Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Page 24

Fálkinn - 12.06.1963, Page 24
— Yður líður vel, er það ekki, spurði hann og hún velti því fyrir sér hversu illa hann féll inn í þetta umhverfi. Hann hefði átt að verða kvikmynda- leikari, hugsaði hún. — Þér hafið ekki misst málið eða neitt slíkt, bætti hann við, og þá rann það upp fyrir henni, að hún hafði ekki sagt eitt einasta orð síðan hann kom inn. Hún roðnaði vegna þessarar kald- hæðnislegu athugasemdar hans. — Þér megið ekki mlisskilja mig, sagði hann enn. — En allan þann stutta tíma, sem ég hef verið starfandi læknir, hefur mig eitthvað dreymt um að kynn- ast slíkri manneskju. Hugsið yður bara — kona, sem ekki getur sagt eitt ein- asta aukatekið orð. Maður getur talað við hana tímunum saman, án þess að hún grípi fram í fyrir manni og setji mann út af laginu með heimskulegum athugasemdum. Hún setti bollann frá sér. Henni leið illa. Henni fannst hún vera klaufaleg og reiðin sauð í henni. Hún vildi svo gjarna segja eitthvað, gera háðskar at- hugasemdir við tal hans, svo að hann yrði undrandi og færi út af laginu eins og hann hafði sjálfur minnst á. En eins og fyrri daginn gat hún ekki fundið hugsunum sínum búning. í staðinn reyndi hún að fara fram hjá honum og út úr herberginu, en þá gekk hann nokk- ur skref til hliðar og stóð í vegi fyrir henni. — Afsakið, ef ég hef gert yður gramt í geði, sagði hann. — Ég sé það reyndar sjálfur, að þér hafið reiðzt mér. En gætuð þér ekki sagt mér hvers vegna? Hún leit upp og sagði skjálfrödduð: — Ég væri yður mjög þakklát, ef þér vilduð leyfa mér að komast út. Ég er ekki reið. Hinsvegar er ég í mjög leiðinlegu skapi. Ég væri í leikhúsinu í kvöld, ef þér hefðuð ekki gleymt að segja frá því, að herra Borg á númer sex hefði leyfi yðar til þess að taka á móti konu sinni eftir heimsóknartím- ann. Það kom í minn hlut að sjá um, að frúin fengi að heimsækja mann sinn. — Borg, sagði hann undrandi. —■ En ég hélt að . . . — Ég er sannfærð um, að þér hélduð, að málið væri komið um kring um leið og yður datt það í hug. Það skiptir raunar svosem engu máli, þótt einhver verði að eyðileggja heilt kvöld til þess að framkvæma hugdettur yðar. Við höf- um jú helgað sjúklingunum líf okkar. Hann stóð fyrir framan dyrnar. Það var grafarhljóð í herberginu andartak. Síðan sagði hann: — Ef ég hef eyðilagt kvöldið fyrir yður, þá bið ég yður afsökunar á því. Ef satt skal segja, þá kom nákvæmlega það sama fyrir mig. Ég var úti að snæða dýrðlegan kvöldverð, og var rétt að byrja, þegar hringt var til mín. Nú nenni ég ekki að fara aftur þangað. Ég vildi gjarna fá að bæta yður tjónið og bjóða yður að koma með mér í bæ- inn. Ég veit um notalegan stað . . . — Þér þurfið ekki að gera neitt góð- verk á mér, sagði hún. — Ég hef þegar snætt kvöldverð og auk þess hefðuð þér enga ánægju af samfylgd minni. Vilduð þér svo ekki gjöra svo vel og hleypa mér út? — Hafið þér aldrei heyrt gamlan málshátt, sem hljóðar eitthvað á þessa leið, að það sé mannlegt að skjátlast, en guðdómlegt að fyrirgefa? sagði hann stríðnislega. — Það er ekkert guðdómlegt við mig. Og ég er sannfærð um að yður stendur hjartanlega á sama, hvort ég fyrirgef eða ekki. Allt í einu hló hann. Hún starði á hann. Hann hló auðheyrilega ekki af kaldhæðni. heidur af því að honum fannst þetta allt saman í hæsta máta ólýsanlega hlægilegt. — Þér hafið rétt fyrir yður, systir Christel, sagði hann. — Reiðar ungar konur eru mér lítt að skapi. Síðan vék hann til hliðar. Hún var kafrjóð i andliti, þegar hún gekk fram hjá honum og út um dyrnar. Hún var sannfærð um, að hún hefði ekki hegðað sér eins og siðaðri stúlku sæmdi. Hún fór í regnkápuna og hana svim- aði eilítið, þegar hún kom niður í and- dyrið. Þegar hún gekk framhjá vaktinni, kallaði hann á eftir henni. Hún stanz- aði og gekk til hans: —- Ég hefði ekki þurft að ónáða yður í kvöld, sagði hann. — Það lágu skrif- leg skilaboð frá Randers lækni varð- andi þessa frú Borg, en ég hafði óvart látið matarpakkann minn yfir miðann, svo að ég sá hann ekki fyrr en þér voruð að fara upp .. . ÞYKKUR og dimmur skógurinn var allt umhverfis hana. Há trén gerðu hana óttaslegna. Það var eins og þau vildu loka hana inni. Hún reyndi að hlaupa, en það var eins og fætur henn- ar væru vaxnir við mosann. Þá sá hún skyndilega ljós milli trjánna. Henni tókst að hreyfa sig úr sporunum og hún tók á rás í áttina að ljósinu. Mitt í Ijósinu stóð litla stúlkan. Þykkt og kolsvart hár hennar bylgj- aðist niður á axlirnar. Fætur hennar voru naktir og hún horfði beint í augu henni í senn spyrjandi og ásak- andi. — Hvenær kemur mamma? sagði hún bjartri barnsrödd sinni. Og allt í einu varð hún gripin ótta, sneri sér við og hljóp eins og hún ætti 24 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.