Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 18
SKÁK OG MÁT OG „Jú, ég er Sonja Daviloff, hvað þókn- ast yður?“ „Ég þarf að gera nokkrar fyrirspurn- ir viðvíkjandi dauða Gilmour Wilsons. Hvað getið þér sagt mér um hann?“ Stúlkan glennti upp augun. „Hann lést úr hjartaslagi, er hann var að tefla skák.“ „Lögreglan er ekki þeirrar skoðun- ar, að um hjartaslag hafi verið að ræða.“ Stúlkan bandaði frá sér í örvæntingu og ótta. „Þá er það satt,“ hrópaði hún. „Ivan hafði á réttu að standa.“ „Hver er þessi Ivan og hversvegna segið þér, að hann hafi á réttu að standa?“ „Það var Ivan, sem opnaði dyrnar fyrir okkur, og hann sagði við mig, að eftir hans áliti, hefði Wilson ekki dáið eðlilegum dauðdaga, heldur hefði honum verið byrlað eitur í misgripum.“ „í misgripum?“ „Já, eitrið var ætlað frænda mínum.“ „Hversvegna segið þér þetta, ungfrú? Hver skyldi vilja byi'la dr. Svavaronoff eitur?“ Hún hristi höfuðið. „Ég veit það ekki, það er allt á huldu fyrir mér. Og frændi minn treystir mér ekki. Ef til vill er það eðlilegt. Hann þekkir mig varla, því hann hefur ekki séð mig síðan ég var barn að aldri, og þar til ég fluttist til hans hér í London. En mér er vel kunnugt, að hann hefur stöðugan ótta af einhverju. í Rússlandi er mikið af leynifélögum, og ekki kæmi mér á óvart, þótt hann hefði beyg af einhverju slíku.“ „Ungfrú mín góð, frændi yðar er ennþá í hættu, og þar kemur til minna kasta að vernda hann. Segið mér nú nákvæmlega frá öllu sem gerðist þetta örlagaríka kvöld um daginn. Sýnið mér taflborðið og borðið sem það stóð á, hvernig þeir sátu við borðið, og allt sem gerðist.11 Hún sýndi okkur smáborð, sem var allt innlagt svörtum og silfurlitum reit- um, fyrir taflmenn. „Þetta var frænda mínum sent fyrir fáum vikum síðan, ásamt þeirri ósk, að hann notaði það í næsta skákeinvígi sem hann mundi heyja. Það stóð í miðju stofunnar, — þannig —.“ Poirot rannsakaði borðið, með óskilj- anlegri nákvæmni. Auk þess, bar hann fram spurningar alveg út í bláinn, að því er virtist, en viðvíkjandi aðalatrið- um spurði hann einskis. Að lokinni nákvæmri rannsókn tafl- borðsins, óskaði hann eftir að sjá tafl- mennina, en aðeins einn eða tvo þeirra athugaði hann með kostgæfni. „Þetta er dýrindis tafl,“ tautaði hann utan við sig. Enn þá var hann ekki farinn að inna eftir því, hvers hefði verið neytt, né hvaða fólk hefði verið viðstatt. Ég ræskti mig. 18 FÁLKINN HVÍTUR BISKUP „Poirot, heldurðu ekki, að —“ Hann greip skyndilega fram í fyrir mér. „Vertu ekki að hugsa, vinur minn, láttu mig um allt. Ungfrú, er alveg útilokað, að ég geti fengið áheyrn hjá frænda yðar?“ Nú brosti hún. „Ó, jú, hann mun sannarlega taka á móti yður. Þér skiljið þetta auðvitað núna, að það er mitt hlutverk, að grann- skoða alla ókunnuga fyrst.“ Þvínæst gekk hún burt, og rétt á eftir mátti heyra raddir í næsta herbergi, en að vörmu spori kom hún aftur, og benti okkur að fylgja sér inn í stofuna við hliðina. Maðurinn sem hvíldi þar á bekk, var áhrifamikil persóna. Hár og grannur með hvítt alskegg tekinn og hrjáður í andliti, sem auk þess var rist djúpum raunamæddum svipbrigðum, svo sem eftir ægilegt andstreymi og hungur og hallæri. Dr. Svavaronoff var áberandi maður, allt bar vott um það, bæði höf- uðlag hans svo og risastærð hans. Stór- meistari í skák, hlaut að hafa stóran heila, hugsaði ég. Ekkert var auðveld- ara en að líta á dr. Svavaronoff sem næstmesta taflmeistara veraldarinnar. Poirot hneigði sig. „M. le Docteur, mætti ég tala við yður í einrúmi?