Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 35
□TTD DG BRLJÐUR SÆKDNUNGSINS Eðvald gat ekki valið sér betra tækifæri til árásar. Veiðimenn- irnir voru svo uppteknir af bráðinni, að þeir tóku ekki eftir neinu öðru. Hann hafði spennt bogann og lagt ör á streng. En einmitt, þegar hann ætlaði að skjóta, kom veiðimaður á þeysi- reið upp að honum og tjáði honum, að einn úr flokknum hefði særst hættulega. Eðvald skipaði mönnunum að fara með mann- inn til kastalans og láta lækninn sjá um hann. Var svo gert. En þegar Eðvald leit aftur til þess staðar, sem Ottó hafði staðið á, var hann horfinn. Ottö hafði fundizt sem nú væri tækifærið að komast burtu. Eðvald krossbölvaði enn betur, ef hann hefði vitað, hvernig ástatt var í kastalanum. Veiðimennirnir tveir báru félaga sinn til veiðihallarinnar og fóru síðan að leita að Danna, lækninum. Enda þótt þeir leituðu alls staðar, gátu þeir ekki fundið hann. Ef til vill var hann hjá húsbóndanum? Þeir börðu kurteislega að dyrum en enginn svaraði. Þá opnuðu þeir og gengu inn. Þeir námu undrandi staðar, þegar þeir sáu handverk Danna. „Þetta hlýtur að vera ný læknisaðferð," sagði annar. Loks komu þeir sér saman um að leysa greifann. Þá fékk greifinn málið og hótaði þeim refs- ingu fyrir að hafa ekki leyst sig fljótar. Þeir skýrðu frá því að þeir væru að leita að lækninum, en hefðu ekki enn fundið hann. „Hann var ekki í herberginu sínu eða við rúm Karenar," bættu þeir við. Greifinn öskraði af reiði, þaut út úr herberginu og niður stigann. „Til vopna,“ hrópaði hann „við vei’ðum að elta flóttafólkið uppi.“ kt«?RíT I H6N tOQNDta srupiQ Eðvald vissi auðvitað ekkert um, hvað var að gerast í kastal- anum, en hann flýtti sér á eftir Ottó. Hann kom auga á hann, þar sem hann fikraði sig áfram í runnunum „Hann er að fara brott af veiðisvæðinu," sagði Eðvald við sjálfan sig og velti fyrir sér, hvað ungi maðurinn ætlaðist fyrir. Við enda skógarins staðnæmdist Ottó og litaðist um. Hann hafði ekki tjóðrað hest sinn á sama stað og hinir, því að hann hafði alltaf haft flótta í huga. Eðvald sá fljótt að Ottó ætlaði að yfirgefa skóg- inn og lagði ör á streng og skaut. En hann missti marks. Örin flaug framhjá Ottó og kom i tré skammt frá honum. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.