Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 32
* Akæran Framh. af bls. 31. skorti sínum á sama hátt og hún gerði. Flestir líta aðeins á þær sem hryggileg- ar tölur í hagskýrslu. Það er enginn fyllilega fær um að skilja þennan harm- leik nema sá, sem sjálfur stendur and- spænis sorg þeirra og kvöl. Og það hafði hann svo sannarlega gert, hann hafði með eigin hendi skorið lík systur sinn- ar úr snörunni, sem hún hengdi sig í. Ósjálfrátt fór hrollur um frú Templ- er. Utan við sig af sorg fór hann og heimsótti manninn, sem með slægð sinni hafði átt mesta sök á ógæfu systur hans og sífellt teymt hana lengra og lengra út í fenið. Hann tók honum kuldalega, talaði ruddalega um systur hans og áður en Ernest Jones gat gert sér grein fyrir hvað hann var að gera, var hann orðinn morðingi. — Haldið þér ef til vill, að ég hafi ekki enn þá tekið út næga refsingu fyrir glæp minn, spurði hann. — Þér eruð dæmdur morðingi, sagði frú Templer. — Það verður ekki aftur tekið. Þér verðið að horfast í augu við það. — Nafn mitt er afar algengt. Það er ósennilegt að nokkur muni lengur eftir þessari gömlu sögu. — Það gerði ég! — Já þér! Hann brosti beisklega. —■ Þér hafið líka lagt yður alla fram við að komast að þessu. Ég vona, að ég eigi aldrei eftir að kynnast manneskju eins og yður. Við skulum horfast í augu við staðreyndirnar, bætti hann við. Þér vitið það jafnvel og ég, að ef ekkert verður úr giftingu okkar Susan, giftist hún aldrei. Þá mun dóttir yðar enda sem gömul piparmey. — Ég kýs það miklu fremur, sagði frú Templer stutt í spuna. — Ég þrái aðeins að Susan geti verið hamingjusöm. Hvernig gæti hún orðið hamingjusöm með morðingja? — Hún þarf aldrei að fá að vita það. Ég á kost á atvinnu erlendis. Ég hef talað um það við hana, og hún vill gjarnan koma með mér. Það eru sem sagt þessir tveir kostir: Annaðhvort fær hún ekkert að vita og verður hamingju- söm með mér eða hún verður sorgmædd og óhamingjusöm það sem eftir er Blaðið DAGIJR er víðlesnasta blað, sem gef- ið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasimi 116 7. 32 FALKINN ævinnar. Þér verðið að velja frú Templer. Varir frú Templer skulfu. Henni fundust þetta hræðilegir kostir. — Ég get ekki valið fyrri kostinn, sagði hún að lokum. Ég hlýt að velja þann seinni. Þér verðið að segja henni þetta. — Ég? Hann hristi höfuðið. — Ef yður finnst nauðsynlegt að Susan fái vit- neskju um þetta, verðið þér að segja henni það sjálf. Frú Templer hneigði höfuðið og fann, að hún var sigruð. Hann var kænn, þessi maður. Hann hafði gert sér grein fyrir, að hún fengi aldrei af sér að veita dóttur sinni það áfall, er þessar fréttir höfðu í för með sér. Lengi sátu þau þögul. Loks sagði Ernest og yppti öxlum: — Ég skil fyllilega yðar sjónarmið, frú Templer, og ég vil gjarnan koma til móts við yður. Eigum við að segja að við frestum brúðkaupinu í hálft ár? Ég skal reyna að finna einhverja trúlega skýringu á því við Susan. Þá fáið þér tækifæri til að kynnast mér betur, og ég vona, að mér takist að sanna yður, að Susan verður hamingjusöm með mér. Það brá fyrir vonbjarma í augum frú Templer. Það var svo margt, sem gat skeð á hálfu ári. — Það er nokkuð til í því, sagði hún. Um kvöldið fóru þau saman á skemmtigöngu og Susan var óvenju glöð og kát. — Ég talaði við mömmu þína í dag, sagði hann. Hann sá hvernig gleðisvipurinn hvarf af andliti hennar. — Hamingja þín liggur henni þungt