Hann var alveg eins og hann átti að sér, og var 1 raun og veru að leika og hreyfa einn manninn, þegar hann féll allt í einu fram á við ... steindauður. Það má telja þær eiturtegundir, sem hafa svo skyndileg áhrif, slík eitur eru sára fá,“ mælti Poi- rot. „Ég veit það. Ég vona að líkskoðunin hjálpi okkur. En hvaða ástæða er hugs- anleg til þess að ryðja Wilson úr vegi, mér leikur hugur á að vita það.“ Hann var sauðmeinlaus ungur maður, sem átti engan óvin í öllum heiminum.“ , „Þetta virðist ótrúlegt,“ mælti ég. „Alls ekki,“ sagði Poirot brosandi, „Japp hefur sína skoðun, það sé ég á öllu.“ „Rétt er það, ég hef mína skoðun, og hún er sú, að eitrið hafi verið ætlað öðr- um en Wilson.“ „SAVARONOFF?“ „Já. Savaronoff komst í ónáð hjá Bolsevikum í byrjun stjórnarbyltingar- innar, og það var jafnvel tilkynnt að hann hefði verið drepinn, en sannleik- urinn er sá að hann komst undan og var í 3 ár hingað og þangað í auðnum Si- beriu, við ægilegt harðæri og skort. Þjáningar hans voru slíkar, að í dag er hann breyttur maður, óg það svo mjög, að vinir hans kváðust varla hafa þekkt hann. Hann er orðinn hvítur fyrir hær- um, og útlit hans í heild sem fjörgam- als manns. Hann er hálf-lamaður, fer aldrei út fyrir dyr, býr einn með frænku j sinni Sonju Daviloff og rússneskum þjóni niður á Westminstergötu. Ekki er útilokað að hann álíti sig dæmdan mann, svo mikið er víst, að hann sam- þykkti þetta skák-einvígi sáranuðugur, því í fyrstu neitaði hann afdráttarlaust nokkrum sinnum, og hélt fast við þá á- kvörðun sína, þar til dagblöðín fóru að gera veðui' út af því, og báru honum á brýn, að hann væri svikari gegn anda og hefð íþróttanna, þá loks gaf hann samþykki sitt. Gilmour Wilson fekk og sínu framgengt með sífelldum áskorun- um og sauðþráa. Nú spyr ég þig, herra Poirot, hversvegna þessi tregða manns- ins að tefla á móti Wilson? Máske vegna þess að hann vildi ekki vekja athygli á sér, kærði sig ekki um að einn eða annar rekti spor hans, eða eitthvað þessháttar? Þetta er nú lausn mín á gát- unni .... svo og það, að Gilmour Wilson var ráðinn af dögum í misgrip- um.“ „Enginn græðir á dauða Svavaro- noffs af persónulegum ástæðum, er það?“ „Máske frænka hans, að því er ég hygg. En nýlega féll honum arfur, gríðarstór, eftir frú Gospoju, en maður 1 hennar var vellauðugur sykurplant- eigandi á keisaratímunum. Svavaronoff og Gospoja höfðu fyrr á tímum átt ást- , arævintýri sín á milli, og alla tíð neit- aði Gospoja afdráttarlaust öllum fregn- um um dauða Svavaronoffs.“ „Hvar var skák-einvígið háð?“ „Heima hjá Svavaronoff, hann er öryrki, eins og ég sagði þér.“ „Voru margir viðstaddir?“ „Minnsta kosti tólf manns eða fleiri.“ Poirot setti upp alvörusvip. „Vesalings Japp minn, verkefni þitt er ekkert smáræði né hægðarleikur.“ „Um leið og ég fæ staðfestingu á SMÁSAGA EFTIR AGATHA CHRISTIE FALKINN 16

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.