“ Svavaronoff sneri sér að frænku sinni. „Soja, viltu gjöra svo vel að ganga fram fyrir augnablik?“ Hún fór þegar. „Jæja, herra minn, hvað er yður á höndum?“ „Dr. Svavaronoff, yður hafa nýlega hlotnast mikil auðæfi. Ef þér munduð skyndilega falla frá, hver mun þá erfa yður?“ „í erfðaskrá minni arfleiði ég frænku mína, Sonju Daviloff að öllum mínum eigum. Þér meinið víst ekki, að hún ....?“ „Ég meina ekki neitt, en þar eð þér hafið ekki séð frænku yðar síðan hún var barn að aldri, þá væri mjög auðvelt fyrir hvern sem væri, að koma fram í hennar stað, og þykjast vera hún.“ Svavaronoff virtist þrumulostinn við þessa bendingu, en Poirot hélt ótrauður áfram. „Við skulum sleppa því, en þér mun- ið, að ég hef aðvarað yður. Aftur á móti þætti mér vænt um ef þér vilduð lýsa fyrir mér taflinu þarna um kvöld- ið?“ „Hvernig meinið þér, .... að lýsa því?“ „Jæja þá, en ég er nú ekki taflmaður, eða tefli ekki skák, en mér hefur skil- izt að til væru ýmsar reglur, eða svo nefndar byrjunarreglur.“ Dr. Svavaronoff brosti lítið eitt. „Já, nú skil ég yður. Wilson hóf ein- vígið með Ruy Lopez opnun — sem er einhver bezta aðferð sem til er, og oft notuð á skákmótum og í skák- keppni.“ „Hve lengi höfðuð þið teflt, þegar reiðarslagið skall á?“ „Það hlýtur að hafa verið í 3. eða 4. leik, þegar Wilson féll fram á við stein- dauður.“ Poirot reis á fætur, og bjóst til að fara. En síðustu spurningunni hreytti hann út úr sér eins og hún hefði ekk- ert að segja, en ég vissi nú betur. „Hafði hann fengið nokkuð að borða eða drekka?“ „Whisky og sódavatn, held ég.“ „Ég þakka yður fyrir, dr. Svavaro- noff, það er óþarfi að ónáða yður frek- ar.“ Ivan var í anddyrinu, til þess að fylgja okkur út, en Poirot nam staðar á þrepskildinum. „Getið þér sagt mér, hver býr í íbúð- inni hér niðri?“ „Sir Charles Kingwell, alþingismað- ur, en nýlega var íbúðin leigð með öll- um húsgögnum.“ „Þakkir.“ Við fórum út í hið bjarta vetrarsól- skin. „Heyrðu, Poirot,“ sagði ég, „mér finnst þú hafa verið heldur slakur í þetta skiptið, að minnsta kosti voru spurningar þínar alveg fyrir ofan garð og neðan.“ „Svo þú hyggur það, Hastings?“ Poirot leit á mig kankvíslega. „Var ég klaufalegur, já. Hvers hefðir þú spurt?“ Ég hugleiddi spurninguna vel og vandlega, síðan skýrði ég honum álit mitt í aðaldráttum. Hann hlustaði með kostgæfni, og er ég hafði lokið máli mínu, vorum við næstum komnir heim. „Ágætt Hastings, ágætt,“ sagði Poi- rot um leið og hann gekk á undan mér inn, „en alveg út í bláinn.“ „Alveg út í bláinn,“ hrópaði ég undr- andi, „ef manninum var byrlað eitur. — „Aha,“ hrópaði Poirot og greip miða sem lá á borðinu. „Frá Japp, eins og ég vissi.“ Hann kastaði miðanum til mín. Þar var í fám orðum sagt frá því, að ekkert eitur hefði fundizt við líkrann- sókn Wilsons, og ekkert komið í ljós af hverju hann hefði látizt. „Þarna sérðu, spurningar þínar hefðu verið algjörlega óþarfar,“ sagði Poirot. „Datt þér þetta í hug fyrirfram?“ „Þegar maður spáir fyrirfram með góðum árangri, sennilegum arði af ein- hverjum viðskiptum, þá er það ekki nefnt ágizkun.“ „Við skulum ekki láta svona,“ sagði ég dálítið óþolinmóður, „en sástu þetta fyrir?“ „Já.“ „Hvernig?" Poirot stakk hendinni í vasann, og dró upp hvítan biskup. „Hvað er þetta,“ hrópaði ég, gleymd- Framhald á bls. 28.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.