Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 7
Audrey Hepburn. Heill og sæll, kæri Fálki. Ég kaupi þig í hverri viku fyrir heilar tuttugu krónur og það eru ansi miklir pen- ingar. En mér finnst það borga sig. Þú ert nefnilega ansi ágætur. Ég ætla að biðja þig um heimilisfang Audrey Hepburn. Svo ætla ég að spyrja þig hvar ég gæti fengið upplýsingar um arkitektnám. Ein sem er kalt á fótunum. SV: ViÖ gerum ráö fyrir aö ef þú skrifar til Paramount Studios, 5Jf2 Marathon Street, Hollýwood, California, U.S.A. þá komist bréfiö til skila. Upplýsingar um arkitektnám getur þú fengiö hjá Arkitektafélagi Islands. viö. Þaö væri þá lielzt garö- yrkjuráöuna/utur bœjarins sem lieföi meö þaö aö gera og svo auövitaö FegrunarfélagiÖ. Fyrirspurn um skagfirzkt blóð. Kæri Póstur! Viltu gjöra svo vel og birta fyrir mig textann „Því skag- fyrzkt blóð er í þeim öllum, sem elska fljóð og drekka vín.“ Ég þakka þér kærlega fyrir birtinguna á kvæðinu Fanga- söngurinn, það var gaman að fá allt kvæðið birt því ég kunni ekki nema þrjár vísur úr því. Beztu þakkir fyrir gott blað. Kr. R. Svar: Því miöur kunnum viö þennan texta ekki allan en þar sem viö vitum aö Skagfiröingar eru ekki pennalatir menn þá veröur þess ekki langt aö bíöa aö einhver þeirra skrifi okkur textann allan. Þá munum viö birta hann hér í Pósthólfinu fyrir þig Kr. R. Svar til Dúddu: Ef þetta er eins góöur strákur og þú heldur fram t bréfi þínu þá ætti þér aö vera óhætt aö trúa honum. Þú getur aö minnsta kosti látist trúa honum svona til reynslu. Skeggvöxtur. Háttvirta blað. Ég veit ekki hvernig þið kunnið að taka þessu bréfi og vel má vera að það fari beint í ruslakörfuna hjá ykk- ur. Það er þá allt í lagi og lífið mun ganga sinn vana gang rétt eins og þetta bréf hefði aldrei verið skrifað. Það hefur lengi valdið mér sárindum hvernig sumir menn rækta skegg í andlit- inu á sér. Það er hreinasta forsmán að sjá hvað sumir eru með andstyggilegt skegg. Ég vil gera það að tillögu minni að settar verði reglur um skeggvöxt og hver sá sem brýtur þær reglur verði lát- inn greiða sekt sem renni í sjóð til að fegra bæinn. Það er hryllilegt að sjá þessa ó- rækt hjá sumum og maður tekur út kvalir við að horfa á hana. Stundum gengur þetta svo langt hjá mér að ég fer úr strætisvagninum ef ég sé illa hirt skegg. Sumir eru með smá kraga umhverfis munninn, aðrir með höku- topp, sumir með alskegg og nokkrir með yfirskegg. Þetta er allt eitthvað svo laust í reipunum að engu tali tekur. Svo bið ég ykkur vel að lifa með þökk fyrir allt gamalt og gott. Steini. Svar: Þaö er ekki gott viö þetta mál aö eiga því auövitaö er öllum mönnum (og konum) frjálst aö láta sér vaxa skegg aö eigin vild. Sum skegg eru líka Ijót rétt eins og sumt fólk er fallegra en annaö. Og hvaö varö- ar samhæfingu í þessum skegg- vexti þá er erfitt aö koma slíku Sjón er sögu ríkari Sjón er sögu ríkari-þér hafið aldrei séð hvitt lín jafn hvftt. Aldrei séó litina jafn skæra. Reynið sjálf og sannfærizt. 0M0 skilar hvítasta OMO sþarar þvottaefnid 0M0 er kröftugra en önnur þvottaefni, og þar sem þér notið minna magn, er OMO notadrýgra. Reynið sjálf og sannfærizt! bvottinum! X-OMO ITZ/IG4M FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.