Fálkinn


Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 12.06.1963, Blaðsíða 37
— Gæti það ekki. Sérðu ekki hvað ég er horaður. Við lítum út um gluggann. Það geng- ur þekktur stjórnmálamaður eftir göt- unni og ég spyr Gísla: — Verður ekki mikið að gera hjá þér um kosningarnar? — Nei, kosningar eru í sjálfu sér ákaflega fyndnar. Þar þarf enga skemmtikrafta til. — En á kosningafundum? —. Þar ríkir alvaran, — eins og þú veizt. — Þú skemmtir þó aðallega fyrir stjórnmálaflokkana, er það ekki? — Jú, á héraðsmótum og slíkum skemmtunum. — Þeir eru þá sem sagt þitt lifibrauð? — Já, eða réttara sagt brauð. Ég verð að hafa mitt brauð eins og prestarnir. Svetom. Akæran Framh. af bls. 32. — Hjálpið mér til herbergis míns, Annie. — Ó, frúin er veik, sagði Annie. — Aðeins eitt af þessum venjulegu köstum mínum, sagði frú Templer og brosti þolinmóð. En hún var náföl og varirnar bláleitar. — Á ég að biðja ungfrú Susan að ná í lækninn, spurði Annie eins og venju- lega án_þess að taka eftir litarhætti frú Templer. Og frú Templer svaraði eins og hún var vön; — Það er þýðingarlaust, Annie. Hann getur hvort sem er ekkert gert. Og í þetta sinn vissi hún áð það var satt. Þegar hún kom ekki niður til mið- Jegisverðar, varð Súsan bæði reið og gröm. — Þetta er hlægilegt, sagði hún. Heldur hún í raun og veru að þessi leik- araskapur hennar hafi áhrif? — Ef til vill er hún í raun og veru sjúk, sagði Ernest. — Mamma sjúk? Hún hefur aldrei á ævi sinni verið veik. Heldur þú að ég hafi ekki séð of mörg af þessum upp- gerðar köstum hennar til að vera í vafa. Næsta morgun bað frú Templer Annie að hjálpa sér á fætur. En hún fór ekki niður til morgunverðar, hreyfing in varð henni ofraun, hún fékk sáran sting fyrir brjóstið og andþrengsli. — Ég neyðist víst til að liggja i rúminu í dag, sagði hún við Annie. — Þér skuluð færa mér heita mjólk og kex klukkan tólf. — En hvað með innkaupin sagði Annie. — Það er laugardagur í dag, búðunum er lokað snemma. Frú Templer hafði ekki gleymt þvi, að það var laugardagur, en hún sagði: — Já, það er rétt. Biðjið þá ungfrú Súsan um að færa mér. — Hún ætlar í hárgreiðslu, sagði Annie. — Því hafði ég alveg gleymt. Ef til vill verður herra Jones þá svo elskuleg- ur að færa mér mjólkina mína. — Ég skal spyrja hann, sagði Annie dálítið undrandi. Frú Templer svaraði þreytulegri röddu, er Ernest barði að dyrum. Hann rétti henni bakkann og velti því fyrir sér hvort hún væri raunverulega svona góð leikkona. — Ég verð niðri í garðinum. Ef þér þurfið á hjálp minni að halda, þá skul- uð þér bara kalla á mig, sagði hann. — Ég skal muna eftir því, svaraði hún rólega. Þegar hann var farinn, lá hún andar- tak og horfði á lokaða svefnherbergis- hurðina. Andlit hennar afskræmdist af kvölum. Samt var ekki jafn erfitt að standa augliti til auglitis við dauðann, og hún hafði haldið. Og eins og hún hafði notað hjartasjúkdóm sinn til að fá vilja sinum framgengt, ætlaði hún nú að notfæra sér dauða sinn. Hún neytti allra sinna krafta til að komast fram úr rúminu, og með ofurmannlegu viljaátaki komst hún hljóðlaust út úr herberginu og niður stigann. Áreynslan við að komast út í ölhitun- arklefann, teygja sig eftir litlu flösk- unni, sem hún vissi að garðyrkjumaður- inn geymd ávallt á einni hillunni þar, og komast aftur til herbergis síns hafði næstum því borið hana ofurliði. Og þessa leið varð hún að fara aftur. Hún tók blað og blýant, sem lá á náttborðinu. Það var bezt að ljúka því fyrst, það var ekki eins erfitt og að fara aftur með flöskuna. Skjálfandi hendi skrifaði hún: Það er ef til vill aðeins ímyndun, en ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er afskaplega beiskt bragð að mjólkinni, ég finn til mikilla kvala. Hún