Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 13
eru mitt uppáhaíd ur hefur í huga, að verið er að semja fyrir aðra. — Þú ert búinn að skemmta talsvert lengi. Að hverju finnst þér landinn helzt hlæja? — Helzt að náunganum. — Er sama hver náunginn er? — Nei, það er ákaflega vinsælt að leggja ámátlegar setningar í munn þekktra persónuleika. Að slíku hlær fólk hjartanlega og jafnvel persónuleik- arnir sjálfir, ef þeir hafa næga kímni- gáfu til að bera. — Þú vilt sem sagt gera grín að þeim, sem flestir þekkja? — Já, einmitt. — Hvað þá um prestana? — Ja, maður hermir eftir þeim þekkt- ustu — hina lætur maður að sjálfsögðu eiga sig. Auk þess hafa prestarnir svo skemmtilegar raddir, þótt ég tali nú ekki um tónið. — Þú tónar þá líka? — Ég kalla það tón að syngja gaman- vísur. — Þær eru þá náttúrlega í kristileg- um anda? — Læt ég það vera, — Það er ekki allt kristilegt við prestana okkar bless- aða. — Er það meðfram sökum þess að þú heldur svona upp á prestana? — Langt í frá, ég kaíw'vel að meta kristilegan kærleik. — Yrkir þú gamanvísurnar sjálfur? — Já, ég hef hingað til gert það. — Hvernig finnst þér þá gamanvís- ur hér yfirleitt? — Lélegar. — Er það af því þú yrkir þær ekki sjálfur? — Nei, hins vegar finnst mér oft, að það nægi oft og tiðum að nefna vísurn- ar gamanvísur — þær eru svo oft ekki annað en nafnið tómt. Innihaldið er oft langt frá því að vera fyndið — og fólk- ið hlær eingöngu vegna þess að söngv- arinn hefur í frammi kátlega tilburði, fettur og brettur og ýmist skrækir eða tístir. Þær eru oft sorglegar. — Eru gamanvísur hér þá illa ortar? — Sumar, — það er svo mikið til af leirburðe eins og þú kannski veizt. Hins vegar hefur mér fundizt, að fólk sé mik- ið farið að missa eyra fyrir rími og stuðlum — það heyrir varla muninn á rétt ortri vísu og rangortri. Hér á ég auðvitað við yngri kynslóðina eða okk- Framh. á bls. 36. gssgBiysSKjii ! :: mumii: • “*ii- ».». •; GÍSLI SIGURKAKLSSON — hef hermt eftir frá blautu barns beini. Spjallað við Gísla Sigurkarlsson um gamanvísur, eftirhermur og kímni

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.