Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Page 23

Fálkinn - 12.06.1963, Page 23
við einhverja smámuni, sem barnið hafði sett í kjöltu hennar. Ég sá svip- inn með þeim og af hreyfingum hennar gat ég ráðið, að þessi áhyggjulausa og indæla manneskja væri mó‘ðir barns- ins, sem var næstum eins stórt og litli Dimitri minn. Barnið — það var erfitt að sjá hvors kyns það var með klippt hárið og í línskyrtunni, sem frönsk börn klæðast — fór að gráta, og stúlk- an tók það í kjöltu sér og sefaði það með mildum orðum, benti á flugvél í lofti og strauk höfuð bamsins, þangað til það varð rólegt. Dásamlegur sætleiki kom yfir mig og gegnsýrði hug minn og líkama, þangað til mig syfjaði í þessum litla bletti blóma og sólskins, barna og fugla, ævintýri fegurðar og friðar mitt í óblíðri og flókinni veröld. Ég hlýt að hafa blundað, því að mér brá, þegar Alexis birtist við hlið mér og snerti handlegg minn. Hann kynnti hávaxinn mann með úfið hár sem vin sinn, André, mál- ara og myndhöggvara. Ég reyndi að tala, en munnur minn var lokaður af syfju, svo að ég brosti og kinkaði kolli. André og Alexis voru gamlir vinir. Þeir töluðu hratt um menn og málefni, sem ég þekkti ekki. Þeir sátu við borð- ið og drukku vín og hlógu og ég horfði á, ánægð að vera áfram undir þeim leiðsluáhrifum, sem staðurinn hafði á mig. Ég vaknaði aðeins, þegar stúlkan af svölunum birtist skyndilega, nú klædd í bláan baðmullarjakka, sem gerðu augu hennar jafnvel enn skær- blárri. Hún var kynnt sem eiginkona André, Millie. Hún náði í einn stólinn úr safninu og slóst í hóp okkar við borðið, sagði ekkert og brosti stöðugt og blítt. Ég tók eftir því, að andlit hennar var með austurlenzkum svip og svo komst ég að því, að hún talaði lítið sem ekkert í frönsku. En André sagði eitthvað við hana, var það á máli sem ég hafði aldrei heyrt. Seinna sagði Alexis mér að hún væri polynesisk og André hafði kynnzt henni, er hann var á ferðalagi um Kyrrahaf. Það var svo mikil hlýja milli þeirra tveggja að það var næstum greinilegur straumur milli augna þeirra. Eftir nokkra stund yfirgaf stúlkan okkur og André tók um handlegg minn og leiddi mig um safnið sitt, útskýrði svolítið og var svo þögull, þangað til ég hélt áfram. Ég óskaði að ég gæti séð meira í þessum málverkum, en mér fannst þau tæknilega gölluð og frum- stæð, ekki svo mjög hvað fyrirmyndir snerti, heldur hvað höfundur þeirra átti erfitt með að ráða við liti og línur. Samt sem áður fannst mér eitt málverk aðlaðandi og þar sem lítill verðmiði var festur á það eins og hin málverkin, þá bauðst ég til að kaupa það. André varð glaður yfir vali mínu og sagði að sér fyndist það eitt af sínum beztu líka. Ég spurði, hvort hann vildi helzt ekki halda því, en hann hristi höfuðið í undr- un. „Nei auðvitað ekki, öll málverk mín fara til annars fólks.“ Þetta var andlitsmynd af Millie eða að minnsta kosti af stúlku, sem líktist henni. Um höfuð hennar var mikil lita- dýrð, sem gaf í skyn flóru hitabeltisins. Kannski var þetta ekki mjög innblásið listaverk, en það var aðlaðandi og fullt af hlýrri einlægni og ást. André tók það hiklaust af veggnum og hvarf. Alexis og ég stóðum í dimma, litla her- berginu og horfðum í kringum okkur. Hann virtist forðast mig af ásettu ráði. Ég stóð fyrir framan hann og horfði í augu hans. Hann horfði á móti stöðugt og alvarlega og næstum kuldalega. ,,Alexis!“ Hann svaraði ekki. „Ég er glöð yfir, að þú skyldir fara með mig hingað,“ sagði ég, „þetta er fallegur staður og þau eru alúðleg. Geðjaðist þér að málverkinu, sem ég keypti?“ Hann kinkaði kolli, hugsandi. „Já, það er snoturt." „Ó, en það er meira en bara snoturt. Það er málað af ást og það býr yfir miklum krafti.“ Hann kinkaði aftur kolli. „Hvað er að Alexis? Viltu að við skiljum svona?“ Ég gat ekki leynt ang- istartón í röddinni. Hann stífnaði dálítið og steig aftur á bak. „Nei nei, auðvitað ekki.“ Hann brosti veiklulega og byrjaði að sýna mér nokkrar af litlu höggmyndunum, sem stóðu hér og þar um herbergið. Þær voru ófágaðar og tæknilega lélegar, en þær sýndu meiri kraft og frumleika en málverkin. Ég varð glöð þegar Alexis sagði: „André er meiri myndhöggvari en mál- ari. Ég vildi óska að hann kæmi auga á það. Hann hefur gaman af að leika sér að burstum og litum, en þeir hlýða honum ekki. Hann ætti glæsilega fram- tíð fyrir höndum, ef hann einbeitti sér að höggmyndalistinni. Heima á ég geit, sem hann gerði úr tré, og hún er stór- kostleg. Margt fólk hefur viljað taka hana frá mér. Ég sagði honum frá því, en hann heldur bara áfram að leika sér að litum.“ Rödd hans lífgaðist nokkuð, er hann hélt áfram að ræða kosti verka André og muninn á skúlptúr hans og málverkum. Framhald í næsta blaði. FALKINN 23

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.