á hjarta, sagði hann afsakandi. — Hún vil'l þér sjálfsagt allt hið bezta. — Hvað ertu að reyna að segja mér? — Aðeins að mig langar ekki til að valda misklíð milli þín og móður þinn- ar, sem þig gæti iðrað. Mig langar til að hún geti sannfærzt um að hjónaband okkar muni færa þér hamingju. Hvern- ig fyndist þér að fresta giftingu okkar um hálft ár? Hún snéri sér að honum. — Við getum ekki beðið í hálft ár með að gifta okkur, sagði hún rólega. Ekki eins og á stendur..... Hann tók hana í faðm sér og kyssti hana blíðlega. — Af hverju hefurðu ekki sagt mér þetta fyrr, spurði hann. —- Þú ert hættur við að fresta brúð- kaupinu, er það ekki? — Auðvitað. Við giftum okkur eins fljótt og hægt er. Hann vissi að úr þessu kæmi ekki til mála að segja Susan sannleikann. — Mamma má ekki komast að þessu, sagði Susan. — Það mundi þó hjálpa henni til að sætta sig við giftingu okkar. Susan brast í grát. — Getur þú ekki skilið . . . það er ekki af því að ég skammist mín. En þetta er mitt leyndarmál. Milli okkar tveggja. Fyrsta leyndarmálið, sem mér hefur tekizt að eiga í friði fyrir henni. — Allt í lagi, sagði hann hughreyst- andi. Mamma þín fær ekkert að vita. Hún tók gleði sína aftur, og fór að tala um framtíðina. Þau skyldu gifta sig strax og fara til útlanda. — Þú óttast móður þína, sagði hann ásakandi. — Guð minn góður, auðvitað geri ég það. Hann skildi hana vel. Þegar hann var orðinn einn, játaði hann fyrir sjálfum sér, að hann væri líka hræddur við frú Templer. Hann fann, að eina ráðið væri að svíkja Susan, hversu leitt sem hon- um þótti það, og segja frú Templer frá barninu, sem þau áttu í vændum. Hann varð að neyða hana til að þegja um fortíð hans. Morguninn eftir gafst honum gott tækifæri til að segja frú Templer frá barninu. — Þér hljótið að skilja, að nú er að- eins um eitt að velja, sagði hann að lok- um. Honum til mikillar undrunar virtist þessi frétt gleðja frú Templer.. — Það gleður mig að þér skuluð taka þessu svo vel. Susan og ég giftum okkur strax. En frú Templer hristi höfuðið og brosti illgirnislega. — Nú getið þér ekki lengur haldið því fram, að líf Susan verði einmana og tilgangslaust, þó hún giftist yður ekki, sagði hún hægt. — Hún á von á barni. Ég get fullvissað yður um, að þegar konan á von á barni, þá þarf hún ekki lengur á karlmanni að halda. Hann starði á hana. — Þér gangið fram af mér, sagði hann. — Já, ég veit, að enginn karlmaður vildi nokkru sinni játa það — og kon- an jafnvel ekki heldur, en þetta er samt sannleikur. Þegar barnið er fætt, skipt- ir það ekki svo miklu máli fyrir hana. Ég er auðug — ég er fús til að borga yður álitlega upphæð fyrir að hverfa héðan og láta Susan í friði. — Þetta er viðbjóðsleg uppástunga. — Neitið þér. Það er kjánalegt af yður. Nú vissi hann hvað Susan átti við, þegar hún sagðist vera hrædd við móð- ur sína. Þessi kona hafði þau áhrif á hann, að honum fannst hann vera eins og hundur í bandi. Þetta var auðvitað brjálæði, en...... — Ef þér segið Susan frá fortíð minni, mun hún hata yður alla ævi, en giftast mér samt sem áður. — Haldið þér, að ég viti það ekki? Ég mun ekkert segja henni. Þau stóðu jafnt að vígi, en þó yfirgaf hann hana með það á tilfinningunni, að enn væru ekki öll kurl komin til grafar. Eftir að hann var farinn sat frú Tempi- er lengi hreyfingarlaus. Svo hringdi hún á vinnukonuna. Framh. á bls. 37.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.