lá og átti erfitt um andardrátt. Svo neytti hún allra sinna krafta og lagði aftur af stað. Hún hélt fast um flöskuna með eitrinu hún þurfti að þurrka vandlega af henni og setja hana á sinn stað. Svo þurfti hún aðeins að komast aftur til herbergis sína, drekka mjólkina og bíða dauða síns — dauða sigurvegarans. Hún komst inn í ölhitunarklefann, teygði höndina stynjandi upp á hillu og setti flöskuna þangað. Um leið heyrði hún að hurð var skellt. Hræðslan skar hana eins og hnífur. Þetta varð hjarta hennar ofraun. Líkami hennar skalf af áköfum krampa og fyrir einhverja glettni örlaganna lézt hún þarna stand- andi, með höndina fasta um hilluna og garðsláttuvél sem bakstuðning. Þannig kom Annie að henni, og kall- aði strax á hin. Augu Susan voru dökk af hatri, er hún fylgdi móður sinni til grafar. Ernest var fölur og þögull, en innst í huga hans lék dálítill ljósgeisli, sem hann vissi að mundi brátt ná yfirtök- um. Annie grét eins og henni fannst tilhlýðilegt að gera við jarðarfarir. Blöðin gátu þess, að hin þekkta og virðulega frú Templer hefði látist úr hjartaslagi að heimili sínu. Hæ gaman ... Framhald af bl;. 9. vera þjóðlegri. Glíman er þjóðlegasta íþrótt íslendinga. Hún er því miður í dauðateygjunum. Með sjónvarpinu má blása í hana nýju lífi, og ég kann ráðið. í staðinn fyrir að láta glæsilega unga menn sýna okkur glímubrögð, þarf sjón- varpið að láta glæsilegar ungar stúlkur sýna okkur glímubúninga. Veðurstofan er auðvitð sú af stofn- unum ríkisins, sem helst þarf að aka seglum eftir vindi. Þó hlýtur það að verða lágmarkskrafa sjónvarpsnotenda, að veðurfræðingurinn sem les veður- fréttirnar klæði sig í samræmi við það. Hafi hann sólskinsfréttir að segja, þá bregður hann sér í sundbol. Ef honum finnst hann rigningarlegur, þá mætir hann með sjóhatt og regnhlíf. Og þegar hann spáir fárviðri, þá getur hann til dæmis sýnt það með því að ríghalda sér í símastaur. Ég á þá að ég hygg aðeins einn „fast- an“ þátt ónefndan, en svo kalla mál- hreinsunarmenn útvarpsins alla þætti sem orþnir eru að kæk. Hér á ég við ágætisþáttinn um fiskinn. Ég er hrædd- ur um að Stefán Jónsson verði að afsala sér honum þegar sjónvarpið tekur við. Það er eins með sjónvarpið og vasa- útgáfurnar, sem við flytjum inn frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Það er sama um hvað bókin fjallar: kápu- myndin verður að vera af kvenmanni. Ef Stefán vill sjónvarpinu vel, þá afhend- ir hann ungri, föngulegri stúlku þáttinn sinn, og mér dettur strax í hug að í rauninni sé fegurðardrottningin sjálf- kjörin. Samkvæmt því yrði nýkrýndum fegurðardrottningum gert að skyldu að vinna í fimm ár á togara, en að þeim tíma liðnum fengju þær að velja hvort þær vildu heldur feta í fótspor Stefáns eða fara í Stýrimannaskólann. Ég hef áður í þáttum um aðskiljan- legt efni, sem varðar hag þjóðarinnar, vikið nokkrum orðum að Amalíu frænku, en hún er sá af ættingjum mín- um sem ég hefði best getað verið án það sem af er. Við höfum að undan- förnu margt spjallað um sjónvarp á ís- landi. Ég hef tekið eftir því að ef mér tekst að koma sjónvarpinu að, þá fer Amalía venjulega að hypja sig. Hún er á móti sjónvarpi. Hún segir í því sam- bandi að Austfirðingum finnist áreiðan- lega ærið nóg að þurfa að borga fyrir útvarp sem þeir heyri ekki, þó að ekki bætist við kröfur vegna sjónvarps sem þeir sjá ekki. En þetta er samt ekki nema hálf sag- an. Sjónvarpsfælni Amalíu á sér dýpri rætur. Hún hefur að undanförnu verið að hugsa um að leggja fyrir sig pólitík. Og Amalía veit sem er að ef hún kemst á þing, þá verður hún í hópi þeirra þingmanna sem sjónvarpsnotendur munu krefjast að gangi með pappírs- poka yfir höfðinu. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.