Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 9
C" SKÍTH9ÆP0OR HíÍRP-AHRORARí VE$0RFPÆS/N60R SAUÖSVfl*ruR AUMUG-\-\)UL- \<ÖNGOR- V\ONOWSTI Á VllLUSÓTOM ^ 6»L)NIR L&RFgLUM^NNí LASSARÓNí I LASSAR0NI2T haus heldur en á réttum kili. Eitt er það, að litir gerast brellóttir í sjónvarpi. Hvítt sýnist til dæmis alls ekki hvítt. Aftur á móti virðist blátt vera skjanna hvítt. Þingmenn, sem ætla að láta sjón- varpa sér í glæsilegri hvítri skyrtu, verða þessvegna að byrja á því að fara í óglæsilega bláa skyrtu. Og ekki nóg með það: menn fara sminkaðir í sjón- varp. Skallar eru púðraðir til þess þeir lýsi ekki eins og sólir framan í sjón- varpsnotendur, hrukkur eru kaffærðar í kremjafningi, tennur eru hreinsaðar með vítissóda. Þetta finnst mér til- hlökkunarefni. Eg nefni sem dæmi sjón- varpssendingu frá Alþingi. Fyrir enda salarins er urmull af myndavélum á þrífótum, ljóskösturum á fjórfótum og flokksforingjum á tvífótum. Forseti sameinaðs þings stendur upp úr miðri þvögunni, og við vitum að einhver hef- ur skotið undir hann smjörlíkiskassa. Svo ganga þingmenn í halarófu í sal- inn í síðum bláum vinnuskyrtum. Sjálf- stæðismaðurinn, sem fer fremstur, er með gult gerfiskegg niður á tær: hann er of frammyntur fyrir sjónvarp og hjólbeinóttur að auki. í einu horni sal- arins er sminkari neðri deildar að ausa hveiti yfir sköllóttan alþýðuflokks- mann. Fremur lágvaxinn framsóknar- maður birtist í dyrunum með þrenn gleraugu. Og fyrsti ræðumaður alþýðu- bandalagsins, sem er svo óheppinn að hafa útstæð eyru, er með röð af teikni- bólum í höfðinu. Þó er þetta aðeins byrjunin. Nú dug- ar ekki að segja hæstvirtum kjósendum hvar menn standa: nú þarf að sýna það. í útvarpsumræðum, þegar þingmenn byrja að æpa og hrópa, þá vitum við strax að þeir eru hvítir af bræði. En hvítt sýnist ekki hvítt í sjónvarpi: það er blái liturinn sem gildir. Þingmaður, sem ætlar að náfölna af bræði fyrir sjónvarpsnotendur, verður þar af leið- andi að bregða hendinni leiftursnöggt aftur fyrir bak, grípa í snarheitum eina eða tvær dósir af bláu Hörpusilki og skvetta innihaldinu fimlega en ein- arðlega framan í sig. Víst hlakka ég til. Ég efast um að íslendingar skilji nógu vel hve mikill fengur verður að sjónvarpinu. Á undanförnum árum hafa þeir hlutir gerst hjá ríkisútvarpinu sem hvergi hefðu átt heima nema í sjón- varpi. Mér verður hugsað til fyrirlesar- ans, sem á leið sinni að hljóðnemanum á fimmtu hæð hafði viðkomu í skrif- stofunni á annarri hæð. í miðju kafi uppgötvar hann að hann hefur gleymt hálfu handritinu niðri. Hann biður hlustendur innilega afsökunar og hleyp- ur eins og fætur toga niður á aðra hæð og þrífur blaðabunkann sem hann sér í skrifstofunni og hleypur eins og fætur toga aftur upp á fimmtu hæð. Nema hvað? Nema hvað hann hefur auðvitað þrifið vitlausan blaðbunka í skrifstof- unni á annarri hæð og má þar af leið- andi biðja hlustendur afsökunar (inni- lega) á nýjan leik og þlaupa eins og fætur toga niður á aðra hæð o. s. frv., Ýmislegt af dagskrárefni útvarpsins á af augljósum ástæðum betur heima í sjónvarpi. Morgunleikfimin er nær- tækt dæmi — og ætli það renni ekki tvær grímur á sumar frúrnar þegar þær sjá leikfimikennarann liggjandi í mak- indum uppi á dívan með hljóðnemann í annarri hendi og sex tommu vindil í hinni? Þá vil ég fá danskennarann í sjónvarpið. Ég hef lengi grunað þann herramann um græsku. Ég vil að minnsta kosti geta fylgst með því með eigin augum, að þegar hann segir: „Hopp, hopp, hopp!“ Þá hoppi hann sjálfur en ekki bara ég og nokkrir aðrir idjótar. Loks má benda á dagskrárlið eins og áramótaræðu Vilhjálms Þ. Hún er sjálfkjörið sjónvarpsefni. Það verður líka eitthvað hátíðlegra að sjá útvarps- stjórann drekka áramótaskálina heldur en að heyra þetta dularfulla giúkk- g'lúkk-glúkk innan um skipagaulið. Tillögur mínar um annað útvarpsefni, sem ætla má að sjónvarpið fái í haus- inn, eru jafn einfaldar og þær eru auð- skiljanlegar. Þátturinn um daginn og veginn er elsti útvarpsþáttur veraldar. Ef flytjendur hans væru iagðir í eina lengju, næðu þeir úr Blesugróf austur á Sprengisand. Ég legg til að sjónvarp- ið geri það. íþróttaþátturinn mætti Framh. á bls. 37. FÁLKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.