Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 30
8 og 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Fiimur v 1 Fiamköllun og kóperng Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Frevjugötu 15 Sími 20235 Snaaa KJORINN BÍLLFYRIR ÍSŒNZKA VEGII RYÐVARINN. RAMMBYGGÐUR, AFLMIKILL OG Ó □ Ý R A R I TÉHHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ VONARÍTRÆTI 12. SÍMI 375ÍI Skák og mát Framh. af bls. 29 „Það þýðir það, að ég hef verið þre- faldur fábjáni. Fljótt, fljótt, til bústað- arins í Westminster. Það getur verið að við náum í tæka tíð.“ Við þutum af stað í leigubifreið. Poirot svaraði engu því sem ég spurði hann að. Við þutum upp stiga, hringd- um bjöllum, og börðum að dyrum, en hvergi var svarað, en með því að hlusta vandlega, þá var unnt að heyra lágar stunur innan að. Dyravörðurinn hafði varalykil, og eftir smáþras, fekkst hann til að opna. Poirot hélt rakleitt inn í innra her- bergið, en þaðan lagði chloroform lykt, en á gólfinu lá Sonja Daviloff, kefluð, bundin og svæfð með chloroformi. Poi- rot gerði lífgunartilraunir á henni, en brátt kom iæknir, sem tók við henni. Hvergi sást dr. Svavaronoff. „Hvað þýðir þetta allt saman?“ spurði ég. „Það þýðir það, að af tveim jöfnum afleiðingum kaus ég þá röngu. Þú manst að ég sagði, að auðvelt mundi vera fyrir hvern sem vera skyldi, að látast vera Sonja Daviloff, af því að frændi hennar hafði ekki séð hana síðan hún var barn.“ „Já.“ „Nákvæmlega hið sama mátti segja um hið gagnstæða, það var alveg eins auðvelt, að þykjast vera frændinn." „Hvað segirðu?" „Svavaronoff dó í upphafi byltingar- innar. En maðurinn, sem þykist hafa flú- ið, og komizt undan með hryllilegum erfiðleikum, maðurinn sem var svo breyttur og annarlegur, að vinir hans þekktu hann ekki, maðurinn, sem með góðum árangri krafðist og hlaut auðæfa- fúlgu,. . . hann er svikari og falsari. Hann gat þess til, að ég mundi komast á rétta slóð á endanum, þess vegna sendi hann hinn heiðarlega Ivan í flókinn elt- ingarleik, svæfði stúlkuna með chloro- formi, og komst svo sjálfur undan, og nú er hann sennilega búinn að víxla megninu af verðbréfum frú Gospoju í beinharða peninga.“ „En .... hver reyndi að myrða hann?“ „Það reyndi enginn að myrða hann. Wilson var frá byrjun hið ákveðna fórn- arlamb.“ ,,Hversvegna?“ „Æ, góði vinur minn, hinn sanni Svavaronoff var annar mesti skákmeist- ari veraldarinnr. Að öllum iíkindum hefur hinn falski Svavaronoff ekki einu sinni kunnað mannganginn í tafli. Vissulega hefði hann aldrei getað hald- ið út eitt skákeinvígi. Hann reyndi með öllum brögðum að losna við skákkeppni. Þegar það mistókst, þá var dómurinn yfir Wilson kveðinn upp um leið. Hvað sem það kostaði, þá varð að forðast þá uppgötvun, að hinn mikli Svavaronoff kynni ekki einu sinni að tefla, ekki einu sinni mannganginn. Wilson var hrifinn af Ruy Ixipez aðferðinni, og var viss um að nota hana. Aftur á móti sá Svavarnoff um það, að Wilson yrði drepinn í þriðja leik, áður en nokkuð kom til kasta um taflkunnáttu hans eða hinar flóknu varnar aðferðir í skák, kæmu nokkuð til skjalanna.“ „En kæri Poirot,“ sagði ég, „eigum við í höggi við brjálaðan mann?“ „Ég skil rökfærslu þína, og viður- kenni að þú hljótir að hafa á réttu að standa, en að drepa mann til þess eins, að geta haldið áfram leik sínum, það getur ekki staðizt, það hljóta að vera til aðrar leiðir út úr þessum erfiðleik- um, en að drepa mann. Hann hefði til dæmis getað sagt, að læknirinn bannaði slíka áreynslu.“ Poirot hrukkaði ennið. „Vissulega Hastings,“ sagði hann, „það voru til aðrar leiðir, en engar nægilega sennilegar. Auk þess gefurðu í skyn, að það að drepa mann, sé nokk- uð, sem ætti að forðast, ekki satt? Svikarinn okkar er nú ekki sama sinn- is. Ég hef sett mig í hans spor, nokkuð sem þér er eigi unnt. Ég reyni að hugsa eins og hann. Hann nýtur þess, að vera álitinn meistarinn í skák-einvígi þessu. Það er ekki nokkur vafi á því, að hann hefur verið áhorfandi á undanförnum skákmótum, til þess að æfa hlutverk sitt. Hann er í djúpum þönkum, hleyp- ir brúnum, myndar slík svipbrigði, að allir álykta sem svo, að nú sé meistarinn með stórkostlegar fyrirætlanir á prjón- unum, en sannleikurinn er sá, að hann hlær með sjálfum sér, af því, að hann einn þekkir sína eigin kunnáttu, sem er aðeins tveir leikir, það er allt og sumt, og algjörlega nægilegt í þessu tilfelli. Einnig það kitlar hégómagirnd hans, að hann veit rás viðburðanna fyrirfram, og að hann gerir Wilson að sínum eigin böðii. Ó, já Hastings, ég er farinn að skilja vin okkar og sálrænt eðli hans.“ Ég yppti öxlum. „Jæja, ég hygg að þú hafir rétt fyrir þér, en eigi að síður á ég erfitt með að skilja það, að nokkur sé að leika sér að hættu, sem hann getur auðveldlega forðast.“ „Að eiga á hættu,“ hreytti Poirot út úr sér. „Hvar var þessi hætta? Er senni- legt að Japp hefði leyst þessa gátu? Nei. Ef hinn falski dr. Savaronoff hefði ekki gert smá skyssu, þá var engin hætta fyrir hann.“ „Og hver var þessi skyssa hans?“ spurði ég, þótt mig grunaði svarið. „Vinur minn, hann reiknaði ekki með litlu gráu frumunum hans Hercule Poirot.“ Poirot á sínar dyggðir, en hæverska er ekki ein af þeim. Jálkim flfyur út 30 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.