Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 25
lífið að leysa til hins dimma og þykka skógar... Christel vaknaði, rennvot af angistar- svita, og settist upp í rúminu. Vísarnir á vekjaraklukkunni gáfu til kynna, að senn væri nýr dagur risinn. Hún lét höfuðið falla niður á koddann og lokaði augunum, þetta hafði sem betur fer aðeins verið draumur, — en þó var hún enn haldin sama óttanum og ang- istinni, þótt hún væri vöknuð. Stúlkan sem hafði verið böðuð ljósi í draumin- um hafði talað með rödd Moniku litlu Malm, en það hafði verið hennar eigin barn, sem þarna hafði birzt henni. Hún fór á fætur, þreytt og niður- dregin og tók að klæðast. Skýjabólstr- arnir höfðu horfið um nóttina og nú skein sólin af heiðum himni. Henni tókst með erfiðismunum að hætta að hugsa um martröð næturinnar og beina huganum að væntanlegum störfum dagsins. Óþægileg tilfinning greip hana, þegar henni varð hugsað til Randers læknis. Hvers vegna í ósköpunum hafði hún hegðað sér þannig gagnvart honum í tauherberginu? Hvers vegna hafði hún misst stjórn á skapi sínu? Og hann hafði ekki einu sinni sagt henni frá því, að hann hefði lagt skrifleg skilaboð til næturvarðarins varðandi komu frú Borgs. Hún varð að sjálfsögðu að biðja afsökunar. Bara að hún fengi tækifæri til þess í önnum dagsins. Hann fór ekki á stofugang á miðvikudögum, en samt var ekki loku fyrir það skotið, að eitt- hvert tækifæri biðist. Þennan morgun var það doktor Ek- man, rólegi, alvörugefni aðstoðar lækn- irinn, sem fór á stofuganginn. Christel geðjaðist vel að honum, sökum þess, að hann brást hinn rólegasti við hverjum vanda og var afburða kurteis bæði við sjúklingána og hjúkrunarkonurnar. Þá daga, sem aðstoðarlæknirinn fór einn, var eingöngu systir Magda í för með honum, svo að Christel vann að öðrum verkum. Þegar hún kom inn á númer sex, þar sem herra Borg lá, sá hún strax að eitthvað hafði gerzt. Hann var að sjá rólegur og ánægður og í stað þess að liggja grafkyrr og stara vonleysislega út um gluggann, sat hann nú uppi og skrifaði bréf. — Það er til konunnar minnar, sagði hann um leið og hann lagði pappírinn frá sér, svo að Christel gæti hugað að umbúðunum um háls hans. — Það var fallegt af yður, að koma því í kring að hún fengi að heimsækja mig í gær. Það var víst miklum erfið- leikum bundið í fyrstu, en yður tókst það nú samt. Vingjarnleikinn í rödd hans gerði henni glatt í sinni. — Gátuð þið þá talast almennilega við, spurði hún. — Já, það var mér sannkallaður létt- ir að fá að tala út um þetta allt saman við hana, því megið þér treysta. Kon- an mín var eins og önnur manneskja þegar hún fór héðan í gærkvöldi. Þess vegna datt mér í .hug að skrifa henni og hughreysta hana ennþá meir, svo að hún haldi áfram að vera glöð og ótta- laus. — Það er gott, sagði Christel og brosti. — Ef þér haldið áfram á þennan hátt, þá verður þess áreiðanlega ekki langt að bíða, að þér náið fullum bata og útskrifist héðan af spítalanum. Þér lítið alveg ljómandi vel út. — Gæti ég fengið spegil til þess að sjá það sjálfur? — Ja, en eigum við ekki að bíða í nokkra daga með það? Þá verður undr- un yðar ennþá meiri. — Eins og þér skipið, sagði hann næstum hæðnislega og lagðist varfærn- islega, þegar skipt hafði verið um um- búðir á hálsinum. Christel var í senn undrandi og glöð yfir þeirri miklu breyt- ingu sem orðið hafði á manninum, og hún gat ekki annað en viðurkennt, að Randers hafði haft fullkomlega rétt fyr- ir sér í þessu máli. Hún tók sér matarhlé klukkan ellefu og gekk niður í borðsalinn í kjallaran- um. Hér borðuðu allir, bæði læknar, hjúkrunarkonurnar og aðrir starfsmenn sjúkrahússins. Matstofan var opin allan daginn, nema frá klukkan tólf til sex á nóttunni. Þeir sem voru á næturvakt urðu að elda sér kaffi sjálfir. Hún tók bakkann sinn og gekk til nokkurra hjúkrunarkvenna sem hún þekkti til þess að setjast hjá þeim. Þeg- ar hún sá hins vegar, að Inga Wester og systir Ulla á fyrstu deild, sátu við borðið, iðraðist hún þess sáran að hafa setzt hjá þeim. Hún settizt yzt við borð- endann og var staðráðin í að borða matinn sinn þegjandi í snatri og fara svo. Systir Ulla og hún höfðu haft mikla andúð hvor á annarri löngu áður en tilviljunin rak þær saman hér á sjúkra- húsinu. Þær voru báðar frá sama stöðv- arþorpinu og Christel mundi vel hvernig Ulla hafði notið þess að skopast að öllum, sem henni var í nöp við. Hún var falleg og ráðrík og átti auðvelt með að afla sér vina. Oft hafði Christel þurft að líða mikið vegna hinnar ill- girnislegu stríðni Ullu. Hér á sjúkrahúsinu höfðu þær forð- ast hvor aðra og það hafði ekki reynzt þeim erfitt, þar sem þær unnu sitt á hvorri deildinni. Ulla var orðin góð vin- kona Ingu Wester, sem var einkaritari prófessor Grúnbergs og var þess utan mjög eftirsótt af öllum ógiftu lækna- efnunum. Christel vissi ekki svo mikið um Ingu Wester, burtséð frá því sem hún hafði heyrt hinar hjúkrunarkonurnar tala um hana. Hún var af ríkum foreldr- um komin og hafði í fyrstu hugsað sér að verða læknir. Hún hætti náminu eft- ir þrjú ár og gerðist í staðinn einkarit- ari. Það var sagt, að hún væri miklum hæfileikum búin hvað starfið snerti. Öðru hverju hafði hún sézt með Rand- ers lækni og hún borðaði mjög sjaldan þarna í matstofunni. Þá fór hún alltaf í skínandi hvítan og hreinan slopp utan yfir hinar mörgu og rándýru dragtir, sem hún klæddist annars við vinnu sína. — Til þess að sýnast ein af okkur, auðvitað, hafði ein systranna sagt gremjulega. Christel lét samtal þeirra sem vind um eyrun þjóta. Öðru megin við hana var rætt um einhvern fyrirlestur, sem þær höfðu sótt daginn áður, en hinum megin ræddu þær Inga Wester og Ulla um kvöldverð, sem Inga hafði verið boðin í kvöldið áður og hafði gjörsam- lega farið út um þúfur. Fyrst þegar Christel fór að leggja við hlustirnar, varð henni ljóst að þetta hlaut að vera sá sami kvöldverður, sem Randers hafði orðið að hlaupa frá vegna eins af sjúkl- ingum sínum. Ef til vill hafði honum verið alvara, þegar hann stakk upp á því, að þau færu saman á einhvern þægilegan stað, svo að kvöldið hennar eyðilegðist ekki alveg? — Hvað dreymir þig? Það var Mai sem sagði þetta glað- lega um leið og hún gekk framhjá borð- inu. Christel flýtti sér að ljúka við Framh. í næsta blaði. FÁLKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.