Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 17
því, að Wilson hafi verið byrlað eitur, þá treysti ég mér að halda áfram.“ „Hefur þér hugkvæmzt, að morðing- inn kunni að reyna á ný, þ. e. a. s. ef sú ályktun er rétt, að Svavaronoff sé hið áætiaða fórnarlamb?“ „Auðvitað hef ég gert ráð fyrir því, og tveir menn eru á verði um bústað Svavaronoff dag og nótt.“ „Það getur komið að góðum notum, ef einhver skyldi koma í heimsókn með stóra sprengju undir hendinni,“ mælti Poirot þunglega. „Þú ert að verða fjári skemmtilegur, herra Poirot,“ sagði Japp og deplaði augunum, en meðal annarra orða, viltu koma með í líkhúsið, og sjá lík Wilsons áður en læknarnir byrja á krufning- unni? Hver veit nema að slifsis-næla Wilsons sé skökk, og að það geti einmitt gefið þér ómetanlega bendingu til lausnar morðgátu þessarar.“ „Kæri Jepp minn, allan þennan tíma hef ég brunnið í skinninu af löngun til þess að hagræða þínum eigin bindis- prjón. Jæja, með þínu leyfi, já þannig er það stórum skárra, og gleður auk þess augað. „Já, í öllum guðanna bænum, við skulum hraða okkur til líkhússins.“ Ég sá það á öllum sólarmerjum, að athygli Poirots var hertekin af þessu nýja verkefni, og það gladdi mig sann- arlega að sjá hann í essinu sínu, þvi um lengri tíma hafði ekkert utanað- komandi tilfelli megnað að vekja at- hygli hans. Aftur á móti rann ég til djúprar hryggðar, er mér varð litið á líflausan náinn, og krampadrætti ásjónu hins unga ameríkana, er svo voveiflega hafði mætt dauðanum. Poirot rannsakaði líkið af mestu kostgæfni, en hvergi var neitt sjáan- legt, utan lítið ör á vinstri hönd. „Og læknirinn segir að þetta sé eftir bruna, en ekki skurðsár,“ skýrði Japp frá. Athygli Poirots beindist því næst að því, sem fannst í vösum þess látna, en eigi var þar um auðugan garð að gresja, vasaklútur, lyklar, veski fullt af pen- ingaseðlum, og nokkur venjuleg sendi- bréf. En samt sem áður var þar einn sérstakur hlutur, sem vakti óskipta at- hygli Poirots, en það var taflmaður. „Taflmaður, hvítur biskup,“ hrópaði Poirot, „var hann í vasa þess látna?“ „Nei, hann var í krepptu hendinni, og svo fastur í hnefanum, að illmögulegt var að losa hann.“ „Það verður að skila honum til dr. Svavaronoffs seinna, því að hann er samstæða úr afar fögru tafli, útskornu úr fílabeini.“ „Leyfið mér að koma honum til skila, því þá um leið hef ég afsökun til heim- sóknar.“ „Jæja, var það ekki,“ hrópaði Japp, „svo að þú vilt þá líka komast í málið, kall minn.“ „Já, ég verð að játa það, en það er vegna þess að þú hefur svo meistara- lega vakið áhuga minn á því.“ „Þetta er ágætt, því það rífur þig upp úr deyfðinni og drunganum, og meira að segja þá er Hastings vinur þinn einn- ig ánægður, svo mikið sé ég.“ „Hárrétt,“ mælti ég hlæjandi. Poirot sneri sér aftur að líkinu. „Er ekkert annað smáræði, sem þú getur sagt mér frá, .... ekkert við- víkjandi honum?“ spurði hann. „Það held ég ekki.“ „Ekki einu sinni það, .... að hann var örfhendur?“ „Þú ert töframaður, Poirot, hvernig vissirðu þetta? Jú, hann var örfhendur, satt er það, en kemur ekki málinu við.“ „Nei, alls ekki,“ sagði Poirot í flýti, er hann sá efasvipinn á Japp. „Gaman- semi mín......það var allt og sumt, þú veist að mér þykir gaman að glensi.“ Skömmu síðar skildum við í mestu vinsemd. Næsta morgun héldum við leiðar okkar til bústaðar dr. Svavaronoffs í Westminster. „Sonja Daviloff, fagurt nafn,“ taut- aði ég. Poirot nam staðar og leit á mig í ör- væntingu. „Alltaf á hnotskóg eftir ástarævintýr- um, þú ert óbetranlegur.“ Poirot afhenti þjóninum sem opnaði dyrnar fyrir okkur, nafnspjald sitt, en Japp hafði ritað nokkur meðmælaorð á það, og er þjónninn hafði litið á það, var okkur vísað inn í langa mjóa stofu, prýdda með dýrum veggtjöldum og allskonar ágætum munum. Ein eða tvær helgramanna-myndir, dásamleg listaverk, hengu á veggjunum, persnesk úrvals teppi þöktu gólfið, og samovar stóð á einu borðinu. Ég var önnum kafinn að skoða eina helgimyndina, sem ég áleit mjög mikils virði, þegar ég heyrði eitthvað þrusk fyrir aftan mig, leit um öxl, og sé þá Poirot marflatan á gólfinu með nefið alveg niður í teppinu. Enda þótt teppið væri fagurt, þá gat ég ekki skilið nauð- syn slíkrar grandskoðunar á því, og skildi ekki þess vegna hegðun Poirots. „Er þetta svona ægilega mikið lista- verk?“ spurði ég. „Ha, nú teppið, meinarðu það? Nei, en það var ekki teppið, sem ég beindi athygli minni að. Að vísu og sannarlega er þetta teppi framúrskarandi listaverk, alltof fagurt til þess að reka naglagaur gegnum miðjuna á því. Nei, Hastings, naglinn er horfinn veg allrar veraldar, en gatið er á sínum stað.“ Ég hrökk í kút við skyndilegan háv- aða, og Poirot þaut á fætur. Stúlka stóð í dyrunum, og starði á okkur með grun- sömu augnaráði. Hún var meðalmann- eskja á hæð, með fagurt andlit, en þóttafull dimm-blá augu, og hrafnsvart hár, sem var stuttklippt. Hún talaði með þýðri raddfyllingu, og hljómfögr- um rómi, en algjörlega á óenskan hátt. „Ég býst við, að frændi minn muni ekki geta veitt yður áheyrn, því að hann er mjög hrumur og veikur maður.“ „Það var lakara, en ef til vill mund- uð þér vilja hjálpa mér í staðinn. Er- uð þér ekki ungfrú Daviloff?“ FALKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.